Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 32

Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 32
Þótt King hafi hugsanlega eitthvað látið undan síga í vinsældum á tíunda ára-tug síðustu aldar og þeim fyrsta á þessari er rétt að forðast það að álykta að við séum að enduruppgötva höf- undinn núna, eða að hann hafi legið í einhverjum dvala. Á áratugunum tveimur milli 1991 og 2010 voru framleiddar kringum 35 kvikmyndir eftir sögum hans og hann sjálfur skrifaði 25 skáldsögur sem margar hverjar vekja talsverða athygli,“ segir Guðni Elísson, prófessor við Háskóla Íslands, en hann hefur meðal annars haldið námskeið um hrollvekjur þar sem Stephen King kemur við sögu. King er ótrúlega vinsæll þessa stundina enda kvikmynd  byggð á sögu hans, It, að sigra bíóheima og Stranger Things sló í gegn í sjón- varpsheimum en það er þáttaröð mótuð af skáldskaparheimi Kings eins og hann var á áttunda og níunda áratugnum og er full af vísunum í hann. „Það sem við erum hugsanlega að sjá núna er ákveðið endurlit til tíma- bilsins milli 1970 og 1990 sem skil- greindi King sem höfund og hefur stundum verið álitið blómatímabil í bandarísku hrollvekjunni, þegar höfundar eins og King, Peter Straub, Robert McCammon og Dan Simm ons verða leiðandi afl og endurskilgreina bókmenntagreinina. Netflix sjón- varpsþáttaröðin Stranger Things, sem hóf göngu sína í fyrra, er t.d. mótuð af skáldskaparheimi Kings og er full af vísunum í hann. Nú er líka verið að kvikmynda skáldsögur frá þessu tímabili, eins og It (1986) og Dark Tower seríuna, en fyrstu þrjár bækurnar í henni, sem sumir myndu kannski kalla einkennis- verk seríunnar, komu út milli 1982 og 1991.“ Guðni bendir á að margar skýr- ingar séu á vinsældum Kings þessa stundina. Sköpun hans á persónum, frásagnarþræðir, sagnaheimurinn og að sögurnar snúist um aðkallandi samfélagsmálefni. „Í fyrsta lagi á hann afskaplega auðvelt með að skapa eftirminnilegar og lit- ríkar persónur og um margt svipar honum þar til enska 19. aldar rithöfundarins Charl- es Dickens, sem King hefur sjálfur ítrekað lýst sem helstu fyrir- mynd sinni. Í öðru lagi er hann afskaplega flinkur í að taka upp klassíska frásagnar- þræði og endurmóta á breyttum forsendum. Sagnaheimurinn er forn og nýr í senn. Skrímslin hans tilheyra t.d. bandarískum sam- tíma vegna þess að þau spretta upp úr honum, þótt nöfnin sem þau bera séu stundum ævagömul. Í þriðja lagi snúast sögurnar sem hann segir gjarnan um aðkallandi samfélagsmálefni. King hefur frá upp- hafi lagt mikla áherslu á þennan þátt í sagnagerð sinni og í fræðiritinu Danse Macabre frá 1981 greinir hann ýmsar birtingarmyndir samtímans í hroll- vekjum eftirstríðsáranna á skarpan hátt sem sýnir glögglega skilning hans á þeim félagslegu kringumstæðum sem oft móta vandaðan hrylling.“ Guðni bendir á að lengi vel hafi King verið algjörlega hunsaður af bók- menntaelítunni en það hafi breyst að undanförnu enda ýmsir álitsgjafar sem hafa alist upp með sögum hans orðnir áhrifavaldar.  „Stephen King hefur alltaf átt í fremur flóknu sam- bandi við bandarísku bókmennta- elítuna.  Þetta hefur aðeins breyst upp á síðkastið, kannski ekki síst fyrir þá sök að nú eru þeir ýmsu álitsgjafar sem ólust upp með sögum hans komnir í áhrifastöður og þann- ig hefur King á undan- förnum árum verið að fá ýmiss konar viðurkenningar sem liggja utan fantasíu- og hrollvekjugeirans. Á þann hátt til- nefndi New York Times Book Review bók hans 11/22/63 eina af tíu bestu bókum ársins 2011, en það hefði þótt saga til næsta bæjar einhverjum áratug- um fyrr. Fyrir tveimur árum heiðraði Obama Bandaríkjaforseti svo King með einni æðstu orðu þjóðarinnar. Að sama skapi veitti bandaríska þjóð- arbókhlaðan (Library of Congress) höfundinum viðurkenningu í fyrra fyrir áratuga langt starf sitt í þágu bóklesturs. Þetta getur verið ákveðin vísbending um að staða Kings sé að styrkjast, en of snemmt er að gefa út einhverjar yfirlýsingar um slíkt.