Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Side 26

Víkurfréttir - 24.05.2006, Side 26
LANDSBANKA DEILDIN 16. maí 19:15 Fylkir-Keflavík 0-2 23. mai 19:15 Keflavík-Breiðablik 30. maí 19:15 KR-Keflavík 7. júní 19:15 Stjarnan-Keflavík 14. júní 19:15 Keflavík-FH 22. júní 19:15 Valur-Keflavík 26. júni 19:15 Keflavík-Þór/KA 4. júlí 19:15 Keflavík-Fylkir 11. júlí 19:15 Breiðablik-Keflavík 25. júlí 19:15 Kefiavík-KR 2. ágú. 19:15 Keflavík-Stjarnan 11. ágú. 19:15 FH-Keflavík 30. ágú. 18:30 Keflavík-Valur 3. sep. 14:00 Þór/KA-Keflavík Umsjón: Þorgils Jónsson Jón Björn Ólafsson Hilmar Bragi Bárðarson KEFLAVÍK ÓP Gunnlaugur Kárason, þjálfari, spáir í spilin: Leikmenn Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Guðný Petrína Þórðardóttir Lilja íris Gunnarsdóttir Ólöf Helga Pálsdóttir Inga Lára Jónsdóttir Nína Ósk Kristinsdóttir Thelma Dögg Þorvaldsdóttir Vesna Smiljkovic Danka Podovac Karen Penglase Linda O’Donnell Donna Cheyne Elísabet Ester Sævarsdóttir Kristín Lind Magnúsdóttir Karen Herjólfsdóttir Ingey Arna Sigurðardóttir Eva Kristinsdóttir Birna Aðalsteinsdóttir Sonja Sverrisdóttir Anna Rún Jóhannsdóttir Karen Sævarsdóttir Hildur Guðmundsdóttir Möguleikar liðsins eru ágætir við ætlum okkur að vera í barátt- unni um 4. sætið í deildinni, það finnst mér mjög raunhæft markmið. Það gæti nú alveg gerst að við endum ofar, ef að allt gengi upp og við myndum sleppa við meiðsli í sumar. Styrkurinn okkar er sterk sókn og gott framboð á miðju og sóknarmönnum en okkar helsti veikleiki er lítill hópur og sára- fáir varnarmenn, það sést best á því að ntiðverðir okkar eru ekki varnarmenn þó svo að góðir leikmenn eigi að geta spilað alls- staðar. En kjarninn í liðinu þ.e. 11-13 stelpur eru búnar að æfa vel og vonandi verður heppnin með okkur og við sleppum við öll meiðsli. Þá gætum við kannski komið á óvart, hver veit? Vitaskuld var frekar erfitt að taka við liðinu svona stuttu fyrir mót en ég held að þetta hafi gengið ágætlega, það tekur auð- vitað smátíma að ég þekki inná stelpurnar og þær inná mig. Ég er að reyna að sjá hvaða staða hentar hverjum en það tekur alltaf nokkra leiki. Mér líst mjög vel á þetta og þessi hópur af stelpum er mjög skemmtilegur og góður. Keflavíkur MOLAR Spáð fimmta sætinu t/r\ Keflavíkurstúlkum er spáð fimmta sætinu 1 Landsbankadeild kvenna í ár líkt og í fyrra, en þá léku þær í efstu deild í fyrsta skipti í áraraðir. Þær hafa á mjög ungu og efnilegu liði að skipa, en burðarásar liðs- ins í ár verða eflaust þær Nína Ósk Kristinsdóttir, Guðný Petrína Þórðar- dóttir og Ólöf Helga Páls- dóttir. Auk þeirra er hin öfluga Vesna Smiljkovic komin aftur eftir gott tíma- bil í fyrra. Þá er von til þess að landsliðskonan Björg Ásta Þórðardóttir komi sterk inn á næstunni eftir erfið meiðsli. Nína Ósk markahæst tf~\ Nína Ósk Kristins- dóttir var markahæst Keflavíkurkvenna í fýrra með 9 mörk, en henni næst kom Vesna Smijlkovic með sjö mörk. Sigur í fyrsta leik Keflavíkurstúlkur hófu leiktíðina af miklum krafti, en þær sigr- uðu nýliða Fylkis, 0-2, á útivelli í fýrsta leik sínum. Nína Ósk Kristinsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir skoruðu mörk Keflvíkinga. Stúlkurnar öttu kappi við meistara Breiðabliks í gær- kvöldi, eftir að blaðið fór í prentun. Ásdís hætt Ásdís Þorgilsdóttir, þjálfari og leikmaður liðsins til síðustu tveggja ára, sagði upp starfi sínu skömmu fyrir mót. Mikill missir er af Ásdísi bæði sem leikmanni og þjálfara en hún hafði unnið gott starf með liðið og kom því rneðal annars upp í Lands- bankadeild. Hún meiddist illa á hné í vor og var útséð að hún myndi ekki leika í sumar. REYKJANESBÆR Samkaup lúrval Saltver Utgerð - rækjuvinnsla

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.