Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 27
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 Kynningarblað - Allt fyrir heimilið 3 Framsækin og falleg hönnun – framúrskarandi og persónuleg þjónusta Heimili & Hugmyndir, Ármúla 26 H eimili & Hugmyndir er litrík og að sumu leyti fram- andi verslun sem selur hús- gögn, húsbúnað og gjafa- vöru þar sem hafa verið farnar ótroðnar slóðir við hönnun, bæði hvað snertir stíl og efni. Versl- unin, sem er staðsett að Ármúla 26 í Reykjavík, þykir afar falleg og litrík að skoða auk þess sem hún er lofuð víða fyrir afskaplega góða og persónulega þjónustu. Meðal merkja sem Heimili & Hug- myndir býður upp er Flamant frá Belgíu, Lifestyle frá Hollandi og Nor- dal frá Danmörku. Meðal vinsælla vara í versluninni eru handgerð grísk rúm úr 100 prósent náttúrulegum efnum. Vörur í versluninni eru héðan og þaðan úr heiminum, bæði nýtt og gamalt, sem og handgert. Heimili & Hugmyndir var stofnuð árið 2007 og síðan þá hefur verslunin vaxið mikið því fólk kann að meta þá fjölbreyttu, framsæknu og djörfu hönnun sem í versluninni er að finna. Eigendurnir eru tvenn hjón, Kristín Davíðsdóttir og eiginmaður hennar, Ólafur Kristjánsson, og Krist- jana Ólafsdóttir og eiginmaður henn- ar, Guðmundur Davíðsson. Kristín Davíðs dóttir og Guðmundur Davíðs- son eru auk þess systkini. Viðskiptavinir verslunarinnar eru á öllum aldri en allt fólk sem hefur áhuga á tímalausri hönnun og eins- tökum og fallegum hlutum. Heimili & Hugmyndir hefur orð á sér fyrir að veita einstaklega góða og persónulega þjónustu. Mikið er lagt upp úr góðri ráðgjöf til viðskiptavina enda búa eigendur og starfsfólk yfir mikilli þekkingu á þeim vörum sem í boði eru. Á Facebook-síðu versl- unarinnar er áberandi hve margir viðskiptavinir lýsa sig ánægða með þjónustuna sem Heimili & Hug- myndir veitir. Einn þeirra skrifar eft- irfarandi umsögn: Sem áhugamaður um þjónustu verð ég að taka penna í hönd og hæla Heimili og Hugmyndum! Ég hygg að sjaldan eða aldrei hafi ég fengið jafn framúrskarandi þjónustu og hjá þessari verslun í gærkvöldi. Ég keypti sófa í gærmorgun, þau sendu hann heim á þeim tíma sem ég óskaði, en þegar ég opnaði umbúðirnar um kvöldið var ein löppin löskuð. Klukk- an var orðin 18.00 þannig verslunin var lokuð. Ég skrifa á facebook síðu verslunarinnar athugasemd með upplýsingar um símann minn. Áður en hálftími var liðinn kom hringing frá eigandanum til að spyrjast fyrir um málið. Áður en annar hálftími var liðinn var eigandinn kominn heim við annan mann til þess að ganga í málið. Fullkomin viðbrögð og ofar væntingum! Til algjörrar fyrirmyndar. Með þakklæti, Þröstur. Allir sem hafa áhuga á fram- sækinni hönnun og fallegu um- hverfi ættu að líta inn í Heimili & Hugmyndir að Ármúla 26. Versl- unin er opin virka daga frá kl. 11 til 18. n Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.