Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 12.04.2006, Qupperneq 30
Sveindís Valdimarsdóttir skrifar: Atvinnumál eru mál málanna VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Isíðasta tlb.Víkurfrétta skrifaði ég um mikilvægi þess að efla heilbrigðis- þjónustuna á svæðinu til að tryggja öryggi íbúa svæðis- ins og á sama tíma skapa atvinnu fyrir fjöl marga. Það dugar þó skammt til að mæta þeim breytingum sem framundan eru. Atvinnuuppbygging og atvinnuþróun Nauðsynlegt er að Markaðs- og atvinnuskrifstofan verði endur- vakin í formi Nýsköpunarskrif- stofu sem hafi það verkefni að þölga atvinnutækifærum á svæð- inu auk þess að vinna að því að auka fjölbreytnina í atvinnulíf- inu með því að yfirfara þá mögu- leika sem svæðið býr yfir. Víst er að fjölmörg tækifæri skapast á þeim breytingartímum sem nú fara í hönd, tækifæri sem við Suðurnesjamenn getum nýtt okkur. Einnig er mikilvægt að fá úr því skorið hvernig viðskilnaður Bandaríkjamanna gengur fyrir sig og hver örlög bygginga og annarar aðstöðu verða á Kefla- víkurflugvelli. I svæðinu felast gríðarlegir möguleikar m.a. til menntunar og atvinnuþróunar. Starfsmenntun hefur átt undir högg að sækja og tímabært er að bæta aðstöðu þeirrar teg- undar menntunar. Þá er mjög viðeigandi að skoða það hvort öll menntun sem tengist flug- þjónustu getur ekki færst á þetta svæði. Hugmyndir hafa verið uppi um kvikmyndaver sem hlegið var að fyrir örfáum árum en nú erum við með Latabæ í næsta bæjarfélagi. Þá hefur herminjasafn verið ein af hugmyndunum sem skotið hafa upp kollinum og er sú hugmynd ekki verri en margar aðrar. Tímabil þessa svæðis spannar yfir hálfa öld þ.á.m. tímbil kalda stríðsins, sem er staðreynd í sög- unni og við vorum jú staðsett á milli þessara tveggja stóru heimsvelda og þóttum mikilvæg og merkileg fyrir þeirra hluta sakir. Fjölbreytni í atvinnustarfsemi Varasamt er þó að einblína á ákveðnar greinar en nauðsyn- legt að skapa aðstæður íyrir þá atvinnustarfsemi sem menn eru tilbúnir að fara af stað með á svæðinu. Við höfum lagt heil- mikinn kostnað í uppbyggingu Helguvíkursvæðisins, sem því miður hefur ekki nýst þeirri atvinnustarfsemi sem var á áætlun s.s. stálpípuverksmiðju. En þarna eru gríðarlega góðar aðstæður til atvinnuuppbygg- ingar og bærinn þarf að koma til móts við þá sem vilja koma með hugmyndir sína og fyrir- tæki inn í bæinn. Það getum við gert m.a. í formi lægri skatta í ákveðinn tíma á meðan fyrir- tæki eru að fóta sig og komast yfir erfiðasta tímabilið hvað snertir fjármagnsgjöld og stofn- kostnað. Þá þurfum við sem bæjarfélag og íbúar svæðisins að versla vörur og þjónustu í bæj- arfélaginu og það skiptir miklu máli að heimamenn fái tækifæri umfram aðra. Umhverfis- og atvinnumál Það er vart hægt að tala um Helguvíkursvæðið án þess að minnast á olíutankana sem nú fara brátt að missa hlutverk sitt fyrir herinn. Það hlýtur að verða mikill hagur að því að þessir tankar nýtist olíufyrir- tækjum og að öll olía fari sjó- leiðina í stað þess að fara Reykja- nesbrautina. Hér er bæði um brýnt umhverfis- og atvinnumál að ræða. 1 málefnavinnu A-listans hafa margar áhugaverðar hug- myndir skotið upp kollinum í atvinnumálum, X við A á kjör- dag tryggir að þær hugmyndir og fleiri geti stuðlað að öflugra og fjölbreyttara atvinnulífi í bænum okkar. Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi. Skipar 3.sœti á A-listanunum Álver í Helguvík að hefur komið okkur Suðurnesja- mönnum í opna skjöldu hversu fljótt það gerist að herinn hverfur af landi brott. Við brottför hersins missir fjöldi Suðurnesja- manna vinnu sína eða 600 til 800 manns. Auk þess munu óbein áhrif þýða að enn fleiri missa ýmsa þjónustu og verslun við varnarliðið svo sem veitingastaðir, orkuveitur, sorphirða og ýmis verktakaþjónusta, svo eitthvað sé nefnt, þannig að áhrifin verða meiri en margan grunar. Til að fólk á Suðurnesjum verði fyrir sem minnstum skakkaföllum þarf að bregðast fljótt við. Tryggja þarf að fólk komist