Víkurfréttir - 12.04.2006, Side 24
ÍÞRÓTTIR í BOÐI
LANDSBANKANS
riggja ára sigurgöngu
Keflavíkur í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik er
nú lokið. Valur Ingimundar-
son og leikmenn hans frá Borg-
arnesi báru sigurorð af Kefla-
vík 80-84 í oddaleik liðanna
s.l. flmmtudag.
Lokamínútur leiksins voru há-
dramatískar þar sem Arnar
Freyr Jónsson fékk dæmda á sig
tæknivillu sem hafði afdrifarík
áhrif. Þegar um 30 sekúndur
voru til leiksloka braut Arnar
Freyr á George Byrd og fékk
villu fyrir vikið. Staðan var þá
80-80 en svo kom reiðarslagið
þegar Rögnvaldur Hreiðarsson,
annar dómara leiksins, dæmdi
tæknivillu á Arnar Frey. Þá var
staðan 80-80 og fjögur vítaskot
framundan hjá Skallagrím og
þeir fengu boltann aftur. Byrd
brenndi af fyrstu vítunum en
Pétur Már kom Skallagrím í 80-
82 og Jovan Zdravevski gerði
sigurkörfu leiksins þegar um 6
sekúndur voru til leiksloka og
það dugði Skallagrím til sigurs.
Mikið hefur verið rætt um þetta
örlagaríka tæknivíti sem byggt
var á þessurn orðum: „Ertu að
grínast?" Að sögn Arnars Freys
Jónssonar voru þessi afdrifa-
ríku orð ekki sprottin af reiði
eða ögrandi á nokkurn hátt í
garð dómarans. „Ég sagði þetta
á leið minni á bekkinn og gerði
það í rólegheitum. Ég hafði ekki
fengið eina einustu aðvörun
fram að þessu,“ sagði Arnar
Freyr í samtali við Víkurfréttir
og var hann, eins og gefur að
skilja, mjög vonsvikinn. „Þú
dæmir ekki tæknivillu þegar
30 sekúndur eru eftir af svona
leik,“ sagði Arnar. „Það var búið
að setja fordæmi í leiknum og
leikmenn höfðu verið að rífast
allan tímann og ekkert dæmt.
Ég var ekkert svekktur út í vill-
una sem ég fékk sem var mín
fimmta villa og sagði þetta mjög
sakleysislega," sagði Arnar
Freyr og minnti réttilega á að
körfubolti er leikur sem á að
hafa gaman af og að hann væri
búinn að jafna sig á öllu saman
og horfði björtum augum fram
á veginn.
VF-sport
molar
Útisigur hjá Bayreuth
LOGI Gunnarsson gerði
10 stig og tók 3 fráköst
er Bayreuth lagði USC
Freiburg 71-78 á útivelli í
suðurriðli þýsku 2. deildar
síðasta laugardag. Bayreuth
er í 6. sæti deildarinnar með
16 sigra og 11 tapleiki.
GAIS tapar
JÓHANN B. Guðmundsson
og félagar hans í sænska
knattspyrnuliðinu GAIS
urðu að játa sig sigraða
1-0 gegn Helsingborg á
sunnudag. Jóhann var í
byrjunarliði GAIS og lék
allan leikinn.
Sindri vann Njarðvík
NJARÐVÍKINGAR mættu
Sindra s.l. laugardag í deild-
arbikarnum í knattspyrnu
og lutu þá í gras 1-0. Njarð-
víkingar eru í 5. sæti í 2. riðli
B deildar í deildarbikarnum
með einn sigurleik og tvo
tapleiki en markatalan er
8:2 þar sem Njarðvíkingar
burstuðu Huginn 8:0 fyrir
skemmstu. Næsti leikur
Njarðvíkinga er gegn Stjörn-
unni á morgun kl. 20:00 á
Stjörnuvelli í Garðabæ.
Sreyndist Keflavik
rSíída er hún
JiJ'Maríu og Köru
mynd.
