Víkurfréttir - 12.04.2006, Qupperneq 27
Aðsent efni: postur@vf.is
Sigríður Jóna Jóhannesdóttir skrifar:
Sundlaugar í Reykjanesbæ
í Njarðvíkurkirkju skírdag kl. 20.00
Fram koma: Gospellcór Suðurnesja og
Gospel Invasion Group frá Krossinum.
UPpbygging Íþrótta-
mannvirkja í Reykja-
nesbæ hefur verið
mikil á und-
an förn um
árum sam-
hliða fjölgun
í b ú a o g
miklum fram-
kvæmdum í
nýjum íbúa-
hverf um í
Innri Njarðvík.
í næsta áfanga Akurskóla er
gert ráð fyrir íþróttamiðstöð
þ.e. íþróttasal og sundlaug. Með
hliðsjón af annarri uppbyggingu
íþróttamannvirkja í bænum s.s.
50 m innisundlaug og vatna-
garðs auk áframhaldandi rekst-
urs Sundhallarinnar hefur verið
tekin sú ákvörðun að stærð Ak-
urskólasundlaugar verði 16 og
2/3m líkt og í gömlu Sundhöll-
inni en til samanburðar má jafn-
framt nefna að Heiðarskólalaug
er 8 m xl2.5 m.
Ný 50m innisundlaug og vatna-
garður verður opnuð á vor-
dögum og ákveðið hefur verið
að fresta lokun Sundhallarinnar
a.m.k. þar til Akurskólalaugin
verður tilbúin. Þannig er komið
til móts við þarfir yngsta sund-
fólksins og mætt óskum um
aukna tíma vegna sundleikfimi
eldri borgara.
Við ákvörðun um skipulag og
stærð Akurskóla var hönnun
Heiðarskóla höfð til hliðsjónar,
en tekið tillit til ábendinga kenn-
ara og annars starfsfólks skólans
um það sem betur mætti fara. I
framhaldi var ákveðið að lengja
Akurskólalaugina upp í 16 og
2/3m, stækka íþróttasalinn og
fjölga búningsherbergjum.
Með tilkomu nýrrar innisund-
laugar og Akurskólalaugar verða
eftirtaldar sundlaugar í bæjarfé-
laginu:
1. Heiðarskólalaug ( 8 x 12,5)
2. Sundhöllin ( 7 xl6 og 2/3 )
3. Njarðvíkurlaug ( 8 x 12,5)
4. Útilaug Sundmiðstöðvarinnar
við Sunnubraut (12.5 x 25) +
barnalaug
5. 50m innilaug ( sem er í raun
2 x 25 metra laugar því hægt
verður að skipta lauginni með
milliþili. Stærð alls 15.5 x 50)
Að auki verður þar yfirbyggður
vatnsleikjagarður
6. Akurskólalaug (8x16 2/3)
Það hefur verið metnaður okkar
í Reykjanesbæ að búa vel að
sundfólkinu okkar ásamt því að
bjóða almenningi góðar sund-
laugar og svo mun verða áfram.
Til að auðvelda fólki að komast
á milli staða hefur ekkert gjald
verið tekið í strætó og til að
hvetja yngri kynslóðina til auk-
innar sundiðkunar fá öll börn
sem búa í Reykjanesbæ frítt í
sund til 16 ára aldurs. Einnig
tel ég nauðsynlegt að auka þjón-
ustu við nýju hverfin með stræt-
óferðum um helgar eftir því sem
ný hverfi byggjast upp.
Þegar næstu hverfi rísa austan
Tjarnahverfis (Dalshverfi/
Stapahverfi) er gert ráð fyrir
sérstökum þjónustukjörnum,
leik- og grunnskólabyggingum,
íþróttasvæði ásamt íþróttabygg-
ingum og útivist.
Margir íbúar hafa látið í ljós
þá skoðun að við Akurskóla
eigi að vera 25 metra innilaug.
