Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 4
Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð. Ólafur Adolfsson, lyfsali Afmælisbarn dagsins Sigurður J. Stefánsson 40 ára Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gekk á fund for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á mánudaginn og afhenti honum þingrofs- beiðni. Forsetinn féllst á tillögu forsætisráðherrans og gengið verður til kosninga þann 28. október næstkomandi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er skammlífasta meirihlutastjórn í sögu lýðveldisins. Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor telur að aukin áhersla á sam- þykki í nauðg- unarákvæði almennra hegningarlaga gæti dregið úr brotum. Hún vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri tíu ára gamalt, eða frá 2007. Þá gætu öflugar forvarnir einn- ig dregið úr brotum af þessu tagi. Hún ræddi sögu þessa lagaákvæðis á fundi Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á fimmtudaginn. Hildur Eir Bolladóttir prestur á Akureyri segir dæmi um að pör hafi hætt við að láta hana gefa sig saman í hjónaband vegna ummæla sem hún lét falla um Sjálfstæðisflokkinn. Hildur er hvergi bangin og segist ætla að halda áfram að segja skoðun sína á íslensku samfélagi. Þrjú í fréttum Þingrofsbeiðni, nauðganir og tjáningarfrelsi Tölur vikunnar 17.09.2017-23.09.2017 væri fylgi Sjálfstæðis- flokksins og VG sam- kvæmt könnun í vikunni. krónur voru laun kokkanna á Sjanghæ. konur eru starfandi lög- reglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. ferðamenn skoðuðu Selja- landsfoss á síðasta ári.var hækkun tólf mánaða visitölu íbúðaverðs í ágúst. 23% 465 þúsund milljónir króna kostaði kosninga- barátta Bjartrar framtíðar í fyrra. 27 66 telja Bjarta framtíð hafa haft gilda ástæðu fyrir stjórnar- slitunum. 64,3% 500 þúsund19,1% Heilbrigðismál Það er sjálfsbjargar- viðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þús- und krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Banda- ríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammt- ur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækn- ingum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og hald- lagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Frétta- blaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntrufl- anir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnot- endur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Banda- ríkjunum en lyf hér á landi og í Evr- ópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismark- aðurinn þar eftirlitslítill. Banda- ríska  lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði. mikael@frettabladid.is Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. Skiljanlegt sé að foreldrar leiti ódýrari og ólöglegra kosta á netinu þar sem það geti reynst mörgum fjölskyldum dýrt að kaupa melatónín löglega hér á landi. Það er margfalt ódýrara að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. FréttaBlaðið/EyÞór langanesbyggð Sveitarstjórn Langa- nesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í máls- kostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. Fréttablaðið fjallaði í janúar um málarekstur Langanesbyggðar en héraðsdómur komst að niðurstöðu þann 6. júlí. Taldi sveitarfélagið að skýrt ákvæði væri í verðtryggðum samningunum sem gerði því kleift að segja þeim upp eftir að fasteignirnar voru seldar öðru félagi. Íbúðirnar sem um ræðir voru í eigu Laugavegs ehf. þegar samningarnir voru undir- ritaðir. Dótturfélag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015 og hefur sveitarfélagið  tapað yfir 20 millj- ónum króna frá undirritun árið 2011. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði í samtali við  blaðið í janúar að leigutekjur sveitarfélagsins, sem framleigir íbúðirnar, væru talsvert lægri en upp- hæðin sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Lögmaður Heimavalla sagði þá að leigufélagið væri ósam- mála túlkun sveitarfélagsins á upp- sagnarákvæði samninganna. Sveitarstjórn Langanesbyggðar fjallaði um niðurstöður héraðs- dóms á fimmtudag. Þar var lagt fram minnisblað frá Lúðvík Bergvinssyni, lögmanni sveitarfélagsins í málinu, þar sem hann ráðleggur að málinu verði ekki áfrýjað. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitarstjórnarmönnum og íbúum Langanesbyggðar áður en húsin voru byggð. Á fundi sveitar- stjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 prósentum af greiddri leigu til V Laugavegs. – hg Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Íbúðirnar í raðhúsum við götuna Miðholt á Þórshöfn. FréttaBlaðið/PjEtur 2 3 . s e p T e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -8 3 5 0 1 D D 2 -8 2 1 4 1 D D 2 -8 0 D 8 1 D D 2 -7 F 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.