Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 14

Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 14
 lN5kj<rI^éTagaráViðjTiandavmnuliiBiörqifínÍ! ^ RagnheiðuriSif ifylqist með. UU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VfKURFRÉTTIR í 15.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR Vinna á fordómum gegn geðröskun fólks með ýmis geðræn vanda- mál. Þar getur fólk hitt aðra sem eru að kljást við svipuð vanda- mál og deilt. Þannig reynslu sinni. Það er einnig hópur að- standenda sem hittist fyrsta þriðjudag í mánuði og deilir þannig sinni reynslu. Það eru allir velkominir að koma og kynna sér þessa hópa. Samkvæmt upplýsingum frá Lýð- heilsustöð eru geðrænir kvillar afar algengir og eru jafnan um 50.000 íslendingar sem kljást við einhverskonar geðraskanir. Ragnheiður segir afar mikilvægt að þeir sem þjáist af geðröskun eigi sér samastað til að leita til þegar þrengir að andlegri líðan. „Björgin getur reynst vel einstak- lingum sem líður illa á einhvern hátt, vantar fastan punkt í til- veruna eða eru að reyna að ná tökum á sjálfum sér og lífi sínu. Þunglyndi getur aukist við ein- veru og því er félagsskapurinn sem fólkið veitir hvort öðru í Björginni svo mikils virði. Oft og tíðum er Björgin jafnvel eina ástæðan sem margir hafa íyrir að fara á fætur á morgnanna." Engin geðdeild á Suðurnesjum Engin geðdeild er hér á Suður- nesjum sem stendur og þurfa þeir sem þarfnast geðlækn- isþjónustu að fara til Reykja- víkur. Það segir Ragnheiður ótækt með öllu þar sem viðkom- andi einstaklingar séu margir ekki í ástandi til að ferðast þessa leið. „Hérna á Suðurnesjum eru jafnmargir sem sækja göngu- deildar þjónustu til Reykjavíkur og þeir sem koma á göngudeild- ina á Akureyri, en þar er geð- læknisþjónusta. Það er því ljóst að þörfin er mikil hér á Suður- nesjum." Björgin og fleiri svipaðar starfs- stöðvar geta gegnt lykilhlutverki í lífi geðfatlaðra og eru líklegar til að koma í veg fyrir stofnana- innlagnir sem eru kostnaðar- samasta úrræðið íþessummála- flokki. Ragnheiður segir Björgina hafa boðið stofnunum upp á samvinnu um að þeir sem út- skrifast af geðdeildum komi í dagþjónustu í Björgina. „Þannig getur Björgin verið eins konar brú fyrir geðfatlaða út í lífið aftur. “ segir Ragnheiður. Kynn- ingarstarfið hefur gengið vel eins og sést á gestaaukningu, en betur má ef duga skal. Notendasamráð Ragnheiður segir afar lærdóms- ríkt að vinna með þeim einstak- lingum „félöguni' sem sækja at- hvarfið. Starfsmenn og félagar í Björginni taka alltaf vel á móti nýjum gestum og segir Ragn- heiður að mikið sé lagt upp úr því að viðkomandi finni að hann er velkominn og áhersla lögð á að hann komi aftur. Einn þáttur í því er að félagar taki virkan þátt í daglegum störfum athvarfsins, t.a.m. heimilis- störfum. „Þau hjálpa okkur líka við að kynna starfið út á við og taka þannig vissa ábyrgð á starfinu. Eitt af okkar aðalmark- miðum er að vinna á fordómum í samfélaginu og það gerum við best með því að starfsemin og félagar séu sem sýnilegast. Und- anfarin misseri hefur mér fund- ist sem vakning hafi orðið í um- ræðunni. Almenningur virðist vera meðvitaðri um mikilvægi þess að hugsa um geðheilsuna, en það hefur sýnt sig að t.d. getur mikil streita, álag eða áfall verið kveikjan að geðrænum erf- iðleikum." Starfið í Björginni hefur verið að eflast undanfarið eins og áður sagði, en nýlega var hálfu stöðu- gildi bætt við athvarfið. Ragn- heiður segir það þó ekki nægja m.v. þann fjölda sem sækir at- hvarfið daglega. Framundan er að ieita eftir stuðningi