Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.09.2017, Qupperneq 18
Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Sam- kvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hug- takið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjón- varpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru til- greind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að til- greina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferð- isstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýs- ingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Hvaða æru er verið að reisa við? Í september 1952 gekk Guð-mundur Thoroddsen, prófessor við Háskóla Íslands, á fund for- seta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, og afhenti áskorun um sakaruppgjöf til handa þeim tuttugu mönnum sem Hæstiréttur dæmdi til refsinga vegna atburðanna 30. mars 1949. Vísað var til 29. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins: „Forsetinn getur ákveðið, að sak- sókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Forsetinn veitti áskoruninni við- töku og „hafði góð orð um, að það yrði tekið í ríkisráði“. Öll þessi mál eru viðfangsefni í merkri B.A. ritgerð Þorbjargar Ásgeirsdóttur í sagnfræði við H.Í: „Pólitískt rétt- læti og andóf – Réttarhöldin vegna óeirðanna 30. mars 1949.“ Um langt árabil héldu ýmsir laga- prófessorar við Háskóla því fram að forseti Íslands hefði ekki stjórnar- skrárvarinn rétt til að neita að sam- þykkja lagafrumvörp og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er sagt á opinberum vettvangi að forsetinn geti ekki neitað að sam- þykkja tillögu dómsmálaráðherra um náðun og uppgjöf saka. Jafnvel að hægt sé að lögsækja forseta lýð- veldisins undirriti hann ekki slíka tillögu! Hvort tveggja stangast á við skýr ákvæði stjórnarskrár og sögu- leg fordæmi um virkt vald forseta Íslands. Kenningarnar um valdleysi for- seta Íslands eru nefnilega fyrst og fremst hugarburður, jafnvel óskhyggja byggð á lélegri fræði- mennsku. 27.364 Íslendingar undirrita áskorun til forseta um sakaruppgjöf Svanur Kristjánsson prófessor emer- itus í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands Bryndís Víglundsdóttir fv. skólastjóri Þroskaþjálfa- skólans Félags- og jafnréttismálaráð-herra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um áætlaðan kostnað við að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar á greiðslum Trygginga- stofnunar (TR) til örorku- og endur- hæfingarlífeyrisþega. Hvað er átt við með „krónu á móti krónu“ skerðingum? Hvers vegna mikilvægt að afnema þessar 100% skerðingar? Hver eru áhrif þeirra á kjör þessara hópa? „Krónu á móti krónu“ skerð- ingar Í september 2008 var framfærslu- uppbót innleidd. Henni var ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyris- þega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir ákveðinni upphæð, sem nefnd var framfærsluviðmið, fær lífeyrisþegi mismuninn greidd- an sem uppbót til framfærslu. Í byrjun janúar 2017 voru „krónu á móti krónu“ skerðingar afnumdar af ellilífeyri frá TR. Stjórnvöld hafa hins vegar þráast við að afnema þessar 100% skerðingar af örorku- og endurhæfingarlífeyri nema sam- hliða innleiðingu svonefnds starfs- getumats. Mjög óljóst er hvað átt er við með hugtakinu „starfsgetumat“ og er það efni í aðra grein. Allar staðgreiðsluskyldar tekjur fyrir skatt skerða framfærsluupp- bótina, krónu á móti krónu. Því eru allir þeir sem fá einhverjar tekjur annars staðar frá í raun að greiða niður almannatryggingar með tekjum sínum. Lítum á dæmi: Dæmi: Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekk- ert, hún fær áfram útborgað 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. (krónu á móti krónu) á mánuði. Hvatinn til vinnu er eng- inn. Dæmi: Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá líf- eyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mán- uði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar. Tekjur örorkulífeyrisþega nýttar til að spara fyrir ríkissjóð Fjöldi örorkulífeyrisþega hefur lítinn eða engan ávinning af því að hafa greitt af tekjum sínum í lífeyrissjóð vegna „krónu á móti krónu“ skerðinga. Réttindi þeirra af lögþvinguðum sparnaði eru þess í stað nýtt til að lækka greiðslur frá TR um allt að sömu fjárhæðir og þeir fá greiddar úr lífeyrissjóði fyrir skatt, þ.e. til að spara fyrir ríkissjóð. Tekjuskattur leggst í raun við 100% skerðingar. Er raunverulegur sparnaður af fátæktargildru? Af svari félags- og jafnréttismálaráð- herra má ljóst vera að ríkissjóður „sparar“ tæpa 11,5 milljarða kr. árlega á kostnað örorku- og endur- hæfingarlífeyrisþega með „krónu á móti krónu“ skerðingum og eru þá aðrar skerðingar í almannatrygg- ingakerfinu og víðar í „velferðar- kerfinu“ ekki meðtaldar. Það verður að teljast mjög hæpinn sparnaður af