Víkurfréttir - 12.04.2006, Síða 17
iARFA HJÁ FRIÐARGÆSLULIÐI SÞ í LÍBERÍU
Allt vatn er borið á höndum enda ekkert rennandi vatn i borginni.
sjá hvarvetna, eins og þessi sundurskotni bíll ber glöggt vitni um.
Birgir og glottir út í annað við
tilhugsunina.
„Sjómennska“ í Sahara
Biggi hefur upplifað ýmislegt
í starfi sínu hjá SÞ og um tíma
var hann á þeirra vegum í Sa-
hara-eyðimörkinni.
Þar var hann í sveit sem hafði
það verkefni fylgja bílalestum
inn í eyðimörkina, sem fluttu
vistir og vatn til friðargæslu-
liðsins. Þessar ferðir gátu tekið
5 til 6 daga við mjög erfiðar
aðstæður í steikjandi hita og
stundum í sandstormum, sem
máðu út allar slóðir.
„Ég stundaði sjómennsku hér
heima á sínum tíma og þetta
minnti mann stundum á hana.
Maður var með sömu siglinga-
tækin en í staðinn fyrir að finna
' . ' IHHlil
■ I mj
Hér sést yfir hluta þeirra 1.800 ökutækja SÞ sem Birgir og hans deild hefur umsjón með.
baujur var maður að leita að
tjaldbúðum", segir Biggi.
„Við urðum mikið til að reiða
okkur á tækin því einn sand-
stormur gat breytt öllu lands-
laginu og máði út allar slóðir.
Einnig notuðum við tækin til
að sneiða fram hjá jarðsprengju-
svæðum. Það gat komið fyrir að
stærsti sandskaflinn myndaðist
einmitt í leið okkar. Við gátum
ekki sneitt framhjá vegna hættu
á jarðsprengjum heldur urðum
við að fara í gegn, hvað sem
tautaði og raulaði. Erfiðast var
að koma fyrsta farartækinu yfir
en eftir það var hægt að nota
keðjur og kaðla til að toga hin í
gegn. Þetta var oft óttalegt streð
sem tók mikinn tíma“, segir
Biggi. „Þetta er bara eins og
með innsiglinguna í Sandgerði
eða Grindavík, ef þú ert ekki
akkúrat í línunni þá lendirðu í
vandræðum“.
Vel tekið af
heimamönnum
Eins og skýrt er á heimasíðu SÞ
í Líberíu (unmil.org) er megin-
hlutverk SÞ að koma á lögum
og reglu, þjálfa her og lögreglu
og komu hlutunum í þann far-
veg að heimamenn geti tekið
alfarið við stjórninni síðar. En
hvernig taka heimamenn liði
SÞ, eru menn öryggir um líf sitt
og limi á slóðum sem þessum?
„Heimamenn taka okkur vel og
eru vingjarnlegir í okkar garð.
Það er búið að koma á góðu
jafnvægi og nokkuð friðvænlegt
um að litast í landinu. Mesta
spennan er úr sögunni og þrátt
fyrir að það búi 16 þjóðflokkar í
landinu er ekki mildð um róstur
enda hefur að mestu leiti tekist
að afvopna landsmenn", segja
þeir félagar.
Varðandi aðrar hættur segjast
þeir aðspurðir hafa að mestu
sloppið við sjúkdóma eins og
malaríu, sem er mjög skæð á
þessum slóðum, en þeir eru
búnir að fara í ófáar bólusetn-
ingarnar. Menn eru þó aldrei ör-
yggir því malarían lagði Bigga í
rúmið haustið 2003. Varð hann
all veikur að eigin sögn, en náði
blessunarlega að jafna sig.
í haust fóru fram kosningar í
landinu, þær fyrstu síðan 1997
og eru bundnar miklar vonir
við nýjan kvenforseta, Ellen
Johnson Sirleaf. Landsmenn
eru bjartsýnir á að undir hennar
stjórn takist að koma á endan-
legum friði og umbótum í land-
inu. Að sögn þeirra félaga hefur
mikill árangur náðst síðan SÞ
komu til skjalanna í Líberíu og
það gefi starfinu gildi. Að sjá
og flnna slíkan árangur sé mjög
gefandi.
Strembið á stundum
En nú eruð þið búnir að vera
í þessu lengi, kynnst afar mis-
jöfnum aðstæðum og orðið vitni
að mannlegum hörmungum á
stríðshráðum svæðum, séð af-
leiðingar stríðs, fátæktar og ör-
brigðar. Koma ekki þær stundir
að menn langi mest til að hætta
þessu og drífa sig heim?
„Jú vissulega hafa þær stundir
komið að maður hefur spurt
sjálfan sig maður sé eiginlega
að gera hérna“, segir Þórður og
hlær. Birgir tekur undir það.
„Þetta starf getur verið strembið
á köflum og stundum langar
mann mest til að vera heima á Is-
landi í öryggi og notalegheitum
“, segir Biggi og brosir.
Þeir eru sammála um að af
þeim verkefnum sem þeir hafa
verið í, sé Líbería mest gefandi.
Ekki síst vegna nálægðarinnar
og samvinnunnar við fólkið í
landinu sem tekur þeim vel
og vingjarnlega, eins og áður
sagði. Það sé ólíkt því sem gerist
sums staðar annars staðar þar
sem litið er á SÞ sem aðskota-
hlut. Það að sjá árangur og breyt-
ingar sé mjög gefandi, einnig að
finna að einstaklingsframtakið
í starfmu fái að njóta sín. Þetta
verkefni sé t.d. gjörólíkt öðrum
af sama toga, t.d. í írak þar sem
sama óöldin ríkir mánuð eftir
mánuð og engin árangur er sjá-
anlegur.
„Þrátt fyrir að starfið geti
stundum verið strembið eins
og áður sagði, þá bítur maður
á jaxlinn og heldur áfram. Þegar
maður er líka búinn að gera
starfssamning, þá klárar maður
hann. Maður er búinn að taka
að sér ákveðnar skyldur og þá
labbar maður ekki bara í burtu
þó á móti blási. Líka vegna þess
að þetta er hugsjónastarf sem
knýr mann áfram“, sögðu þeir
félagar að lokum.
Barnungir með byssur - þetta var algeng sjón í Monróvíu fyrir nokkru
en nú hefur SÞ tekist að afvopna flesta landsmenn með því að grelða
þeim fyrir vopnin.
STÆR5TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIO Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN12. APRIL 20061 17