við Björg- ina meðal fyrirtækja og stofn- ana á svæðinu og vonar Ragn- heiður að þeim verði vel tekið. Meðal þess sem er á döfinni hjá Björginni er að opna heima- síðu athvarfsins, þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um starfið og senda inn fyrir- spurnir um allt sem við kemur Björginni og geðröskunum. Listakonan Fríða Rögn- valdsdóttir hefur opnað sýningu í listasal Salt- fiskseturs Islands, að Hafnar- götu 12a í Grindavík. Fríða hefur undanfarin ár unnið myndir í steypu og mun á sýningunni sýna sínar nýjustu myndir. Sýningin verður opin alla daga til 1. maíkl. 11-18. Geðfatlaðir og aðrir sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða eiga oft í erfiðleikum með að fóta sig í samfélaginu. Þeim er hættara við félagslegri einangrun sem getur leitt til vítahrings. Til þess að sporna við því er nauð- synlegt að til séu samfélagsleg úrræði s.s. dagvist og þjálfun, liðveisla ofl. Almennt hugsum við yfirleitt meira um líkamlega hreysti en geðræna eða andlega líðan okkar. Auk þess þykir ekki jafn sjálfsagt að ræða geðræn áföll, vandamál og sjúkdóma eins og líkamlega kvilla. Geðraskanir hafa löngum verið feimnismál í opinberri umræðu, en undanfarin misseri hafa Geð- hjálp og fleiri aðilar gert átak í því að lyfta hulunni af þessum málum. Ein þeirra lausna sem er í boði fyrir geðfatlaða á Suð- urnesjum er Björgin, athvarf sem er staðsett í Sjálfsbjargar- húsinu við Fitjabraut 6 í Njarð- vík. Björgin var opnuð í febr- úar 2005og hefur starfsemin sífellt verið að eflast á því rúma ári sem athvarfið hefur verið starfrækt. Björgin er samstarfs- verkefni Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, Sjálfsbjargar á Suðurnesjum og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, en Reykjanes- bær leggur mest til rekstursins. I Björginni geta þeir sem eiga við geðraskanir að stríða komið saman og haft ýmislegt fyrir stafni. Einstaklingum sem leita skjóls í Björginni hefur íjölgað jafnt og þétt undanfarna mán- uði og eru nú um 20 fastagestir, eða félagar eins og þau kalla sig. Að jafnaði koma 14 félagar í Björgina daglega á þeim tíma sem opið er frá kl. 10 kl. 16. I boði er ýmis handavinna, göngu- ferðir, tónlist, spil, ferðir á kaffi- hús, listasöfn og fleira auk þess sem boðið er upp á heitan mat í hádeginu og bað- og þvotta aðstöðu. Við skipulag starfsem- innar er viðhaft „notendasam- ráð“ og áhersla lögð á að allir njóti sín. „Það eru margir sem átta sig ekki á því í hverju geð- fötlun felst,“ segir Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðu- maður Bjargarinnar, í samtali við Víkurfréttir. „I því felast alls konar geðrænir kvillar, eins og t.d. átraskanir, þunglyndi, kvíði, ýmisskonar fælni, geð- hvörf, geðklofi og fl. Geðrask- anir hafa ýmis birtingarform og er mjög mismunandi hvernig þetta leggst á einstaklinga, en versta afleiðing geðraskana eru sjálfsvíg og er það m.a. okkar að reyna sporna við þeim en það getum við gert t.d. gert með því að hafa úrræði úti í samfélaginu fyrir geðfatlaða, einnig með því að opna umræðuna um mikil- vægi geðheilbrigðismála. Margir halda að þeir þurfi að hafa ein- hverja greiningu til að koma til okkar, en svo er að sjálfsögðu ekki. Við viljum einfaldlega að fólk viti af okkur og viti að það getur snúið sér til okkar ef því líður illa. Þannig má segja að við séum í eins konar forvarnar- hlutverki líka.“ Sjálfshjálparhópar Á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20 í Björginni hittist hópur Björgin í Reykjanesbæ:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.