grimmum tekjuskerðingum sem tryggja að fólki sé haldið í fátæktar- gildru. Það er hægt að útrýma fátækt ef vilji er fyrir hendi. Fátækt er heilsuspillandi og dýr, bæði fyrir þá sem lifa í fátækt og samfélagið í heild. Kostnaður ríkissjóðs af tekju- skerðingunum kemur því fram í auknum útgjöldum ríkissjóðs ann- ars staðar. Um 37% uppgefins „kostnaðar“ renna til baka til ríkissjóðs Í svari sínu segir félags- og jafnréttis- málaráðherra að áætlaður „kostn- aður“ ríkissjóðs, sem er í raun ekki kostnaður, af því að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar án þess að gera aðrar breytingar á kerfinu, myndi nema 11,5 milljörðum kr. á ári. Í því sambandi er minnt á að framfærsluuppbótin, eins og flestar aðrar greiðslur TR til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, er tekju- skattskyld. Um 37% tekjuskattur af fjárhæðunum, sem gefnar eru upp sem kostnaður ríkissjóðs, rennur til baka til ríkissjóðs í formi opinberra gjalda (tekjuskatts og útsvars). Áætl- aður „kostnaður“ er því nær því að vera rúmir sjö milljarðar króna. Ríkið nýtir tekjur örorkulífeyrisþega sér til tekna Það er hægt að útrýma fátækt ef vilji er fyrir hendi. Fátækt er heilsuspillandi og dýr, bæði fyrir þá sem lifa í fátækt og samfélagið í heild. María Óskarsdóttir formaður mál- efnahóps ÖBÍ um kjaramál Ráðagerðir um að breyta Land-símahúsinu í hótel hafa lengi verið í mótun og eigendur hússins hafa lagt sig fram um að haga málum þannig að fram- kvæmdin verði eins arðbær og kostur er. Í því efni hafa þeir fengið dyggan stuðning skipulagsyfirvalda í Reykjavík. En jafnframt hafa báðir þessir aðilar, húseigandinn og skipulags- yfirvöld, reynt að forðast hatrömm átök við þá sem hafa mótmælt ýmsum þáttum ráðagerðarinnar. Eindregin mótmæli gegn eyðingu gamalla, merkra húsa við Ingólfs- torg og Thorvaldsensstræti báru til dæmis þann árangur að þeim verður líklega hlíft. Ef það gerist þá verður það ekki vegna þess að Reykjavíkurborg hafi gætt hags- muna okkar, heldur þrátt fyrir að hún gerði það ekki. Nú hefði annars mátt ætla að í þessum slag ætti Reykjavíkur- borg að vera gæsluaðili hagsmuna hins almenna borgara og tryggja að byggingaráformin gangi ekki á umhverfisgæði borgarinnar. En því miður verður ekki séð að það sé raunin. Áhugamenn um varðveislu menningarminja og umhverfis- gæða hafa þurft að berjast fyrir því að þessum þáttum verði ekki varpað fyrir borð. Á meðan barist var gegn niðurrifi húsanna við Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti, heimilaði Reykjavíkurborg húseigandanum að hækka Landsímahúsið með því að setja kvisti á risið þótt það gangi í berhögg við hagsmuni almennings. Betra væri að húsið yrði áfram eins og það er og hækki ekki. Hvers vegna gengur Reykjavíkur- borg gegn hagsmunum almennings – hvaða hag hefur Reykjavíkurborg af því að leyfa stækkun á þessu húsi sem er of stórt fyrir? Skipulagsyfirvöld vilja nú heimila að ný viðbygging rísi við suðurgafl Landsímahússins í stað þeirrar sem þar er nú og nýja byggingin á að teygja sig að Kirkjustræti og leggja undir sig væna sneið af gamla kirkju- garðinum. Þessu hefur verið kröftug- lega mótmælt í mörgum blaðagrein- um á undanförnum vikum, en flest bendir til að ekki verði tekið tillit til mótmælanna. Þeir sem mæla þessu bót gera það með fullyrðingu um að miklu hafi verið raskað í kirkjugarð- inum og því megi nota þessa sneið hans í fjáraflaskyni. Vissulega hefur staðnum verið sýnd vanvirðing um nokkurra áratuga skeið, en í þúsund ár sýndu Reykvíkingar garðinum sóma og í meira en heila öld eftir að hætt var að grafa í honum var gengið um hann með tilhlýðilegri virðingu. Raskið sem þarna hefur átt sér stað á undanförnum áratugum ætti að verða hvatning til að snúa við blað- inu en ekki réttlæting fyrir frekari spjöllum. Ákvörðunin um að byggja í kirkju- garðinum vekur enn meiri furðu en heimildin til að hækka húsið. Hvaða hagsmunir knýja borgaryfirvöld til að fórna hluta af elsta kirkjugarði borgarinnar? Enginn hefur hag af þessu. Vera kann að húseigandinn telji að þetta sé heppilegra fyrir hann, en þegar til lengdar lætur tapa allir, hann líka. Það sem gerir Reykjavík að áhuga- verðum stað lætur undan skref fyrir skref. Hækkun á Landsímahúsinu rýrir gildi Austurvallar og viðbyggingin sem nú er áformuð veldur spjöllum á einum merkasta minjastað borgar- innar, Víkurkirkjugarði. Þetta gengur ekki. Við eigum að leggja alúð við minjastaði borgar- innar og fegra stræti og torg eins og kostur er þótt það falli ekki að stundarhagsmunum einstaklinga. Hagsmunagæsla í miðbænum. Hver á Víkurgarð? Hjörleifur Stefánsson arkitekt IS.WIDEX.COM Hlustaðu nú! Nánari upplýsingar á vefsíðunni 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -5 2 7 C 1 D A 3 -5 1 4 0 1 D A 3 -5 0 0 4 1 D A 3 -4 E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.