Fréttablaðið - 23.09.2017, Síða 49
ER FRAMTÍÐ
ÞÍN HJÁ
OKKUR?
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 5100 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á heimsvísu
í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og framþróun í öllu okkar
starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugt fólk, konur og karla, sem hafa áhuga á að mæta nýjum og spennandi áskorunum
á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti,
framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Við leitum að öflugu fólki í fjölbreytt störf
Umsóknarfrestur er til og með 8. október.
Nánari upplýsingar um störfin og umsóknarform er að finna á marel.is/störf.
SERVICE ENGINEER
DALVÍK
Starfsaðstaðan er á Dalvík en viðkomandi
þarf að geta ferðast innanlands vegna
starfsins. Við leitum að öflugum
einstaklingi til að takast á við krefjandi
verkefni í þverfaglegu teymi á sívaxandi
markaði.
Starfssvið:
• Tækniþjónusta við viðskiptavini innanlands
• Reglubundnar heimsóknir til viðskiptavina
vegna fyrirbyggjandi viðhalds
• Ráðgjöf og þjónusta um rekstur og viðhald
tækja Marel
• Uppsetning, bilanagreining og viðgerðir á
tæknibúnaði Marel
• Þjónustuvakt og útköll því tengt
• Almennar viðgerðir á verkstæði Marel á
Dalvík
Hæfniskröfur:
• Rafvirkjun, vélvirkjun eða vélstjórnun
er skilyrði
• Önnur tæknimenntun er kostur
• Reynsla af sjálfvirkum kerfum
• Innsýn í framleiðsluferla
• Reynsla úr matvælaiðnaði og þekking á
vörum Marel
• Lipurð og góð þjónustulund
PRODUCT SPECIALIST
WEIGHING AND GRADING
Marel leitar að vörustjóra í öflugt teymi
sérfræðinga sem hafa umsjón með
vöruflóru vigtunar- og flokkunarlausna.
Leitað er að drífandi einstaklingi sem vill
finna réttu lausnirnar fyrir markaðinn á
réttum tíma.
Starfssvið:
• Tæknileg ráðgjöf við alþjóðlegt sölunet
Marel og heimsóknir til viðskiptavina um
allan heim
• Þátttaka í mótun og innleiðingu
sölu- og markaðsstefnu fyrir vigtunar og
flokkunarlausnir
• Samvinna og samskipti við
vöruþróunarteymi
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi
s.s. viðskipta- eða markaðsfræði, iðnaðar- eða
rekstrarverkfræði
• Viðkomandi þarf að búa yfir góðum
úrlausnarhæfileikum
• Jákvætt viðhorf, stefnumiðuð sýn og vilji til
að starfa í teymi
• Mjög góð enskukunnátta er skilyrði
TECHNICAL PLANNER
Starfið felur í sér að skipuleggja
hönnunargögn frá söluverkahópi til
framleiðslueininga og að halda utan um
áætlanir um framtíðareftirspurn.
Starfssvið:
• Meta og mæta áætlun um eftirspurn í vél-,
raf- og hugbúnaðarhönnun
• Áætla hönnunar- og biðtíma fyrir verkefni í
tilboðsfasa
• Skipuleggja pantanir inn í söluverkahóp og
skila hönnunargögnum til framleiðslu
• Ábyrgð á uppfærslu áætlana í daglegum
rekstri
• Ábyrgð á rekstri og þróun tóla sem notuð eru
við áætlanagerð í söluverkahóp
Hæfniskröfur:
• BSc/MSc í viðskiptafræði eða raungreinum
• Góð þekking á auðlindastýringu og
áætlanagerð
• Mjög góðir samskiptahæfileikar og
enskukunnátta
• Sjálfstæði, skapandi hugsun og
skipulagshæfni
• Reynsla af ERP (SAP, DAX) er kostur
2
3
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
D
2
-E
B
0
0
1
D
D
2
-E
9
C
4
1
D
D
2
-E
8
8
8
1
D
D
2
-E
7
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K