Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 28

Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 28
3 veigamestu baráttumál flokksins 1. Stöðug lífskjör fólks. 2. Frjálslyndi, gagnsæi og vönduð stjórnsýsla. 3. Umbreytingaferli og sátt í sjávarútvegi, land- búnaði og gengismálum. 3 veigamestu baráttumál flokksins 1. Traust og stöðugleiki. 2. Öflug uppbygging í heilbrigðis- og skóla- málum. 3. Samgöngumál og innviðauppbygging. Alþingiskosningar 2017 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar Benedikt segir Viðreisn leggja áherslu á að lífskjör á Íslandi verði stöðug. „Og svip-uð því sem menn búa við í nágranna- löndunum, sérstaklega húsnæðisverð, vextir og matvælaverð. Viðreisn mun láta málefni ráða við stjórnarmyndun. Við erum með reynslu af því að ræða við ýmsa,“ segir Bene- dikt spurður út í það með hvaða flokkum hann geti hugsað sér að mynda ríkisstjórn. Hann segir mat flokksins að erfitt eða ómögulegt yrði að mynda stjórn eftir að upp úr slitnaði. „Atburðirnir síðan hafa staðfest það. Við hefðum helst viljað halda áfram þeim góðu verkum sem við vorum byrjuð á. Könnun Fréttablaðsins bendir til þess að 2/3 hlutar þjóðarinnar telji kosningar réttar núna, en maður finnur ekki mikla kæti meðal almennings á förnum vegi,“ segir Benedikt. Hann nefnir að brýnt sé að stjórnmálamenn temji sér meiri virðingu hver fyrir öðrum. „Og eiga að gæta meira hófs í orðavali. Það skortir of mikið á gagnkvæmt traust og þá er ekki skrítið að almenningur treysti stjórnmála- mönnunum ekki.“ Benedikt segist telja stöðu sína sem for- maður Viðreisnar sterka. En hefur hann komist í kast við lögin? „Nei, ég held að ég hafi ekki einu sinni fengið sekt fyrir of hraðan akstur.“ Málefnin ráða við stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins Við þær aðstæður sem uppi eru teljum við Framsóknarmenn að kjósendur vilji trausta stjórnmálamenn og flokka sem sýna ábyrgð í störfum sínum. Við þurfum stöðugleika í samfélagið, þannig nýtum við efnahagsbatann best í þágu allra,“ segir Sigurður Ingi um það málefni sem hann telur fyrst skipta máli. Traust og stöðugleika. Þá segir hann nauðsynlegt að vera í markvissri uppbyggingar- stefnu í heilbrigðis- og skóla- málum um land allt. „Og tryggja þannig almenningi öllum, ekki síst öldruðum og ungum, viðunandi lífs- kjör og aðstæður óháð búsetu. Við verðum að búa okkur undir 4. iðn/ tæknibyltinguna til að Ísland verði áfram í hópi þjóða þar sem jöfnuður og lífskjör gerast hvað best,“ segir Sigurður Ingi. „Við Framsóknarmenn teljum að hægt sé að fara í uppbyggingu víða – þar sem ekki er sama þenslan alls staðar. Samfélagið Ísland er sterkast þegar allt landið er öflugt.“ Hann segist geta hugsað sér að mynda stjórn með þeim flokkum sem séu til í að fara með í þá vegferð að gera Ísland allt að vænlegum búsetukosti. „Hafa öflugt heilbrigðis- og menntakerfi og samgöngur. Bæta kjör þeirra sem lakast standa, m.a. meðal aldraðra, öryrkja og barna. Endur- bæta skattkerfið þannig að létta skattbyrði hjá millitekjufólki og fólki með lægri tekjur en hækka á hátekjur. Standa vörð um nátt- úru landsins um leið og við nýtum hana sem sjálfbæra auðlind.“ Hann telur fáa sjá eftir ríkis- stjórninni. „En ég held að mjög mörgum finnist að við stjórn- málamenn ættum að axla almennt meiri ábyrgð og það sé okkar vinna að mynda starfhæfar ríkisstjórnir og tryggja þannig stöðugleika í samfélag- inu.“ Brýnast sé að byggja aftur upp traust á milli stjórnmála og almennings. „En líka milli flokka og fólks í stjórnmálum. Það er á ábyrgð flokka og stjórnmálamanna að brúa þetta bil.