Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 20
Helgarblað 24.–27. febrúar 201720 Umræða O g þá er bara að rita endur- minningar sínar. Ég er orðinn nógu karlægur og andlega lamaður til þess að einhver fái áhuga á lífi mínu. Ég ætla að skrifa bókina: Hvernig ég varð að andlegum og líkamlegum aumingja án þess að leggja nokkuð af mörkum til þess að verða það. Kaupið metsölubók Tómasar Jónssonar, sem verið er að þýða á sjö erlend tungumál. Hann lýsir af hreinskilni og teprulaust andlegum þjáningum sínum, gam- all, sjúkur og vinalaus í íbúð, sem hann hefur verið rændur, karlægur. Nærfærnisleg bók, rituð af hárfín- um skilningi og þekkingu, samúð með lítilmagnanum. Bókin er við- vörun til okkar allra, sem ekki erum komin í kör. Þetta er bók handa allri fjölskyldunni. Djörf bók. Fyrir lesendum vakna margar spurn- ingar, sem höfundur lætur ósvarað- ar. Er hann í raun og veru karlæg- ur. Var hann með brögðum sviptur íbúðinni. Er hann dadaisti. Nauðg- aði hann tíu ára gamalli telpu inni í þvottapotti. Er hann kynvillingur. Er hann morðingi. Hver er Tómas. Er hann við öll. Er hann tákn ís- lenzku þjóðarinnar eins og hún er í dag, andlega og líkamlega karlæg. Um þessar og fleiri spurningar fáið þið að brjóta heilann með því að lesa jólabók okkar í ár: Hvernig ég varð að andlegum og líkamlegum aumingja, án þess að leggja nokk- uð af mörkum til að verða það. Les- ið bókina um manninn, sem skrif- aði af sér kynfærin. Hún er jólabók okkar í ár.“ Höfundurinn í útvarpinu Þessi makalausa klausa hér fyrir framan birtist skyndilega þegar langt er liðið á skáldsöguna frægu Tómas Jónsson metsölubók eft- ir Guðberg Bergsson, eða á síðum 209 og 210 í þessu tæplega 350 síðna verki. Því er ástæða til þess að rifja þetta upp að sagan verður á komandi vikum eða mánuðum kvöldsagan í Ríkisútvarpinu, flutt af höfundinum sjálfum, og ekki síður vegna þess að höfundurinn, sem er sprækur og hress þótt hann sé kominn á níræðisaldur, varð hér á dögunum, einu sinni sem oftar, umræðuefni tilfinningaþrunginna skrifa á netinu og samfélagsmiðl- um vegna viðtals sem Rás eitt átti við hann af þessu tilefni. Og má segja að margir í því spjalli hafi dregið lítt af sér við að fara hin- um óvirðulegustu orðum um höf- undinn; hann var kallaður gamall nöldrari og tuðari, hrokagikkur og fordómabúnt og jafnframt fylgdu glósur um að verk hans væru of- metin eða í það minnsta með öllu úrelt. Örlar á smásálarskap Skoðum þetta nánar. Í viðtalinu rausaði hann vissulega og masaði, og margt var þar gamalkunnugt, með tilheyrandi pirringi út í rót- tækar bókmenntakonur og annað þannig fólk sem lengst og best hef- ur staðið með honum og hans verk- um. Auk þess sem hann sagði með- al annars að það væru bara tvær persónur til í gjörvöllum íslenskum bókmenntum, Tómas Jónsson og svo Bjartur í Sumarhúsum, og gerði jafnframt einhvern furðu- legan samanburð á sjálfum sér og hinum höfundinum sem hefði lán- ast að skapa persónu, það er að segja Halldóri Laxness sem væri „rithöfundur“ meðan hann sjálf- ur væri „skáldsagnahöfundur“ – og mátti skilja að það síðarnefnda væri líklega töluvert merkilegra. Einhver hefði nú kannski leyft að minnsta kosti Agli Skallagríms- syni að fljóta með í þessari upp- talningu á bókmenntapersónum íslenskum, en það var semsé ekki. Reyndar verð ég að bæta því við að mér hefur stundum fundist Guð- bergur furðu spar á örlæti í garð annarra íslenskra höfunda, svo að jaðrar við smásálarskap. Þetta eru ekki persónuleg klögumál, heldur er ég að vísa til þess að jafnvel við gefin tilefni eða aðspurður hefur hann varla ekki nema eitthvað lítil- lækkandi að segja um bæði byrj- endur, hans samtímamenn og jafn- vel okkar stærstu meistara, eins og HKL og höfunda fornsagnanna. En ég ætlaði ekki að tala um það – það verður hver og einn að vega og meta sína stórmennsku. En það breytir ekki hinu: Ég ætlaði í tilefni alls þessa að tala um skáldsöguna umtöluðu, hina hálfrar aldar gömlu Tómas Jónsson metsölubók. Sérstaklega þar sem ég hef séð í netskrifunum sem ég gerði hér að umtalsefni, meðal annars frá ungum upprennandi höfundum og efnilegu bókmennta- fólki sem lætur ummæli og sleggju- dóma Guðbergs fara í taugarnar á sér, þau sjónarmið viðruð, eins og ég gat um, að nefndur höfund- ur hafi svosem ekkert eða lítið sem ekkert merkilegt skrifað sjálfur. Og svo hafa fylgt upplýsingar um að sá sem er að skrifa hverju sinni hafi lítið sem ekkert lesið eftir Guð- berg, fundist það litla leiðinlegt sem borið hafi fyrir augu og að sá sami muni ekki nenna að leggja á sig að lesa meira. Og því er rétt að rifja upp eitthvað af snilldarverkum höfundarins grindvíska. Ég nefndi, vegna ummæla Guð- bergs í útvarpsviðtalinu, bókina um Tómas Jónsson í samhengi við Sjálfstætt fólk og Egils sögu. En það merkilega er að bókin um Tómas þolir alveg slíkan samanburð, sem má teljast allnokkuð. Bókin um Tómas er þvílík flugeldasýning af húmor og stílgaldri, hreint eldgos í persónusköpun og heimsmyndar- gerð, svo eitthvað sé nefnt. Að formi til er fylgt stílabókum sem gam- all maður hefur skrifað með blý- anti liggjandi í bælinu aleinn í sinni kjallaraíbúð – undir lok bókar er Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook Tómas Jónsson metsölubók, og raus í gömlum köllum Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Bókin um Tómas er þvílík flug- eldasýning af húmor og stílgaldri, hreint eld- gos í persónusköpun og heimsmyndargerð, svo eitthvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.