Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 24
Landsmenn ganga til kosninga þann 28. október, eftir stutta og snarpa kosningabaráttu – réttu ári eftir síðustu kosningar. Formenn flokkanna reifa hér þrjú veigamestu baráttumálin, kosningarnar fram undan og hvaða flokkum þeim hugnast að mynda ríkisstjórn með. Síðast en ekki síst eru þeir spurðir hvort þeir hafi komist í kast við lögin. Alþingiskosningar 2017 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Útrýma þarf fátækt og tryggja öllum betri kjör. Ekki síst öldruðum og öryrkjum,“ leggur Logi áherslu á. „Ríkið þarf að koma að stórátaki í húsnæðis- málum og búa almennt betur að unga fólk- inu sem draga mun vagninn í framtíðinni. Það getur í sjálfu sér haft allan heiminn að vettvangi og við verðum að tryggja að Ísland sé samkeppnishæft við önnur lönd. Það verður að leggja allt kapp á að mæta þeirri gjörbreyttu heimsmynd sem blasir við okkur með gríðar- legum tækniframförum og örva atvinnuhætti sem styðja við hana. Til þess að það náist þarf að stórefla menntakerfið. Það er veigamesta verkefnið,“ segir Logi. Hann segist vilja mynda ríkisstjórn um jöfnuð, félags- legan stöðugleika og fram- farir. „Stjórn sem hleypir þjóð- inni að borðinu í stórum málum og virðir vilja hennar. Það hefðu flokkarnir fimm sem reyndu að mynda ríkisstjórn getað gert. En það tókst ekki, því miður. Til þess þarf stærri Samfylkingu.“ Hann segir það illt að á rúmu ári falli tvær ríkisstjórnir vegna skorts á siðferði. „Mála er varða ofbeldi við börn og skattaundan- skot ríkasta fólks landsins. Ég held að engum líði vel yfir því að þurfa síendurtekið að kjósa vegna mála eins og þeirra sem urðu tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli,“ segir Logi og nefnir í því sam- hengi þau atriði sem brýnt sé að laga í íslenskri stjórnmálamenn- ingu. „Heilbrigt heimilislíf byggist ekki síst á heiðarleika, trúnaði og virðingu. Ef eitthvað af þessu er ekki til staðar er hætta á upp- lausn fjölskyldunnar. Mikilvægt skref í þá átt að laga stjórn- málamenningu landsins er samþykkt nýrrar stjórnar- skrár,“ segir Logi. En hvað segir Logi við þeirri gagn- rýni, sem oft er sett fram, um að vinstri vængur stjórnmálanna geti ómögulega komið sér saman um neitt og í því felist vandi vinstri- manna – að þeir skipti sér upp í smærri fylk- ingar í stað einnar stórrar? „Eina ríkis- stjórnin sem hefur haldið út heilt kjör- tímabil sl. 10 ár var reyndar hrein vinstri stjórn. Félagshyggju- öflin geta vel unnið saman. Hitt er svo annað mál að vinstri vængur þarf að skilgreina nokkur meginmál sem mestu skipta og einsetja sér að vinna að þeim sameigin- lega. Í öðrum málum eru flokkar með ólíkar áherslur. Margt aðgreinir t.d. Samfylk- inguna og Vinstri græn þegar kemur að gjaldmiðlamálum, samskiptum við umheiminn og meðferð auðlinda okkar, svo fátt eitt sé nefnt.“ Og Logi hefur komist í kast við lögin. „Ég hef fengið sektir fyrir að keyra of hratt.“ Vill stjórn sem hleypir þjóðinni að borðinu 3 veigamestu baráttumál flokksins 1. Útrýma fátækt. 2. Stórátak í húsnæðismálum. 3. Stórefla menntakerfið. 3 veigamestu bar- áttumál flokksins 1. Útrýma fátækt á Íslandi. 2. Tryggja öflugt velferðar- og menntakerfi. 3. Ísland verði kolefnislaust samfélag ekki síðar en 2040. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna Við viljum útrýma fátækt á Íslandi og tryggja að við búum öll við mannsæm-andi kjör. Við viljum að allir fái jöfn tækifæri til að þroska sig og hæfileika sína,“ segir Katrín og segir það ekki verða gert nema meða því að draga úr misskiptingu. „Til dæmis gegnum skattkerfin og bótakerfin. Hluti af sama markmiði er að tryggja öflugt velferðar- og menntakerfi og koma til móts við ríka kröfu Íslendinga um að við gerum betur í heilbrigðismálum og drögum úr kostnaði sjúklinga. Í öðru lagi viljum við að Ísland verði í fararbroddi í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum og verði kolefnis- hlutlaust samfélag ekki síðar en 2040,“ segir Katrín og segir brýnt að byrja strax. „Við þurfum öll að vinna saman til að ná því markmiði sem verður ekki gert nema draga verulega úr losun og auka bindingu. Og við viljum kerfis- breytingar í þágu þolenda kyn- ferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis þannig að sú mikla vitundarvakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skili sér í raunverulegum réttarbótum í þessum málum en líka í aukinni fræðslu og forvörnum.“ Katrín segist myndu vilja leiða ríkisstjórn sem hefur félagshyggju og umhverfisvernd að leiðarljósi. „Við viljum vinna með þeim sem eru reiðubúnir að taka þátt í því verkefni.“ Hún segir að yfirgnæfandi meiri- hluti Íslendinga telji rétt að ganga til kosninga á þessum tímapunkti. „Við Vinstri græn erum alltaf tilbúin í kosningar en auðvitað er það ekki gott til langframa að kjósa hér á hverju ári.“ Hvað er brýnast að laga í íslenskri stjórnmálamenningu? „Það er margt sem má laga í íslenskri stjórnmála- menningu. Í fyrsta lagi er það forsenda lýðræðissamfélags að almenningur fái upplýsingar, ákvarðanir séu skiljan- legar, rökstuddar og rekjanlegar og séu ekki teknar á bak við luktar dyr. Í öðru lagi vil ég segja að ég hef sjálf trú á því að þótt ég sem stjórnmálamaður hafi sterkar skoðanir og sannfæringu sem ekki njóta alltaf fylgis meirihlutans sé það best fyrir þjóðina ef við leggjum meira á okkur til að skapa breið- ari samstöðu. Það væri til dæmis hægt að gera með því að láta reyna á myndun minnihluta- stjórnar eftir kosningar sem myndi neyðast til þess að eiga breiðara samtal en innan sinna raða um stuðning við mikilvæg mál.“ Hefur þú trú á því að það muni ganga eitthvað betur að mynda ríkisstjórn eftir að talið verður upp úr kjörkössunum nú í október, en var síðasta október? Ef já, af hverju? „Ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýn á það þar til annað kemur í ljós. Við erum líka öll reynsl- unni ríkari eftir stjórnarmyndunarvið- ræður síðast og höfum væntanlega dregið lærdóm af þeim.“ Og svo til að hafa þetta aðeins skemmti- legra: Hefurðu komist í kast við lögin? „Ég hef verið sektuð fyrir hraðakstur og að tala í síma undir stýri. Ég geri það ekki aftur.“ Kerfisbreytingar fyrir þolendur FélagshyggjuöFlin geta vel unnið saman. við erum öll reynslunni ríkari eFtir stjórnarmynd- unarviðræður síðast. Ári síðar... Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -B 4 B 0 1 D D 2 -B 3 7 4 1 D D 2 -B 2 3 8 1 D D 2 -B 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.