Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 24
Helgarblað 24.–27. febrúar 201724 Fólk Viðtal B laðamaður hittir Helga í höfuðstöðvum Góu og Kentucky Fried í Hafnar­ firði. Helgi hefur lengi haft brennandi áhuga á málefn­ um lífeyrissjóðanna og hag lífeyris­ þega og þetta eru vitanlega málefn­ in sem viðtalið snýst um. „Það er engin smáupphæð sem er tekin af okkur í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við peningana, þeir eiga svo mikið af þeim. En ef eldri borgarar vilja að fá eitthvað af sínum eigin pen­ ingum til baka þá blæðir þeim hjá lífeyrissjóðunum alveg óskaplega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í hús­ næði sem hentar öldruðum,“ segir Helgi. „Mér finnst leiðinlegt að það skuli hafa farið framhjá öllum að í hruninu sögðust lífeyrissjóðirnir hafa tapað 500 milljörðum. Hvernig stóð á því? Það var ekki skoðað. Ég hef spurt: Af hverju töpuðu lífeyris­ sjóðirnir með alla sína sérfræðinga? Sjálfur tapaði ég engu í hruninu. Ég vil fá svar við þessari spurningu en það virðist enginn hafa tíma til að kafa ofan í það mál. Hvernig væri að fjölmiðlar sinntu því.“ Lífeyrissjóðir eiga að byggja fyrir aldraða Þú hefur lengi látið þig málefni eldri borgara miklu varða. Hefur eldra fólk mikið samband við þig? „Ég má varla hitta mann án þess að hann nefni þetta á nafn og segi: „Helgi, þú verður að halda áfram!“ Ég segi: stundum: „Jú, jú, ég held áfram að berjast en þið verðið að standa á bak við mig.“ Við ellilíf­ eyrisþegar eigum eitt sterkt vopn, þótt við notuðum það ekki í síðustu kosningum. Þetta vopn er kosn­ ingarétturinn. Við getum merkt við þann sem ætlar að gera eitthvað.“ Hverjir eru það sem þú treystir helst til þess gera eitthvað í málefn- um ellilífeyrisþega? „Maður verður að sjá til með það. Maður kýs þá sem maður heldur að muni koma hlutunum í rétt far en svo virðast þeir ekki hafa áhuga á því. Sjáðu ungu Sjálfstæðismenn­ ina. Þeir eru æstir í að koma brenni­ víni inn í allar búðir en þeim er al­ veg sama um okkur eldri borgarana. Ég vil sjá þá eins æsta í að gamla fólkinu líði vel í ellinni. Svo mega þeir ekki gleyma því að þeir verða sjálfir gamlir einn góðan veðurdag. Þeir ættu að huga að því frekar en að leggja alla áherslu á að koma rauð­ víninu sínu inn í Hagkaup.“ Hvað viltu að verði helst gert í málefnum eldri borgara? „Ég ítreka það að lífeyrissjóðirnir eiga að byggja yfir aldraða. Við eldri borgarar eigum ekki að þurfa að bíða í tvö til fjögur ár eftir að kom­ ast úr íbúðinni okkar í hentugt hús­ næði fyrir aldraða. Það gleymist alveg að tala um það að ef við för­ um úr okkar íbúð þá losnar um leið íbúð fyrir fjölskyldufólk. Ég lét einu sinni teikna snyrtilega 27 fermetra einstaklingsíbúð með baðherbergi. Þegar ég gerði þetta sögðu ein­ hverjir menn að þetta væri allt of lítið rými, þetta yrðu að vera alla­ vega 40 fermetrar. Það getur alveg verið rétt en ég var að reyna að brúa ákveðið bil því stundum eru tveir einstaklingar í 12 fermetrum þar sem er hvorki klósett né snyrtiað­ staða. Eldri borgarar eiga rétt á því að hafa að minnsta kosti aðgang að því sem er nauðsynlegt, eins og klósetti og vaski, þó maður sé ekki að biðja um mikið meira. Af því að ég er orðinn eldri borgari sjálfur þá veit ég hvers virði það er að hafa að­ gang að þessum hlutum.“ Hvernig finnst þér að eldast? „Mér finnst það allt í lagi enda ekki hægt að koma í veg fyrir það. Ég á mitt einbýlishús skuldlaust og hef alla tíð reynt að skulda lítið. Þess vegna hef ég kannski lifað af. En mér finnst hræðilegt þegar fólk sem er búið að þjóna landi og þjóð þarf að hafa áhyggjur og neyðist til að fara á biðlista og bíða í nokkur ár eftir að komast í þjónustuhúsnæði fyrir aldr­ aða. Manni finnst líka skelfilegt að hjón geti ekki fengið að vera saman síðasta ævikvöldið, jafnvel er annað þeirra sent út á land á stofnun fyr­ ir aldraða. Svona hlutir eiga ekki að gerast. Það verður að gera eitthvað fyrir okkur eldri borgarana, þetta nær engri átt. Og hvernig stendur á því að ef við eigum rétt á lífeyrissjóði þá megum við varla vinna? Af hverju breytist fólk í annan skattborgara þegar það er orðið 67 ára. Hvaða rugl er það?“ Bankar eiga að leysa málin Það eru ekki einungis málefni ellilífeyrisþega sem Helgi hefur brennandi áhuga á. Hann hefur miklar áhyggjur af húsnæðisvanda ungs fólks. „Ég fór að heiman 15 Kannski stjórnar maður ósköp litlu Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, eins og hann er venjulega kallað­ ur, er ötull talsmaður líf­ eyrisþega og sömu leiðis ungs fólks sem á í erfið­ leikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Helga og ræddi við hann um þessi málefni og forvitnaðist auk þess um fyrirtækjareksturinn og lífshlaupið. „Ef ég ræki lífeyrissjóð myndi ég segja við fólk: Ef þið borgið til mín þá skal ég hugsa um ykkur. En þeir sem reka lífeyrissjóðina þegja allir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.