Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 26

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 26
3 veigamestu baráttu- mál flokksins 1. Efnahagslegur stöðugleiki. 2. Velferðarmál. 3. Menntamál. 3 veigamestu baráttumál flokksins 1. Efling lýðræðis. 2. Efling borgararéttinda. 3. Umbætur í stjórnsýslu. 3 veiga- mestu baráttumál flokksins 1. Afnema verðtrygg- ingu og okurvexti. 2. Taka upp félagslegt húsnæðiskerfi. 3. Gera grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu gjald- frjálsa. Alþingiskosningar 2017 Inga Sæland formaður Flokks fólksins Við viljum afnema verðtryggingu og okurvexti og setja þá í það sem best þekkist i nágrannalöndunum. Það er liður í því að útrýma fátækt á Íslandi,“ segir Inga. „Þá er mikilvægt að gefa almenningi kost á því að eignast öruggt heimili með því að koma hér upp félagslegu húsnæðis- kerfi. Þá er það heilbrigðiskerfið, það eiga ekki að vera forréttindi að geta leitað sér lækninga, grunnþjónusta í heilbrigðis- kerfinu á að vera gjaldfrjáls.“ Inga segir að veigamesta baráttu- mál flokksins sé að útrýma fátækt. „Svo allir geti tekið þátt í sam- félaginu og lifað hér með reisn en ekki einungis fáir útvaldir auð- kýfingar.“ Hún er opin fyrir samstarfi við alla þá flokka sem vilja fara í það verkefni að útrýma fátækt. „Og hugsa þannig um almannahag.“ Inga er sátt við að ganga til kosn- inga núna og telur almenning vera það líka. „Almenningur sér skýrt að fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt fyrir hann.“ Hér skortir heilindi, segir hún svo um hvað sé brýnast að laga í íslenskri stjórnmálamenningu. „Stjórnmála- menn þurfa að verða trúir því sem þeir boða. Standa við gefin loforð.“ En hvað segir hún um þær gagn- rýnisraddir sem telja afstöðu flokksins í útlendingamálum ala á andúð gagn- vart þeim? „Ég segir þær raddir vera algjörlega ósannar. Það er ekkert í okkar málflutningi sem elur á slíkri andúð.“ En hefur hún komist í kast við lögin? „Nei, það held ég nú alls ekki,“ segir Inga. Allir geti tekið þátt í samfélaginu Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Framfarir í landinu verða drifnar áfram af krafti atvinnulífsins og sterkri stöðu efnahagsmála,“ segir Bjarni. „Við leggj- umst gegn skattahækkunum. Við höfum náð miklum árangri á skömmum tíma og þannig lagt grunn að þeirri sókn sem þegar er hafin í velferðarmálum. Uppbyggingin þarf einfald- lega að halda áfram í heilbrigðismálum, mál- efnum aldraðra og öryrkja. Menntamálin ráða úrslitum um getu okkar til að standa sterk í samkeppni þjóðanna.“ Um samstarf við aðra flokka segir hann: „Ég er tilbúinn að vinna með öllum sem hafa raunverulegan vilja til að axla ábyrgð á stjórn landsins og halda áfram með þau góðu verk- efni sem unnin hafa verið á undanförnum árum.“ Hann segir að þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar sé því ekki að neita að honum þyki ýmislegt miður varðandi stjórnarslitin. „Mér þykir miður að ábyrgðar- leysi og óstöðugleiki samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn hafi valdið því að nú sé gengið til kosninga. Það hefði að sjálfsögðu farið betur á því að ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði náð að leiða til lykta þau fjölmörgu og góðu mál sem á hennar borði voru.“ Um bætta íslenska stjórnmálamenningu segir hann: „Í mínum huga er það augljóst að traust og ábyrgð eru þeir þættir sem mikilvægast er að leggja áherslu á að bæta.