Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 12
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2018 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi: • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu. • Árangursríkar áfengis, vímu- og tóbaksvarnir. • Árangursríkar forvarnir sem tengjast kynheilbrigði. • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði svefni og hreyfingu. • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu. • Verkefni sem tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar. Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjalið Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016) Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang: - Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu. - Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/. Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is Bretland Theresa May, forsætisráð- herra Bretlands, kynnti í gær áætlun sína um tveggja ára aðlögunarferli sem mun taka við þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu í mars árið 2019. BBC greinir frá því að ræðu May hafi verið ætlað að höggva á hnútinn sem hefur mynd- ast í viðræðum Bretlands og ESB en viðræður eiga að hefjast á ný á mánudag. May talaði meðal annars um að Bretland yrði „besti vinur og sterkasti bandamaður Evrópusam- bandsins“ eftir útgönguna. Þá lagði May til að Bretland myndi greiða Evrópusambandinu um 2,5 billjónir króna á tveggja ára tímabilinu eftir útgönguna. Sagðist forsætisráðherrann vona að hægt væri að ná samkomulagi sem allra fyrst. - þea Bretland verði besti vinur ESB í kjölfar útgöngunnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. FréTTaBlaðið/EPa norður-Kórea Samskipti Banda- ríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Banda- ríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum við- skiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu for- setans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynn- inguna sem nokkur leiðtogi Norð- ur-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreit- una á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bull- aði meira en nokkur Bandaríkjafor- seti hefur nokkurn tímann gert.“ Norður-Kóreumaðurinn ráð- lagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjar- þinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Banda- ríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður- Kóreu, sem er augljóslega geð- sjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Banda- ríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráð- herra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarn- orkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hug- mynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eld- flaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður- Kóreumanna ögra öryggi og stöðug- leika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkj- anna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkis- stjórnar Vladimírs Pútin í Rúss- landi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“. thorgnyr@frettabladid.is Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. Norður-Kóreumenn segjast ætla að svara Bandaríkjaforseta með eldi og brennisteini og hóta annarri kjarnorkutilraun. Rússar og Kínverjar reyna að stilla til friðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. NorDicPhoTos/aFP ÞýsKaland Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel kanslara, verða fjölmennastir á þýska þinginu ef marka má meðal- tal skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Kosið er til þings á morgun en útlit er fyrir að CDU muni fá 36 prósent greiddra atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Martins Schulz, mælist næst- stærstur með 22 prósenta fylgi. Fjórir flokkar reka svo lestina með um tíu prósenta fylgi hver. Popúlistaflokkurinn AfD mælist með ellefu prósent, Frjálslyndi flokkurinn með tíu prósent, Vinstri- flokkurinn með níu prósent og Græningjar með átta prósenta fylgi. Samkvæmt útreikningum Wahl- recht.de stefnir í að CDU fái 38 pró- sent þingsæta, Jafnaðarmannaflokk- urinn 23 prósent og aðrir flokkar um tíu prósent. Það þýðir að ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokks- ins rígheldur en ekki er vitað hvort samstarfið haldi áfram. – þea Stefnir í öruggan sigur angela Merkel, Þýskalands- kanslari Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum. Lu Kang, talsmaður utanríkis­ ráðuneytis Kína 2 3 . s e p t e m B e r 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -9 2 2 0 1 D D 2 -9 0 E 4 1 D D 2 -8 F A 8 1 D D 2 -8 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.