“ Sigurður Ingi notaði hluta sumars til að hitta Framsóknarmenn og segist finna fyrir trausti. Hann segir að auðvitað muni verða tekist á um sæti á framboðslistum. „Ég vona að það muni gerast á heiðarlegan og lýðræðislegan hátt og allir uni niður- stöðu,“ segir hann og segist hlakka til kosninga. Sigurður Ingi er einn þeirra sem hafa komist í kast við lögin með því að keyra of hratt. „Á árum mínum sem dýralæknir – keyrandi út um allar sveitir, oft í ati eða bráða- tilfellum, kom nokkrum sinnum fyrir að lögreglan stöðvaði för vegna of mikils hraða. Það hefur lagast mikið en ég hef samt á til- finningunni að enn sé verið að safna passamyndum af mér við vegi landsins. En annars hef ég nú bara verið löghlýðinn borgari,“ lofar Sigurður Ingi. Fáir sem sjá eftir ríkisstjórninni 3 veigamestu bar- áttumál flokksins 1. Opin vinnubrögð og traust. 2. Umhverfismál. 3. Mannréttindi. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar Mikilvægasta prinsipp Bjartrar framtíðar er betri opin vinnubrögð og traust. Björt framtíð er frjálslyndur umbóta- flokkur sem leggur áherslu á umhverfismál og mannréttindi,“ segir Óttarr spurður um brýnustu málefnin. Hann segir Bjarta framtíð ekki munu vinna með flokkum sem ali á rasisma. „Það er kýrskýrt að Björt framtíð mun ekki vinna með flokkum sem ala á hatri eða ra s i s m a . Í l j ó s i aðdraganda þess að Björt framtíð sleit samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn er ólíklegt að sjá fyrir s a m s t a r f þ e s s a ra flokka.“ Ertu sáttur við að ganga til kosninga núna? Hvern- ig heldurðu að almenn- ingi líði með að ganga til kosninga svo stuttu eftir að síðast var kosið? „Ég er sammála meirihluta almennings eins og komið hefur fram í skoðanakönnun- um að rétt sé að ganga til kosninga nú við þessar aðstæður. Kosningar eru í eðli sínu lýðræðislegar og færa valdið til almennings.“ Óttarr segir mikilvægast að koma á trausti í stjórnmálum. „Heiðarleiki og gagnsæi eru grund- völlur þess að skapa traust í stjórn- málum og traust til stjórnmála. Það er ríkjandi tilfinning að sumir séu réttlát- ari en aðrir, að sumir hafi betra aðgengi að samfélaginu og stjórnkerfinu. Þetta þarf að laga.“ Flokkurinn hefur verið gagnrýndur af sumum fyrir að hafa skorast undan ábyrgð með því að slíta stjórnarsam- starfinu síðastliðinn fimmtudag. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? Hefðuð þið átt að „sofa á“ ákvörðuninni? Hefði það breytt einhverju? „Ég vísa þeirri gagn- rýni til föðurhúsanna. Það hefði verið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við þeim trúnaðarbresti sem afhjúpaðist á fimmtudaginn. Ákvörðun Bjartrar framtíðar er ekki upphafið að falli ríkisstjórnarinnar heldur afleiðing af afhjúpun sem sýndi að traustið sem var forsenda samstarfsins var rofið.“ Óttarr hefur komist í kast við lögin. Lögbrotið varð til þess að hann hætti að drekka fyrir tuttugu árum. „Já. Árið 1991 var ég fáviti og settist drukkinn undir stýri. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa verið stöðv- aður af lögreglunni áður en slys hlaust af, var sektaður og missti prófið. Þetta var eitt af því sem hafði mikil áhrif á það að ég hætti að drekka fyrir að verða 20 árum. Það að hætta að drekka er eitthvert mesta heilla- spor sem ég hef stigið.“ Vill ekki hatur og rasisma í samstarfi Ég held að Ég hafi ekki einu sinni fengið sekt fyrir of hraðan akstur. annars hef Ég nú bara verið löghlýðinn borgari. Árið 1991 var Ég fÁviti og settist drukkinn undir stýri. Ég er óendanlega þakklÁtur fyrir að hafa verið stöðvaður af lög- reglunni. 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -9 C 0 0 1 D D 2 -9 A C 4 1 D D 2 -9 9 8 8 1 D D 2 -9 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.