Fréttablaðið - 01.09.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 01.09.2017, Síða 10
Samfélag Þátttakendur í fjórum rýnihópum um þjónustu Garða- bæjar nefndu ítrekað að bærinn væri einsleitt samfélag fyrir vel stætt fólk og að útlit og hegðun til dæmis ungmenna væri dæmi um að þar væru flestir með iPhone-síma, í 66°Norður úlpum og fólk æki um á Land Rover Discovery. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær þar sem fjallað var um greinargerð Gallup um niður- stöður rýnihópanna. Í greinargerðinni kemur einnig fram að margir þættir þóttu bera þess merki að Garðabær stæði betur fjárhagslega en nágrannasveitar- félögin, til að mynda væru þar góðir skólar og leikskólar og myndar- legur stuðningur við íþróttafélagið Stjörnuna. Aftur á móti var ágreiningur um hvort það væri dýrt eða ódýrt að búa í Garðabæ. Það sem var talið hagkvæmt var ódýrari dagmæður, lægra útsvar og val um sumarfrí. Á hinn bóginn töldu sumir þátt- takendur of dýrt að búa í bænum og voru dýrar tómstundir og ýmis gjöld nefnd. Þá væri lítið af ódýrari úrræðum fyrir til dæmis yngra fólk. Íbúðaframboð væri einhæft og dýrt. Niðurstaða rýnihópa Gallup er að þjónustan í Garðabæ þyki góð á mörgum sviðum og framúrskarandi á til dæmis leik- og grunnskólastigi að undanskildum ábendingum um lélegt húsnæði. Aftur á móti séu næg tækifæri til að gera betur í þjónustu við fatlað fólk, og voru húsnæðismálin þá nefnd auk þess sem mikið af þjón- ustunni fari fram í öðrum sveitar- félögum, til dæmis Kópavogi og Hafnarfirði. Oft var minnst á að Garða- bær væri um marga hluti afskap- lega einsleitt bæjarfélag og var umræðan neikvæð um áhrif þess. Stærð og tegund húsnæðis væri einsleit, lítið væri um fjölbreytni íbúa í bæjarfélaginu og það væru fá félagsleg úrræði. Að auki var nefnt að áhersla á íþróttafélagið Stjörn- una væri mikil og því minni gróska í öðru íþrótta- og tómstundastarfi, til dæmis eftir skóla. – bb Garðbæingar klæðast 66°Norður úlpum og aka um á Land Rover „Nei. (margir þátttakendur)“ „Þeir eru að reyna að búa hann til. (kvk)“ „Þetta verður samt aldrei neinn miðbær. (kvk)“ „Það er að stefna í það, Garðatorg er með allar þessar búðir samt. (kvk)“ „Svo eru þetta bara bílastæði. (kvk)“ Spurt um miðbæinn í Garðabæ Er Garðabær með miðbæ? Bent var á að Garðabær stendur betur fjárhagslega en nágrannasveitarfélögin. Þar væru góðir skólar og leik- skólar og myndarlegur stuðningur við íþróttafélagið Stjörnuna. SJÁVaRÚTVEgUR „Ég á fjögurra ára starfsafmæli hérna 1. september,“ segir Erla Sigurbjörnsdóttir, sem var með þeim síðustu til að yfirgefa bol- fisksvinnslu HB Granda á Akranesi í gær er henni var skellt í lás í síðasta skipti. Erla er ein þeirra sem sitja eftir án atvinnu eftir brotthvarfið. Stjórnendur fyrirtækisins til- kynntu starfsfólki og öðrum um fyrirætlan sína undir lok marsmán- aðar. Í kjölfarið hófust viðræður milli bæjarins og útgerðarinnar um hvort mögulegt væri að gera nauð- synlegar úrbætur á mannvirkjum á staðnum til að forða því að fyrir- tækið færi á brott. Það tókst ekki og fengu 86 manns því uppsagnarbréf. „Einhverjir fengu starf hjá Norð- anfiski og Vigni [G. Jónsson] og ein- hverjir ætla að fara til Reykjavíkur en það hafa ekki allir tök á því,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir fiskvinnslukona. Vinnsla í Reykja- vík hefjist klukkan átta á morgnana sem þýðir að leggja þurfi af stað um sjö frá Akranesi. Þegar yfirvinna er í boði er byrjað klukkan sex og aftur þarf að fara um klukkutíma fyrr af stað. „Slíkt gengur ekki fyrir fólk með börn sem þarf að koma í leik- skóla eða í skóla.