Staðreyndin er sú að ekkert
sveitarfélag af svipaðri stærð og
Reykjanesbær rekur jafnmargar
sundlaugar og þar af leiðandi
ekki talið rétt að fara í svo stóra
framkvæmd að svo stöddu.
Hinsvegar með tilkomu nýrra
hverfa hlýtur að koma sterklega
til greina að stærri laug verði
byggð í tengslum við þjónustu-
kjarna Stapahverfis.
Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
Bœjarfulltrúi Sjálf-
stœðisflokksins
HörðurGuðbrandsson skrifar:
Heilsugæslumál í Grindavík
Opið bréf til þeirra sem málið varðar
Sú þjónusta sem heilsu-
gæslustöðin í Grindavík
á að sinna er vægast sagt
ekki boðleg.
Það skal þó
tekið fram
að ekki er
við starfsfólk
stöðvarinnar
að sakast,
sem vinn ur
sitt starf
með miklum ágætum. Stöðin
er undirmönnuð sem þýðir
að ekki er hægt að sinna því
fólki sem þangað leitar með
kvilla sína. Dæmi er um allt
að viku bið til að fá tíma hjá
lækni og það segir sig sjálft að
fæstir geta beðið í viku eftir
úrlausn sinna mála. Fjöidinn
allur af Grindvíkingum leitar
því til læknamiðstöðvanna í
Kópavogi eða næturvakt HSS í
Reykjanesbæ með tilheyrandi
fyrirhöfn og kostnaði.
Búið er að sýna stjórnendum
HSS mikið langlundargeð í
því að koma þjónustinni í lag
í Grindavík. Bæjaryfirvöld í
Grindavík hafa átt fjölmarga
fundi með stjórnendum HSS til
að þrýsta á betri þjónustu en ég
held að útséð sé um að það ger-
ist með núverandi stjórnendum.
Þá hafa bæjaryfirvöld í Grinda-
vík óskað eftir því að fá að reka
heilsugæsluna hjá Jóni Kristjáns-
syni fyrrverandi helbrigðisráð-
herra sem vísaði því frá sér eftir
að hafa legið á málinu í tvö ár.
Bæjaryfirvöld hafa pantað tíma
hjá nýjum heilbrigðisráðherra
Siv Friðleifsdóttur og vonandi
tekur hún betur í hugmyndir
okkar.
Því hlýtur það að vera krafa
Grindvíkinga að þeir fái sjálfír
að sjá um rekstur heilsugæsl-
unnar og húkrunardeildarinnar
í Víðihlíð með rekstraframlagi
hjá ríkinu. Þetta er gert bæði
á Akureyri og í Höfn í Horna-
firði með góðu árangri einsog
bæjastjórar þeirra hafa lýst yfir
opinberlega.
Kveðja Hörður Guðbrands-
son,forseti bœjarstjórnar
Grindavtkur og skipar 3
sœti S-listans í Grindavtk.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGIÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Aðgangur ókeypis
Hvítasunnukirkjan
VINNUEFTIRLITIÐ
— Grófinni 17a - 230 Reykjanesbæ - Sími 421 1002
Fax 421 4972 - www.vinnueftirlit.is
Frumnámskeið
Haldið verður Frumnámskeið íyrir lyftara og
minni jarðvinnuvélar 25., 26. og 28. apríl n.k.
(eitt námskeið).
Þátttaka tilkynnist á skrifstofuna
Grófinni 17a Keflavík eða í síma 421 1002.
Skrifstofan er opin alla virka daga
frákl. 8.15-12.00,
einnig mánudaga og fimmtudaga 13-16.
Fundarboð
Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nógrennis ver&ur haldinn ó
Víkinni að Hafnargötu 80 Keflavík, þriSju-
daginn 25. apríl n.k. klukkan 20.00.
Dagskrá.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs.
3. Onnur mál.
Kaffiveitingar verða á fundinnum.
Félagar fjölmennum!
Stjórnin Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
VIKURFRETTIR MIÐVIKUDAGURINN12. APRIL 20061 27