Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 42

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 42
Bananakúlur með rjómasúkkulaði (16 - 20 stykki) 1 pakki Haustkex (rúmlega 225 g) 1 banani 3-4 msk. niðursoðin karamellu- mjólk (caramelized milk) Pínulitlir sykurpúðar eftir smekk 250 g rjómasúkkulaði brætt yfir vatnsbaði Myljið Haustkex í matvinnsluvél og hellið svo í skál. Stappið bananann og setjið í skálina með kexmylsnunni. Setjið 3 msk. af karamellumjólk saman við, til að byrja með. Síðast eru sykurpúðar settir saman við. Blandið öllu vel saman. Ef ykkur finnst þurfa, má bæta annarri matskeið af karamellu mjólk við. Rúllið kúlur úr deiginu. Kælið kúlurnar í ísskáp í tvær klukku- stundir eða í frysti í klukkustund. Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði, veltið kúlunum upp úr því, raðið á plötu með bökunar- pappír og látið súkkulaðið harðna. Skreyta má kúlurnar með fallegu kökuskrauti og líka er hægt að dreifa smá kexmylsnu yfir þær. Gott er að gera það áður en súkku- laðið verður hart. Það kemur líka ljómandi vel út að nota smátt saxað súkkulaði í þessar kúlur og auðvitað má nota annað súkkulaði en rjómasúkkulaði. Geymið í frysti. Samverustund yfir matarstússi í eldhúsinu er dýrmætur fjöl-skyldutími,“ segir Theodóra sem í starfi sínu sem heimilis- fræðikennari þekkir vel einskæran áhuga barna á matargerð og bakstri. „Börn njóta þess að búa til eitthvað sem þeim þykir gott og það eykur með þeim hugrekki að smakka nýja hluti þegar þau hafa sjálf handfjatlað hráefnið og átt þátt í mat reiðslunni.“ Theodóra kennir 4. til 7. bekk- ingum Melaskóla að elda sér mat og segir staðreynd að flest börn séu lítt gefin fyrir fisk. „Það er helst að þau vilji þá fiskinn sem pabbi eldar eða pabbi veiðir, en ég er að byrja með fisklotur í skólanum til að kenna þeim að matreiða fisk og kynnast honum betur, og sjá hvort það hafi áhrif.“ Á nammidögum er Theodóra sjálf veik fyrir blandi í poka og súkkulaðirúsínum, en hún bakar reyndar upp á hvern dag. „Ég baka á hverjum einasta degi þegar ég kem heim úr bökunar- kennslunni og er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég er víst bakari af lífi og sál og forvitin um allt sem tengist bakstri. Samkennarar mínir og fjölskyldan njóta svo afrakst- ursins,“ segir hún og brosir yfir girnilegum sælgætiskúlum sem hún gefur hér uppskrift að. „Það sem ég geri er yfirleitt fljót- legt og einfalt og flest hráefnin eru til í skápunum heima. Það er smá- vegis hollusta í þessum kúlum líka, sem er banani. Athugið bara að kúlurnar eru mjög ávanabindandi og erfitt að hætta að úða þeim í sig. Njótið vel!“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Ávanabindandi fjölskyldugott Nammidagur er til að njóta, segir Theodóra Sig- urðardóttir, heim- ilisfræðikennari í Melaskóla. Hún vonar að fjölskyld- ur landsins dundi sér saman í eld- húsinu um helgar og búi til heima- gerð sætindi. Theodóra gaf út bókina Matargatið árið 2014 þar sem hún sýndi hvernig börn geta matreitt gómsæta rétti með eða án aðstoðar. Hún vinnur nú að bók um sínar eigin gómsætu súkkulaðikökur. MYNDIR/ANTON BRINK FYRIRTÆKJAGJAFIR Sérblað um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna og viðskiptavina kemur út 30. september. Áhugasamir hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512 5429 jonivar@365.is Í þessu blaði er hægt að kaupa auglýsingar sem og kynningar. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . s e P T e M B e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -C D 6 0 1 D D 2 -C C 2 4 1 D D 2 -C A E 8 1 D D 2 -C 9 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.