“ Hann telur stjórnarmyndun munu verða flókna. „Ég tel að stjórn- armyndun muni að öllum líkindum verða flókin verði niðurstöður kosninga eins og kannanir benda nú til. Ég hef hins vegar trú á því að á komandi vikum muni landsmenn átta sig á mikilvægi þess að kjósa til Alþingis flokka sem geti í raun staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera kosnir á Alþingi og mynda hér ríkisstjórn. Það mun að mínum dómi auðvelda stjórn- armyndun að loknum kosningum.“ Bjarni segist aðeins einu sinni hafa komist í kast við lögin. „Já, ég kom einu sinni fljúg- andi á hjólinu mínu af lóðinni beint út á götu og í veg fyrir bíl. Það mátti satt best að segja litlu muna. En þetta var sem sagt lögreglubíll. Hann snarhemlaði. Lögreglumaður kom út nánast í jafn miklu áfalli og ég og sagði mér að snauta heim og gera þetta aldrei aftur. Ég var fimm að verða sex, og lét mér þetta að kenningu verða.“ Leggjast gegn skattahækkunum Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata Píratar berjast fyrir eflingu lýð-ræðis og borgararéttinda í víðum skilningi, sem og umbótum í stjórnsýslunni þannig að fólk njóti sterkari verndar gegn valdhöfum, en hafi einnig meiri áhrif á það hvernig valdi þeirra er beitt. Það er mjög erfitt að forgangsraða þessum hlutum því þeir byggja allir hver á öðrum, en ætli ég myndi ekki persónulega setja borgararéttindin í fyrsta sætið,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir að þeir flokkar sem hann geti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með þurfi að vera sammála um hlut- verk ríkisstjórna. „Og hvað teljist ásættanleg vinnubrögð þeirra. Ég skal orða þetta svona; ég tel óhugsandi að Píratar gætu staðið að, stutt við eða varið vinnubrögðin sem voru sýnd við skipan Lands- dóms í vor. Fyrir mér snýst spurningin þó um málefni og vinnubrögð.“ Hann segist ekki hafa verið hlynntur því að fara í kosningar þegar ríkisstjórnin féll. Heldur vildi hann minnihlutastjórn. „Nú skilst mér að það hafi verið reynt en ekki verið mögu- legt, eitthvað sem ég vissi ekki þá, og þá er ekkert eftir annað en að kjósa. Að mínu mati er þessi atburðarás afleiðing þess að kjörnir fulltrúar hafa hummað það of lengi fram af sér að uppfæra stjórnsýsluna og lýðræðislega ferla í takt við nýja tíma, sem fela í sér miklu meiri kröfur um gegnsæi og ábyrgð í stjórnmálum heldur en ríkjandi öfl eru vön,“ segir Helgi Hrafn. Þegar þú varst síðast á þingi var gjarnan sagt um þig að þú værir vin- sæll innan þingsins, þvert á flokkslínur. Telurðu að slíkt muni breyta ein- hverju fyrir Pírata á næsta kjörtímabili? „Ég veit það ekki. Von- andi fá staðreyndir, málefnaleg rök og vel úthugsaðar skoðanir að ráða ferðinni, sem er reyndar oft erfitt á Alþingi af ástæðum sem eru of margar til að telja upp í svo fáum orðum.“ Helgi Hrafn hefur komist í kast við lögin. „Já, eitt sinn fékk ég 5.000 króna sekt eða dómsátt fyrir brot á lög- reglusamþykkt, sem ég finn reyndar ekki við snögga leit á netinu, en má ætla að hafi þann tilgang að hvetja fólk til að sinna ákveðinni grunnþörf innandyra og almennt í herbergjum sérstaklega útbúnum til þeirrar iðju.“ Snýst um málefni og vinnubrögð Þetta var sem sagt lögreglu- bíll. Hann snarHemlaði. lög- reglumaður kom út nánast í jafn miklu áfalli og ég og sagði mér að snauta Heim og gera Þetta aldrei aftur. stjórnmálamenn Þurfa að verða trúir Því sem Þeir boða. standa við gefin loforð. ætli ég myndi ekki per- sónulega setja borgara- réttindin í fyrsta sætið. 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -A F C 0 1 D D 2 -A E 8 4 1 D D 2 -A D 4 8 1 D D 2 -A C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.