sem fyrst í störf sem eru varanleg þannig að búseta verði áfram fýsileg hér á Suðurnesjum. Þar er nærtækast að byggja álver í Helguvík. Álverið sem eigendur Norðuráls eru tilbúnir að byggja í Helguvík gæti jafnvel hafið starfrækslu strax árið 2009 ef stjórn- völd hraða leyfisveitingum eins og kostur er og ef strax er hafist handa við orkuöflun. Álver í Helgu- vík gæti skapað hundruð starfa strax á næsta ári við uppbyggingu þess og fullbúið gæti það skaffað samtaka nú! um 400 manns atvinnu beint auk þess sem gera má ráð fyrir um 600 afleiddum störfum. Álver er það eina sem við blasir. Annað er ekki í sjónmáli fyrir jafnmörg störf. Nú þurfum við Suðurnesjamenn að snúa bökum saman og gera þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi að ráðist verði strax í uppbyggingu álvers í Helguvík. Það er eina áþreifanlega lausnin á þeim vanda sem atvinnlífið á Suðurnesjum stendur frammi fyrir í dag því ekkert annað er innan seil- ingar. Það dugar ekki lengur að segja við okkur Suðurnesjamenn “Þið hafið herinn”. Verið er að koma á fót samtökum fólks sem vill berjast fyrir bættu atvinnulífi á Suðunesjum þar sem sett er á oddinn að byggt verði Álver í Helguvík. Undirskriftasöfnun mun hefjast innan tíðar og eru allir áhugamenn um álver í Helguvík hvattir til þátttöku. Samtaka nú Suðurnesjamenn um að krefjast ál- vers í Helguvík! Bjarni Scemundsson, Vélsmiður Gunnar Þórarinsson, Viðskiptajrœðingur Þórður Karlsson, Öryggisfulltrúi Eysteinn Jónsson skrifar: Oflugt atvinnulíf er undirstaða alls • • Oflugt atvinnulíf er und- irstaða velmegunar og lífsgæða í hverju sam- félagi. Hlut- verk stjórn- málanna er að skapa lífi skilyrði til vaxtar og ný- sköpunar, en kjölfesta hvers samfélags er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf með mörgum vel launuðum störfum. A-listinn leggur sér- staka áherslu á þróun atvinnu- mála á Suðurnesjum til fram- tíðar. Atvinnuleysi er böl sem koma verður í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum og hafa fræðslu-, heilbrigðis- og félags- kerfi hlutverkum að gegna við að hjálpa fólki til sjálfsbjargar. A-listinn sættir sig ekki við að fólk lokist inni í fátæktar- gildrum sem tengjast oft at- vinnuleysi eða missir atvinnu. Fræðslukerfi okkar verður að hafa m.a. það hlutverk að auð- velda fólki aðlögun að breyt- ingum í atvinnulífi og að efla fólk til árangurs og frama á starfsferli. Meðal helstu áherslna A-listans eru: * Nýsköpunarskrif- stofa Reykjaness * Fjölbreyttara atvinnu- lífogfleiri störf * Tilfœrslu verkefnafrá ríki til sveitafélaga *Aukið nátnsframboð á háskóla- stigi og iðnnám tilframtíðar * Flutningfyrirtcekja og stofnanna inn á svæðið * Fleiri betur launuð störf Stefnuskrá A-listans í atvinnu- málum í heild sinni er kynnt á heimasíðu A-listans, www.xa.is. Stefnan mótuð fyrir opnum tjöldum A-listinn hefur mótað stefnu sína í atvinnumálum á Suður- nesjum fyrir opnum tjöldum og boðið öllum íbúum Reykja- nesbæjar til þátttöku. Málefna- fundirnir voru auglýstir sérstak- Brynja Lind kosningastjóri A-listinn í Reykjanesbæ hefur ráðið Brynju Lind Sævarsdóttur formann Félags ungra framsóknarmanna sem kosningastjóra framboðsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 27. maí n.k. Hún hefur þegar hafið störf á skrifstofu A-listans að Hafnargötu 62 (Glóðinni) þaðan sem baráttunni verður stjórnað. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 17:00-22:00 og laugardaga frá 10:00-12:00. Allir íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að líta við í kaffi og veitingar. Georg Brynjarsson kosningastjóri Georg Brynjarsson hefur verið ráðinn kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ fyrir komandi bæjarstjórnarkosn- ingar. Georg er fyrrverandi formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna og situr I stjórn Sjálfstæðisfélags- ins í Keflavík. Þá gengdi hann stöðu kosningstjóra í Reykjanesbæ fyrir alþingiskosningarnar 2003.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.