Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Page 4
Helgarblað 24.–27. febrúar 20174 Fréttir
Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos
Bragðgóð grísk jógúrt að vestan
Hagnaður HB Granda dróst
saman um þrjá milljarða
n Ekki verið minni síðan 2012 n Verkfallið setti „verulegan svip“ á reksturinn
H
agnaður HB Granda nam 3,5
milljörðum króna á síðasta
ári og er lagt til að hluthöfum
verði greiddir rúmir 1,8 millj
arðar króna í arð samkvæmt
ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.
Hagnaður sjávar útvegsfyrirtækisins
dregst verulega saman milli ára eða
sem nemur þremur milljörðum króna
frá árinu 2015, þegar hann nam 6,5
milljörðum króna. HB Grandi hefur
ekki skilað minni hagnaði síðan 2012.
Sterk staða
HB Grandi birti ársreikning fyrir
árið 2016 á miðvikudag en þar kem
ur fram að rekstrartekjur námu 26,8
milljörðum króna, rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir (EBITDA) 5,9 milljarð
ar en hagnaður 3,5 milljarðar, miðað
við meðalgengi evru á árinu. Eignir
námu samtals 53,5 milljörðum
króna, skuldir 23,8 milljörðum og
eigið fé félagsins 29,7 milljörðum
króna, miðað við lokagengi ársins
2016.
HB Grandi gerði út níu fiskiskip
í árslok 2016 en í ársbyrjun 2017
fékk félagið afhentan fyrsta ísfisk
togarann af þremur og stendur til að
koma fyrir vinnslu og lestarbúnaði
í honum. Reiknað er með að hinir
togararnir tveir verði afhentir síðar
á þessu ári.
Verkfall tók sinn toll
Í tilkynningu með ársreikningnum
segir að verkfall sjómanna hafi sett
„verulegan svip“ á rekstur félagsins á
síðari hluta fjórða ársfjórðungs 2016
og byrjun árs 2017.
„Ekki er þó hægt að segja til um
hversu mikil áhrif verkfallið mun
hafa á afkomu félagsins þegar upp
er staðið.“
12 milljarðar í arð
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu
hefur hagnaður HB Granda ekki
verið minni síðan 2012 þegar hann
nam 2,7 milljörðum króna. Undan
farin ár hafa verið íslenskum sjávar
útvegi góð og HB Grandi skilað mylj
andi hagnaði síðan þá, aldrei meira
en árið 2015. Fallið var því hærra
en ella þegar harðnaði í ári í fyrra,
fyrir útflutningsgreinina, þar sem
styrking krónunnar hafði meðal
annars töluverð áhrif. Eigendur og
hluthafar HB Granda hafa líka notið
góðs af uppgangi síðustu ára, hafa
fengið greidda 11,9 milljarða króna í
arð síðastliðin fimm rekstrarár. n
Svona hefur afkoma HB Granda verið
Hluthafar fengið 11,9 milljarða í arð vegna síðustu fimm rekstrarára
Ár Hagnaður arðgreiðSlur til HlutHafa
2016 3,5 milljarðar kr. 1,8 milljarðar kr.
2015 6,5 milljarðar kr. 3 milljarðar kr.
2014 5,6 milljarðar kr. 2,7 milljarðar kr.
2013 5,7 milljarðar kr. 2,7 milljarðar kr.
2012 2,3 milljarðar kr. 1,7 milljarðar kr.
Ágæt afkoma Hagnaður HB Granda
nam 3,5 milljörðum króna á síðasta
ári sem þykir ágætt. Samanborið við
síðustu ár, sem voru íslenskum sjávar
útvegi góð, hefur hagnaður dregist
umtalsvert saman.
Mynd Sigtryggur ari
Kristján
loftsson
Stjórnar
formaður
og einn
eigenda HB
Granda.
IKEA lækkar verð
Gengisbreytingar skapa svigrúm til lækkunar
I
KEA hefur lækkað verð á öllum
húsbúnaði um 10 prósent að jafn
aði. Þetta gerir fyrirtækið vegna
styrkingar krónunnar. Þetta kem
ur fram í tilkynningu frá IKEA. Fram
kemur að þetta sé í annað sinn á
þessu rekstrarári (frá 1. september)
sem IKEA lækkar vöruverð kerfis
bundið. Öll verð séu nú mun lægri
en fram kom í síðasta vörulista versl
unarinnar, sem gefinn var út í ágúst.
„Aðstæður hafa skapast undan
farin misseri til að lækka vöruverð;
stöðugleiki í efnahagsmálum, styrk
ing krónunnar og aukin umsvif, ekki
síst vegna gríðarlegrar aukningar á
ferðamönnum til landsins. Styrking
krónunnar heldur áfram og því hef
ur verið ákveðið að líta bjartsýnum
augum til framtíðar og skila þessari
styrkingu án tafar til viðskiptavina.
Það er von forsvarsmanna IKEA að
verðlækkanir fyrirtækisins hafi já
kvæð áhrif á áframhaldandi stöðug
leika og kaupmátt landsmanna,“
segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að verð á
húsbúnaði hafi ekki hækkað í IKEA
frá árinu 2012. n
baldur@dv.is
iKea Verð hefur ekki hækkað frá 2012. Mynd
Sigtryggur ari
Biður um svör
frá Sóleyju
„Á henni að leyfast það, sem
hún sakar einmitt Trump um,
að bera fram tilhæfulausar stað
hæfingar og ásakanir og þurfa
aldrei að svara fyrir orð sín?“ spyr
Hannes Hólm
steinn Gissurar
son, prófessor í
stjórnmálafræði,
og vísar í um
mæli Sóleyjar
Tómasdóttur,
fyrrverandi
borgarfulltrúa, á
Facebook en Sóley nefnir Hannes
í tengslum við það sem hún kallar
„Trumpvæðingu“ í umræðunni á
Íslandi.
Í færslunni ritar Sóley meðal
annars að hún hafi haldið að
Trumpvæðing væri eitthvað sem
ætti sér bara stað á vettvangi
stjórnmálanna „en þegar fjölmiðl
ar dragi Helga Tómasson, Einar
Steingrímsson og Hannes Hólm
steinn Gissurarson fram sem sér
fræðinga um kynbundinn launa
mun, sem sé víst ekki til, sé ljóst
að Trumpvæðingin sé skollin á af
fullum þunga í almennri umræðu
á Íslandi.“ Færslan fær ágætis
undirtektir og þó nokkrir sem taka
undir í athugasemdum.
Á meðan er Hannes ekki par
sáttur en í pistli á vef Pressunnar
kveðst hann hafa sent Sóleyju
skilaboð þar sem hann taki fram
að hvergi í umræðunni hafi verið
verið óskað eftir áliti hans á launa
mun kynjanna. „Ég er, held ég, eini
kennarinn í stjórnmálafræði, sem
er aldrei kallaður til sem álitsgjafi
á RÚV til dæmis, um eitt eða neitt.“
Hann segir engin svör hafa borist
og svo virðist sem fullyrðingar Sól
eyjar séu ekki það eina sem fari í
taugarnar á Hannesi.
„Og Hólmsteinn er Hólmstein
í þolfalli.“