UMFG heldur
til Tyrklands
Knattspyrnulið Grinda-
víkur heldur í dag til
Tyrklands í 10 daga æf-
ingaferð. Gengi liðsins í deild-
arbikarnum var nokkuð brös-
ugt en liðið vann aðeins einn
leik af sjö, gerði 3 jafntefli og
tapaði 3 leikjum.
Eysteinn Húni Hauksson, leik-
maður Grindavíkurliðsins, sagði
gengi liðsins dapurt í deildarbik-
arnurn undanfarin ár en að það
hafi sýnt sig að engin bein teng-
ing væri á rnilli árangurs í deild-
arbikarnum og íslandsmótinu.
„Það er engin ástæða til að hafa
áhyggjur en þó er hægt að segja
að liðið geti miklu betur en
það hefur verið að sýna í öllum
keppnum undanfarin ár. Það
hefur ekki verið fyrr en liðið er
komið með bakið upp við vegg
að menn bretti upp ermar og
sýni hvað í þeim býr,“ sagði Ey-
steinn í samtali við Víkurfréttir.
Aðspurður um komandi leik-
tíð í sumar sagði Eysteinn að
þegar hann horfði til íeikmanna-
hópsins og þjálfaranna þá væri
tilfinningin góð. „Það er fagn-
aðarefni fyrir okkur að Ray og
Orri eru komnir á fullt að nýju
eftir méiðsli, við munum leika
nokkra æflngaleiki í Tyrklandi
og þjappa hópnum vel saman
úti,“ sagði Eysteinn. Grind-
víkingar hafa verið nokkuð
óheppnir með meiðsli en Ey-
steinn sagði að ef Grindvíkingar
næðu að stýra frá þeim í sumar
þá væri liðið með sterkan 18
manna hóp. Landsbankadeildin
hefst þann 14. maí n.k. á heilli
umferð þar sem Grindvíkingar
mæta ÍA á heimavelli. Grindavík
lauk keppni í 7. sæti á síðustu
leiktíð með 18 stig en Fram og
Þróttur Reykjavík féllu í 1. deild.
Haukar eru Islands-
meistarar í kvenna-
körfuknattleik tíma-
bilið 2005-2006 eftir 3-0 sigur
á Keflavík. Haukar burstuðu
fyrsta leik liðanna en næstu
tveir voru frábær skemmtun
þó Islandsmeistarar síðustu
þriggja ára hefðu þurft að láta
frá sér titilinn.
I þriðja og síðasta leik liðanna,
sem fram fór að Ásvöllum í
Hafnarfirði, var spennan mikil
og skiptust liðin á því að hafa
forystu. Haukar mættu grimmar
til leiks og komust í 33-20 en
Keflavík minnkaði muninn í
47-43 fyrir leikhlé. I þriðja leik-
hluta voru það Margrét Kara
Sturludóttir og Birna Valgarðs-
dóttir sem stóðu fyrir góðu
áhlaupi Keflavíkur sem hafði
yfir 59-62 fyrir síðasta leiklrlut-
ann. í fjórða Ieikhluta skiptust
liðin á forystunni en hið unga
og efnilega lið Hauka gerði sér
lítið fyrir og kláraði leikinn 81-
77. „Við vorum að spila nokkuð
vel og það var grátlegt að fá
ekki meira út úr þessum síðasta
leik,“ sagði Sverrir Þór Sverris-
son, þjálfari Keflavíkur, í samtali
við Víkurfréttir. „Það vantaði
upp á sjálfstraustið hjá okkur í
sókninni undir lokin til þess að
klára þennan leik og við vorurn
að missta boltann klaufalega á
stundum en þetta bara datt ekki
okkar megin,“ sagði Sverrir að
lokum.
mrirTTTTfi
i *
Haukar íslandsmeistarar
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU •www.vf.is- LESTU MÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!
24 IVÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASlÐUR