Víkurfréttir - 30.03.2006, Page 18
nac
\£*
ijónustu
Fjárhagsbókhaldd,
launavinnsla, VSK skýrslur,
skattframtalsgerð.
J^eflflvík/ y/slflnA
^lbeimurínn
K1 0
Samstarfsverkefni Vox Arena og
Leikfélags Keflavíkur.
Næstu sýningar eru laugardaginn 1. apríl
og sunnudaginn 2. apríl.
Miðaverð 1000 kr.
Miðapantanir í síma 4212540, eða 8467883.
Sýningarnar byrja kl. 20
Miðasalan opnar kl. 18
Sýnt í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17.
1 LílKFÉlAG
W KEFLfflU
HVAR ERT ÞÚ AÐ AUGLÝSA?
AUGLÝSINGASÍMINN ER 4210000
GERÐASKOLI
Verðlækkun
á skólamáltíðum
Fyrsta skrefí auknum niðurgreiðslum
skólamáltíða í Gerðaskóla verður stigið
1. apríl 2006. Niðurgreiðslur verða auknar
um 50 kr. á máltíð. Máltíð kostar þá kr. 183.
Næsta skref verður svo stigið
1. september n.k.
Bæjarstjóri Garðs
Eysteinn Jónsson skrifar:
Eldri borgarar velkomnir
til A-listans
A-listinn býður öllum
eldriborgurumReykja-
nesbæjar til veislu
þann 30. mars frá kl. 15:00 til
17:00 í kosningamiðstöð A-list-
ans að Hafnargötu 62 (áður
G1 ó ð i n ) .
Allir fram-
bjóð end ur
A-list ans
hafa fengið
það verkefni
að baka tvær
kökur fyrir
veisluna auk
þess sem þeir Kjartan Már
Kjartansson og Guðbrandur
Einarsson bæjarfulltrúar
munu flytja góða tónlist í
veislunni. Þar að auki munu
ungir listamenn flytja tónlist
sem vonandi munu slá í gegn
meðal eldri borgara.
A-listinn er nýtt afl fyrir
nýjan Reykjanesbæ
A-listinn í Reykjanesbæ sem er
nýtt afl fyrir nýjan Reykjanesbæ
mun leggja sérstaka áherslu á
málefni eldri borgara í sveitar-
félaginu á komandi kjörtíma-
bili. Samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum eru fæst hjúkrunarrými
per íbúa hér í Reykjanesbæ. Að
hluta til virðist þörfin hér vera
minni per íbúa en annars staðar
á landinu og má það einkum
rekja til góðrar þjónustu Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja á
sviði heimahjúkrunar, en betur
má ef duga skal og er nauðsyn-
legt að heimahjúkrunin setji
upp vaktir allan sólarhringinn.
Því miður er það svo að biðlisti
með fólki sem bíður eftir
hjúkrunarrými er orðin mjög
langur og er stór hluti þessa
fólks er í brýnni þörf. Það er
því ljóst að verulegt átak þarf
að gera og fjölga þarf hjúkrun-
arrýmum umfram áætlanir, þá
er einnig ótækt að aldraðir fái
ekki sjálfsagða þjónustu í sínum
heimabæ. M.ö.o. hlýtur það að
vera krafa okkar að öll þjónusta
við íbúa Reykjanesbæjar sé í
Reykjanesbæ.
Eysteinn Jónsson
Skipar 2. sœti á
A-listanum í Reykjanesbœ
Reyklaust tóbak drepur hægt
Birgitta Jónsdóttir Klasett varar við hœttum munntóbaks: „Allirþjóð-
félagsþegtiar þurfa að leggjast á eitt um að upprceta þennan vanda. “
Munntóbaksneysla er
orðin algeng í okkar
þjóðfélagi og þurfum
við mann-
fólkið að vera
sérstaklega
á varðbergi
gagn vart
þessu nýja
gamla eitur-
lyfi. Sígarett-
ureykingar
eru á und-
anhaldi því þeim fjölgar sem
betur fer stöðugt sem láta af
þeim ósið. Hins vegar hefur
reyklaust stórhættulegt munn-
tóbak fundið sér marga neyt-
endur hér á landi sem segja
má að séu í hópi nýrra fórnar-
lamba þessara ávanabindandi
efna, sem eru með öllu ólögleg
á íslandi.
