Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Side 33
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 Fólk Viðtal 25 Kannski stjórnar maður ósköp litlu ára, nú fer fólk ekki að heiman fyrr en 30–35 ára,“ segir hann. „Það er rosalegt að fólk sem vinnur hjá manni þurfi að vera í skollaleik til að komast í gegnum greiðslu- mat. Það er sagt við það: Geturðu ekki átt tvær milljónir á banka- bók í tvo sólarhringa? Ég vildi að- stoða mann sem var í vandræðum með að kaupa íbúð. Ég sagði hon- um að við skyldum setja íbúðina á mitt nafn en ég komst ekki í gegn- um greiðslumat upp á 17 milljónir fyrr en í þriðja sinn. Ég á lóð hér á Völlunum og lang- aði til að byggja þar 20 litlar íbúð- ir, um 50 fermetra, fyrir unga fólkið sem er í vinnu hjá mér. Ég hugs- aði þetta þannig að unga fólk- ið fengi 100 prósent lán. Auðvitað þarf að borga af því en þegar mað- ur er ungur hefur maður mikla orku, spýtir í lófana og getur tekið á sig aukavinnu. Ef það er útskýrt fyrir ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð að það þurfi að vinna nokkra tíma í næturvinnu til að borga lán þá er þetta ekkert mál. En þessir ágætu menn sem stjórna þessu vildu það ekki. Þeir sem áttu hús þarna fyrir fengu að breyta iðnaðar- og verslunarhús- næði í hótelíbúðir. „Geturðu ekki látið þetta heita hótelíbúðir?“ var sagt við mig. En ég vildi ekki taka þátt í einhverjum skrípaleik. Ég fæ ekki að byggja þessar íbúðir eins og er en það koma aftur kosningar í bæjar félaginu. Ég á leik þá. Mér finnst forkastanlegt að þegar ungt fólk kemur í bankann í dag þá er það ekki spurt hvað sé að. Ef spurt væri að því myndi bank- inn komast að því að það er í raun- inni ekkert að, viðkomandi þarf bara tveggja milljóna króna lán í tvö til fimm ár. Bankar eiga að vera í þannig bisness í stað þess að snúa öllu á hvolf og taka af fólki í staðinn fyrir að leysa málin. Bankarnir eru ekki að hjálpa ungu fólki og þess vegna segi ég enn og aftur, það eru lífeyrissjóð- irnir með alla þessa peninga sem eiga að hjálpa því. Ég vil að lífeyris- sjóðirnir láni ungu fólki skyndilán. Ef ég ræki lífeyrissjóð myndi ég segja við fólk: „Ef þið borgið til mín þá skal ég hugsa um ykkur.“ En þeir sem reka lífeyrissjóðina þegja allir.“ Ertu flokkspólitískur? „Nei, en kannski hefði ég átt að vera það. Þá hefði ég kannski komið einhverjum málum á framfæri þannig að pólitíkusarnir hefðu tekið mark á þeim.“ Klessuverk Kjarvals Helgi er mikill baráttumaður, eins og hann hefur sýnt og sannað, en hvaðan kemur hann? Aðspurður segist hann hafa alist upp í Kamp Knox, braggahverfinu. „Pabbi var til skiptis á sjó og í landi. Á þessum tíma var slegist um að fá að vera smiður eða múrari en þótt pabbi væri sérstaklega laghentur maður komst hann ekki á samning. Hann vann um tíma í Völundi og þang- að kom mikill listamaður sem hét Kjarval og bað hann að gera lista í kringum málverk. Listamaðurinn kunni það vel að meta vinnu pabba að hann kom einu sinni í heimsókn í braggana og gaf pabba málverk af hrauni. Kona í minni fjölskyldu, sem hafði vit á listum, var heilluð af þessu málverki. Ég var bara tíu ára og Trúin „Ég trúi á það góða hinum megin.“ Myndir Heiða HelgadóTTir Fyrirtækið „Á næsta ári eru 50 ár síðan þetta fyrirtæki var skrásett og það hefur alltaf haft sömu kennitölu.“„Lífeyris- sjóðirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við peningana, þeir eiga svo mikið af þeim. En ef eldri borgarar vilja fá eitthvað af sínum eigin peningum til baka þá blæðir þeim hjá lífeyris- sjóðunum alveg óskaplega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.