Víkurfréttir - 24.05.2006, Side 6
Skoðanakönnun fyrir Ríkisútvarpið í Reykjanesbæ
ii Víkingur Skúlnson
Úðum gegn roðamaur og
óþrifum á plöntum.
Eyðum illgresi úr grasflötum.
Leiðandi þjónusta.
Úðum samdægurs ef óskað er
Wt og ef veður leyfir.
UPP
Upplýsingar í símum
_§2i 4454, 822 3577
og 4211199
úðun
Sturlaugur Ólafsson
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn
30. maí kl. 20:30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13
í Keflavík.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
A-listinn minnkar muninn en
meirihlutinn þó enn öruggur
A-listi bætir við sig
10% á meðan D-listi
tapar 16% frá síðustu
könnun. Nánast óbreytt hjá
hinum. 77% vilja Árna sem
bæjarstjóra.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja-
nesbæ fengi 57,5% fylgi og sjö
bæjarfulltrúa í bæjarstjórnar-
kosningum um helgina sam-
kvæmt skoðanakönnun Gallup
sem framkvæmd var íyrir RÚV
og birt í gærkvöldi. Fylgi flokks-
ins dregst saman um 16% frá
könnun Víkurfrétta í síðustu
viku.
A-listinn bætir við sig manni
frá síðustu könnun og fengi skv.
Gallup/Rúv könnuninni 32,1 %
fylgi og á ellefta mann inn í bæj-
arstjórn sem er Ólafur Thorder-
sen. Næstur inn í bæjarstjórn
er 8. maður Sjálfstæðisflokks-
ins en það er Guðný Ester Að-
alsteinsdóttir. Vinstri Grænir,
Frjálslyndir og Reykjanesbæj-
arlistinn ná ekki manni inn í
bæjarstjórn samkvæmt þessari
könnun en fylgi V-lista mældist
6,4%, fylgi F-lista mældist 3,1%
og R-listi fékk 0,9% atkvæða.
Vinstri Grænir og Frjálslyndir
bæta lítillega við sig frá könnun
Víkurfrétta.
Úrtak könnunar Ríkisútvarps-
ins var 1000 manna tilviljunar-
úrtak þar sem svarhlutfall var
58,3%. Þar af voru 91,4% sem
tóku afstöðu í könnuninni og
ætluðu 5,9 % að skila auðu en
tæplega 6% voru óákveðin um
hvað þau ætluðu að kjósa. Það
virðist því ekki vera stór hópur
óákveðinna kjósenda í Reykja-
nesbæ sem er talsverð breyting
frá síðustu kosningum.
Þegar nánar er rýnt í fylgi
flokkanna kemur ýmislegt at-
hyglisvert í ljós. Þeir sem kusu
Framsóknarflokkinn í síðustu
kosningum virðast afhuga því
að kjósa A-listann þrátt fyrir
að flokkurinn sé nú undir
merkjum hans. Einungis 49%
þeirra sem kusu B-listann 2002
ætla að kjósa A-listann nú
en 37% ætla að kjósa D-lista.
Einnig vekur athygli að tæp 10%
þeirra sem kusu framsókn 2002
treysta Vinstri Grænum fyrir
atkvæði sínu í ár. Samfylkingar-
og sjálfstæðismenn eru tryggari
sínum flokkum frá 2002 og ætla
86% sjálfstæðismanna að kjósa
flokkinn að nýju og 75% sam-
fylkingarmanna ætla að kjósa
Á- listann.
Þegar spurt var hvaða bæjar-
stjóra fólk vildi fá í Reykjanesbæ
vildu 79,9% hafa Árna Sigfússon
áfram sem bæjarstjóra en 15,7%
vildu sjá Reyni Valbergsson í
stöðu bæjarstjóra.
TILSIGURS
íbúar Sandgerðisbæjar.
Við stuðningsmenn D-lista Sjálfstæðisfélagsins í Sandgerðisbæ
skorum á kjósendur að styðja Reyni Þór Ragnarsson sem skipar
baráttusæti listans til setu í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili.
Kjósum D-lista og tryggjum listanum góða kosningu.
Reynsla er grunnur að velgengni í störfum fyrir bæjarbúa
en Reynir leggur áherslu á:
• Atvinnumál.
• íþrótta- og æskulýðsmál.
• Umhverfismál.
Góð þátttaka og stuðningur tryggir
D-lista í meirihluta á næsta kjörtímabili.
VÍKURFRÉTTIR Á NETfNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
6
VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR