Víkurfréttir - 12.04.2006, Page 20
STJORNMAL / REYKJANESBÆR
VIÐTAL OG MYND: ÞORGILS JÓNSSON
„Ég vona að þetta verði skemmtileg og ábyrg
kosningabarátta. Það er mikilvægt að við
munum það að allir bæjarstjórnarmenn bera
mikla ábyrgð hvort sem þeir eru í meirihluta eð
minnihluta. Við eigum öll að vera að vinna að þ\
hlutverki að byggja upp bæinn okkar og benda
á þá kosti sem hann hefur umfram aðra sem vii
erum í samkeppni við,“ segir Böðvar Jónsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í viðtali við
Víkurfréttir í aðdraganda bæjarstjórnarkosning;
MEÐFYLGJANDI VIÐTAL VIÐ BOÐVAR JONSSOI
VAR TEKIÐ SEM SJÓNVARPSVIÐTAL OG ER
BIRT í HEILD SINNIÁ VEF VÍKURFRÉTTA.
SJÓNVARPSVIÐTALIÐ ER UM 20 MÍNÚTUR OG
MÁ NÁLGAST Á VF.IS UNDIR STJÓRNMÁL.
■ Hvernig lýst þér á kom-
andi kosningabaráttu i
Ijósi þess að nú eru aðeins
tveir listar komnir fram
sem berjast um völdin?
Þaö eru bara tveir listar ennþá
en það eru ef til vill fleiri sem
eru að kanna framboð, en mér
líst vel á að það séu skýrir
valkostir fyrir kjósendur.
■ Hver verða stærstu kosn-
ingamálin i vor að þínu mati?
Ég held að það hljóti að snúast
um það hvort menn vilji áfram
þá sókn og þann kraft sem
hafa verið í okkar sveitarfélagi
á síðustu fjórum árum. Við
sjálfstæðismenn viljum halda
áfram þeirri uppbyggingu sem
við höfum verið í og halda
Reykjanesbæ í hópi öflugustu
sveitarfélaga landsins eins og
við höfum verið að minnsta kosti
síðasta kjörtímabil. Þetta er stóra
málið, en menn eiga örugglega
eftir að takast á um einstök
útfærsluatriði varðandi málefni
eldri borgara eða leikskóla og
svo framvegis, en þau hljóta
að koma fram í stefnuskrám
flokkanna þegar þær birtast.
■ Hversvegna ætti hinn
almenni borgari að kjósa
ykkur fremur en A-listann?
Ég held að við höfum sýnt á
síðustu fjórum árum hvað við
höfum verið að gera. Við settum
það skýrt fram að við vildum
breyta viðhorfi landsmanna til
okkar samfélags. Við lögðum
það skýrt fram í síðustu kosn-
ingum að við vildum gera Reykja-
nesbæ að eftirsóknarverðum
kosti fyrir fólk sem er að leita
sér að búsetu utan höfuðborg-
arsvæðisins til frambúðar.
Stóru málin á næsta kjörtímabili
eru í raun að fylgja eftir þessum
verkefnum. Við setjum fjölskyld-
una fram sem stórt mál. Þar má
nefna uppbyggingu leikskóla og
grunnskólanna, menntamálin
og íbúðahverfin sem og svæði
eldri borgara sem nú er að fara
í gang á Nesvöllum við Stapa.
Þar má líka nefna menningarlífið
sem við erum einmitt að byggja
upp í kringum Stapann, með við-
byggingu þess húss og flutningi
tónlistarskólans þangað. Svo er
það íþróttabærinn Reykjanesbær
sem við erum að byggja upp.
Því segi ég að ef menn vilja
halda áfram að sækja fram með
þeim hætti sem við höfum verið
að gera sé ég ekki ástæðu fyir
fólk til að skipta um áhöfn.
■ Hver voru stóru málin á
því kjörtímabiii sem er að liða
og hvernig munu þau skila
sér inn í kosningabaráttuna?
Stærstu málin voru umhverf-
ismál og skólamál. Það urðu
miklar breytingar í umhverfi
Hafnargötunnar sem var öll
tekin í gegn. Einnig á Fitjunum
og því svæði við innkomuna
í bæinn. Þetta hafði þau áhrif
að fólk fór að líta okkar sveit-
arfélag bjartari augum.
Það er hins vegar ekki nóg að
bjóða upp á fallegt umhverfi
heldur verður að vera í lagi með
samfélagið. Viö erum búin að
byggja ofan á það sem var búið
að gera. Á kjörtímabilinu 1998-
2002 lögðum við til dæmis gríð-
arlega peninga í skólamálin og
uppbyggingu skólanna. Á þessu
kjörtímabili höfum við svo verið
að bæta innra starf skólanna. Við
höfum komið fram með ýmsar
nýjungar og breytingar á kennslu-
háttum og ég held að þaö sé óum-
deilt að meðal skólasamfélagsins
er oft litið til Reykjanesbæjar sem
fyrirmyndar í alls konar þróunar-
verkefnum innan skólanna. Mann-
gildissjóður var einmitt settur
fram í þessum tilgangi svo hægt
væri að sækja í hann peninga til
að vinna að þróunarverkefnum.
Sama er með frístundaskól-
ann sem er sérstakt mál sem
sveitarstjórnarmenn víða um
land hafa skoðað. Þetta var eitt
stærsta málið sem við settum
fram fyrir síðustu kosningar
og fjölmargir sögðu við okkur
á vinnustaðafundum að þetta
væri ekki hægt. Við réðumst
hins vegar í þetta verkefni og
það hefur tekist gríðarlega vel.
Ég vona að menn sjái það að
við höfum fylgt vel eftir málefna-
skrá sem við settum fram fyrir
kosningarnar 2002. Við höfum
gert það sem viö lögðum upp
með í þeirri kosningabaráttu
og þannig fært orð í efndir.
■ Er eitthvað til í þeim
orðrómi að Sjálfstæðismenn
hyggist selja hlut sinn i
Hitaveitu Suðurnesja?
Það er algjörlega rangt og við
höfum margoft svarað því í bæjar-
stjórn að það standi ekki til. Við
settum það skýrt fram fyrir síð-
ustu kosningar að við myndum
standa vörð um hlut okkar í
Hitaveitunni og munum væntan-
lega gera það aftur í kosningabar-
áttunni nú til að undirstrika það.
Þegar Álftanes seldi sinn hlut nú
fyir skömmu óskaði Reykjanes-
bær eftir því aö kaupa eins mikið
af hlutabréfum og falt væri. Og
við höfum sagt það sama núna í
umræðunni um hlutabréf ríkisins.
Við viljum tryggja okkar stöðu og
tryggja okkur eignarhluta á hluta
ríkisins ef hann verður seldur.
■ Hverju svarið þið gagn-
rýni á fjármálastjórn bæj-
arins undir ykkar stjórn?
Ég verð að játa að ég skil ekki
alltaf gagnrýni minnihlutans í
þeim efnum. Ég myndi svara því
þannig að eiginfjárstaða Reykja-
nesbæjar hefur batnað á þessu
kjörtímabili, sem þýðir að eignir
hafa vaxið umfram skuldir. Það er
algerlega í andstöðu við það sem
margir af okkar andstæðingum
eru ítrekað að halda fram að
það sé búið að selja allar eignir
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
20 IVIKURFRÉTTIR : 15. TÖLUBLAÐ : 27. ÁRGANCUR