“ benediktboas@365.is Markús Már Efraim, kennari í skapandi skrifum Ég var illa haldinn af bókmenntasnobbi í menntaskóla og gaf þá lítið fyrir King þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni lesið hann. En svo las ég einn daginn smásögu eftir hann, Gramma, og upplifði ótta við lestur í fyrsta sinn síðan ég var krakki. Mér f a n n s t þ a ð a ð d á u n a r - verður hæfi- leiki að geta notað texta til að stjórna tilfinningum annarra og það hvatti mig bæði til að lesa meira eftir hann og skrifa sjálfur. King hefur líka svo augljóslega mikla ástríðu fyrir því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Ég beið lengi með að lesa The Shining, því kvikmyndin var í miklu uppáhaldi hjá mér, en þegar ég loks- ins gerði það varð ég hugfanginn. Fyrir utan allan hryllinginn þá hefur hún mikla tilfinningalega dýpt og sem faðir átti ég auðvelt með að tengja við þessa yfirþyrmandi ást sem aðalpersónan finnur til sonar síns. It, Stranger Things og Dark Tower koma allar í gegnum hugarheim rithöfundarins Stephens King. Guðni Elísson prófessor segir að King hafi ekkert legið í dvala þótt hann sé svona vinsæll núna. Íslenskir aðdáendur Stephens King Snyrtistofan Ha lik Okkar sérsvið er háræðaslitsmeðferðir ! Við vorum að flytja í nýtt og enn glæsilegra húsnæði í Hlíðasmára 9 í Kópavogi. Fyrir Eftir Erum flutt í Hlíðasmára 9 ATHUGIÐ ! Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala Uppáhaldsbókin er Dolores Clai- borne. Hún er algerlega mögnuð, í henni reisir kona æru sína, ein og óstudd. Enginn stenst King snúning í persónusköpun, hann leggur allt í sölurnar svo lesandinn skilji per- sónurnar. Hann gerir þetta af miklu innsæi, sérstaklega hvað varðar áhrif atburða í æsku á það sem síðar verður. Hann blandar gjarnan inn yfir- náttúrulegum hlutum eða atburðum og það fer stundum yfir mín þol- mörk, en ég tengi það þessari djúpu persónusköpun – persónurnar eru iðulega að glíma við svo ömurlegan raunveruleika sem hið hversdagslega ræður stundum ekki við að leysa. Það sem er sérstaklega heillandi er að honum tekst að gera þetta á trúverðugan hátt fyrir kvenpersónur líka. Það hef ég ekki séð hjá neinum öðrum karlkyns rithöfundi. Fyrir byrjendur mæli ég með bókinni „Uppreisnin“. Hún kom út 1977 og í þeirri bók skrifar King (sem Richard Bachman) inn í framtíð sem síðar varð alvarlegur raunveruleiki; ungur maður fær útrás fyrir reiði sína í kennslustofunni, vopnaður. Nýi þrí- leikurinn um Mr. Mercedes er mjög gott val sömuleiðis, aftur skrifar King inn í raunveruleika sem svo varð. Sennilega er hann skyggn, karlinn. Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður Eitt af því sem Stephen King gerir betur en aðrir er að setja sig í spor og hugar- heim barna. Enda eru börn og unglingar aðalsöguhetjur í flestum bókum hans. Fyrsta bókin sem ég las á ensku var The Shining, veturinn þegar ég var fjórtán og einstaklega snjóþungt og dimmt enda svaf ég með ljósin kveikt. It er að öðrum ólöst- uðum uppáhaldið mitt. Í þeirri bók segir hann nokkra magnaða hluti um bernskuna, til dæmis að ellefu ára séu börn á toppi þess að vera krakkar og þess vegna sé það töfratími, nokkuð sem ég hef rekið mig oft á í starfi mínu með börnum. Þar bendir hann líka á að krakkar lifi lífi sínu undir 150 cm sjónlínu fullorðinna þar sem bæði bestu ævintýrin og versti hryllingurinn geta gerst. Fyrir mér er Stephen King einn besti rithöf- undur samtímans og eins og Astrid Lindgren og fleiri sem ekki skrifa hefðbundnar fagurbókmenntir hefur hann alveg sérstaka innsýn í heiminn og mannlegt eðli. King er og verður kóngur hrollvekjunnar 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -7 4 8 0 1 D D 2 -7 3 4 4 1 D D 2 -7 2 0 8 1 D D 2 -7 0 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.