Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 15

Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 15
Tenórinn Rúnar Þór: Rúnar Þór Guðmundsson lauk nýverið þátttöku sinni í óperrettunni Nótt í Feneyjum sem sýnd var í íslensku Operunni í Reykja- vík. Þar fór Rúnar með hlut- verk Caramelo sem var einka- ritari aðalpersónunnar í verk- inu, Party Hans. Rúnar Þór er Keflvíkingur og starfar sem smiður hjá ÍAV og hefur söngur skipað æ stærri sess í lífi hans síð- ustu misseri. Uppfærslan á Nótt í Feneyjum var nemendasýning og komu um 60-70 söngvarar í áheyrnarprufur og hlaut Rúanar eitt af fjórurn að- alhlutverkunum. „Ég hóf minn feril í Tón- listarskóla Reykjanesbæjar en hélt svo til Reykjavíkur og söng hjá Sigurði Dem- etz í Reykjavík en hann kvaddi nýverið þennan heim,“ sagði Rúnar í sam- tali við Víkurfréttir. „Nú sæki ég tíma hjá Guðbirni Guðbjörnssyni í Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar en hann er einstaklega góður söngkennari og frá- bært að hafa hann í bæj- arfélaginu,“ sagði Rúnar sem ætlar að ljúka 8. stigs prófi, burtfararprófi, frá Tónlistarskól- anum í Reykjanesbæ um næstu áramót. „Söngbakterían er orðin ansi slæm og eftir sýningarnar á Nótt í Feneyjum, sem voru mjög vel sóttar, hefur þetta bara ágerst hjá mér,“ sagði Rúnar sem er vinnandi fjölskyldufaðir. „Ég á yndislega konu sem stendur þétt við bakið á mér og gæti þetta ekki án hennar.“ Rúnar notar hvert tækifæri til þess að æfa sig og segir að vinnufélagarnir hafi bara gaman af því þegar hann sé að góla í nýbyggingunum. „Ég tók mér frí frá vinnu til þess að taka þátt í Nótt í Feneyjum og sótti því um styrki til á meðan þessu stóð. Ég vil korna á framfæri inni- legu þakklæti til Glitnis og Hitaveitu Suðurnesja og sérstakar þakkir fær Sparisjóðurinn í Kefla- vík,“ sagði Rúnar auð- mjúkur. Stefnan er eins og áður greinir sett á burtfararpróf um ára- mótin en eftir það ætlar Rúnar að meta aðstæð- urnar. „Að loknu burt- fararprófi fara margir söngnemar í einkatíma hjá nafntoguðum kenn- urum úti í heimi eða í söngnám við háskóla," sagði Rúnar að lokum. Það gæti því vel farið svo að Suðurnesjamenn myndu á næstu árum eignast enn eina rósina í litríkt hnappagat tónlist- arsögunnar. Rúnár Þór Guðmundsson lauk nýverið þátttöku sinni i óperrettunni Nótt i Fen- eyjum. Þar fór Rúnar með hlutverk Caramelo. Opnunartími yfir hátiðarnar Gámastöðvar Kölku fyrir íbúa Suðurnesja Berghólabraut 7 Skírdagur: 13.00 -19.00 Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur: 13.00 - 19.00 Páskadagur: Lokað 2. páskadagur: 13.00 - 19.00 Grindavík Skírdagur: 13.00 - 18.00 Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur: 13.00 -18.00 Páskadagur: Lokað 2. páskadagur: 13.00 - 18.00 Vogar Skírdagur: 13.00 - 18.00 Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur: Lokað Páskadagur: Lokað 2. páskadagur: 13.00 - 18.00 Móttökustöð fyrirtœkja Lokað frá skirdegi til 2. páskadags Með kveðju, starfsmenn Kölku - Við vinnum með umkverfinu! s KALKA Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Berghólabraut 7 • 230 Reykjanesbær • Sími 421 8010 • Netfang kalka@kalka.is • www.kalka.is STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGA8LAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN12. APRÍL 20061 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.