“ Líkt og Erla var Jónína atvinnu- laus í dagslok í gær. Hún hafði starf- að í rúm sjö ár hjá fyrirtækinu og gengið í hin ýmsu störf. Þó var hún oftast inni í vélasal á Baader-vél, að hausa, handflaka eða roðfletta. Erla og Jónína stóðu saman fyrir utan verksmiðjuna ásamt Sesselju Andr- ésdóttur en hún er aldrei kölluð neitt annað en Sella. Þær segja andrúmsloftið síðasta daginn hafa verið blendið. Framan af degi hafi fólk gantast og hlegið en þegar líða tók á daginn hafi stemn- ingin breyst. Margir hafi tárast. „Ég átti ekki von á því í upphafi dags að gráta en það gerðist síðan,“ segir Jónína. „Ég grét ekki. Ég var alltof reið til þess að gráta,“ segir Sella. Þetta er í annað skiptið sem hún lendir í hóp- uppsögn af hálfu HB Granda en það gerðist einnig árið 2008 í tengslum við endurskipulagningu. Þá var hún endurráðin. „Ég læt ekki bjóða mér svona einu sinni enn.“ Stöllurnar segja allar að starfsand- inn innan vinnslunnar hafi verið frábær. Það hafi komið fyrir að fólk hafi rifist og öskrað sín á milli en það hafi alltaf verið gleymt og grafið jafnóðum. „Meðalstarfsaldurinn í húsinu er held ég yfir tíu ár. Sam- heldnin er mikil. Þetta er fólk sem hefur unnið ótrúlega lengi saman sem er að lenda í því að tvístrast núna þvers og kruss,“ segir Sella. Þær segja að þær telji líklegt að ef önnur vinnsla verði opnuð á staðnum muni þeir sem þáðu starf í Reykjavík reyna að komast aftur upp á Akranes. Það gæti gerst strax í upphafi næsta árs. Í gær, skömmu eftir að vinnslu HB Granda var lokað, var tilkynnt að Ísfiskur ehf. hefði keypt vinnsluna og hluta vinnslulínunnar fyrir 340 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið rekið í Kópavogi frá stofnun þess árið 1980. Um fjörutíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. „Ég vonast að sjálfsögðu til að hluti núverandi starfsfólks fylgi okkur upp á Skaga,“ segir Albert Svansson, framkvæmdastjóri Ísfisks. Þó verði að sjálfsögðu til einhver störf fyrir heimamenn. „Það var ekkert augljóst pláss fyrir okkur áfram í Kópavogi. Við hlökkum mjög til að fara að vinna með Skaga- mönnum og lítum framtíðina björt- um augum.“ Fréttablaðið sló á þráðinn til Jónínu eftir að fréttirnar af kaupum Ísfisks bárust. Hún sagði það gleði- fréttir að nýtt fyrirtæki kæmi í bæinn og vonandi yrðu einhver störf til. Það myndi tíminn þó leiða í ljós. johannoli@frettabladid.is Ný vinnsla ljós í myrkrinu fyrir Akranes Jónína, Erla og Sella vissu ekki hvað tæki við hjá sér í dag. Allar voru þær án atvinnu eftir brotthvarf HB Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINk Þetta er fólk sem hefur unnið ótrú- lega lengi saman sem er að lenda í því að tvístrast núna þvers og kruss. Sella Andrésdóttir, fiskvinnslukona á Akranesi Bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað í hinsta sinn í gær. Nokkrir starfsmenn sitja eftir án atvinnu. Ísfiskur hefur keypt vinnsluna og ætlar að færa starf- semi sína upp á Skaga. Bolfisksvinnslunni hefur verið lokað og síðar kemur í ljós hversu mörg ný störf skapast hjá Ísfiski. FRÉTTABLAÐIÐ/EyþóR Albert Svansson, framkvæmda- stjóri Ísfisks Vilhjálmur Vil- hjálmsson, for- stjóri HB Granda 1 . S E p T E m b E R 2 0 1 7 f Ö S T U D a g U R10 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -6 B 2 C 1 D A 3 -6 9 F 0 1 D A 3 -6 8 B 4 1 D A 3 -6 7 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.