Sérstaklega er það ungt fólk, oft
íþróttafólk á aldrinum 18 til 26
ára, sem notar munntóbak sér
til „örvunar". Tóbaksiðnaðurinn
hóf alvöru markaðssetningu á
munntóbaki og svokölluðu
tyggitóbaki snemma á sjöunda
áratugnum. Munntóbak er til
í tvenns konar formi. Annað
er þurrt og hitt blautt sem náð
hefur meiri vinsældum en hið
þurra hjá ungu fólki.
Tóbakinu er komið fyrir í
sprautuhylki og það sett undir
efri vörina þar sem það er sogað
í allt að þrjátíu mínútur í senn.
Þeir einstaklingar, sem eru
orðnir mjög háðir efninu, end-
urtaka þetta jafnvel oft á dag.
ímynd munntóbaksneyslu þykir
ennþá „karlmannleg", en alvöru
karlmenn og íþróttamenn ættu
auðvitað að vita að skaðsemin
er karlmennskunni yfirsterkari.
Margir neytendur þekkja hins-
vegar ekki hættur munntóbaks-
ins. Þess má hinsvegar geta fyrir
þá, sem ekki vita, að 79% nikó-
tíninnihalds í tóbakinu fer beint
inn í blóðrásarkerfið í líkam-
anum sem getur haft í för með
sér fjölmörg andleg og líkamleg
vandamál.
Reykingamenn hafa loksins
komist á snoðir um hvaða áhrif
sígarettureykingar geta haft á
líkamann, t.d. varðandi lungna-
krabbamein. Munntóbakið er
ekki síður hættulegt, en það
nota yfir ein milljón ungra neyt-
anda. Mest er neyslan í Banda-
ríkjunum og í Svíþjóð sem eru
einu vestrænu löndin sem hafa
lögleitt munntóbak.
Líkamleg einkenni munntóbaks-
notkunar eru þau að varir byrja
að springa, tennur verða brúnar,
vond lykt liggur frá munni, slím-
húð til varnar bakteríusýkingum
hverfur, tannhold rifnar og
jafnvel myndar holur og krabba-
mein. Hjartsláttur getur orðið of
hraður og blóðþrýstingur orðið
of hár, en verstu afleiðingarnar
eru munnholskrabbamein.
Þess má geta að munntó-
baksneysla er fjórum sinnum
líklegri til að valda munnhol-
skrabbameini og fimmtíu
sinnum líklegri til að valda
krabbameini í barka en sígarett-
ureykingar.
Andleg einkenni munntó-
baksneyslu geta engu að síður
verið alvarleg líkt og þau líkam-
legu. Einkum kann að bera á
skapsveiflum og ofbeldishneigð
af hálfu neytenda, sem eiga það
til að sýna árásargirni, stjórn-
leysi og taumleysi í daglegu lífi
og í umgengni við fjölskyldu-
meðlimi.
Allir þjóðfélagsþegnar þurfa að
leggjast á eitt um að uppræta
þennan vanda. Ekki dugir að
skammast heldur þarf að fræða
unga tóbaksneytendur og fjöl-
skyldur þeirra um hætturnar,
sem neyslunni fylgja því með
tíð og tíma eru munntóbaksneyt-
endur að drepa sig hægt með
þessu hátterni.
Birgitta Jónsdóttir Klasen
Höfiindur er náttiiru-
lœknir og rithöfundur.
- samkvœmt skoðanakönnun IMG Gallup
HVAR ERT ÞÚ AÐ AUGLÝSA?
■E&T
AUGLYSINGASIMINN ER 421
VI’KURFRÉTTIR I 13.TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANCUR
VIKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!