Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 38
Helgarblað 24.–27. febrúar 201730 Skrýtið Sakamál
morð í paradís
n Singh-hjónin glímdu við ýmsan vanda n Fjármál voru kornið sem fyllti mælinn
Þ
ann 4. febrúar, 2009, hóf
Fídjeyingurinn Raymond
Singh afplánun 18 ára dóms
sem hann fékk fyrir að verða
eiginkonu sinni, Wendy, að
bana. Wendy var menntuð hjúkr-
unarkona og hafði kynnst Raymond
þegar hún var við nám á Fídjíeyjum
á tíunda áratug síðustu aldar. Þegar
þar var komið sögu var hún fráskilin
tveggja barna móðir.
Ekki er allt sem sýnist
Wendy og Raymond felldu hugi
saman, fluttu til Bretlands og gengu
í hjónaband. Þau bjuggu um skeið í
Great Yarmouth og síðar í Ipswich í
Austur-Englandi og eignuðust tvö
börn saman. Að sögn nágranna
hjónanna í Great Yarmouth virtust
Wendy og Raymond vera hæglætis-
fólk. Raymond var sagður rólegheita
náungi, blíðmáll og ljúfur og Wendy
indæl og vingjarnleg, kannski svo-
lítið til baka en íhugul. En ekki er allt
sem sýnist því Raymond virðist hafa
verið laus höndin og fékk tveggja ára
dóm í formi samfélagsvinnu fyrir að
ganga í skrokk á eiginkonu sinni.
Fjárfest á Fídjíeyjum
Allt um það. Tíminn leið, eins og tím-
inn á til að gera, og árið 2008 keyptu
hjónin sumardvalarsvæði á Fídjí-
eyjum; Momi Bay Resort, og fluttu
þangað með það fyrir augum að
betrumbæta aðstöðuna þar og gera
hana arðbæra. Fjárfesting hjónanna
var þónokkur og hafði Wendy hugs-
að sér að ánafna 15 ára, einhverfum
syni sínum frá fyrra hjónabandi
einhvern hluta. Með því vildi hún
tryggja hag hans ef eitthvað kæmi
fyrir hana.
Vandræði í Paradís
Það er engin nýlunda að fjármunir
verði uppspretta ósættis og sú varð
raunin hjá herra og frú Singh. Vand-
ræðin hófust að kvöldi 10. maí 2008.
Raymond og Wendy fóru með tvö
lítil börn sín á Head Works-kaffihús-
ið í Suva og skaust Raymond í hár-
snyrtingu.
Á meðan Raymond var fjar-
verandi kom áður nefndur sonur
Wendy og tyllti sér hjá henni og hálf-
systkinum sínum. Raymond kom úr
klippingu skömmu síðar og brást
hinn versti við: „Hvað er hann að
vilja hérna? Þetta er hugsað sem fjöl-
skyldudagur.“ Wendy sagði brosandi
við Raymond: „Elskan mín, hann
er sonur þinn líka.“ En loft var lævi
blandið.
Leikar æsast
Af kaffihúsinu fóru þau á veitinga-
stað og settust að snæðingi með
sameiginlegum vini sínum; var þeim
frekar þungt í sinni. Wendy tilkynnti
Raymond að hún ætlaði að gefa eldri
börnum sínum eitthvað af eignum
hennar og ekki urðu þær upplýsingar
til að bæta andrúmsloftið. Upphófst
mikil deila sem náði hámarki þegar
Raymond og unglingssonur Wendy
lentu í handalögmálum. Að máls-
verði loknum fór fjölskyldan heim og
ríktu litlir kærleikar með Raymond
og Wendy.
Háreysti að næturlagi
Samkvæmt vitnisburði nágranna
Singh-hjónanna dró til tíðinda
næstu nótt. Nágranninn, Tomasi Bu-
lai, sagði að eiginkona hans hefði
kallað til hans af svölunum: „Hún
sagðist hafa heyrt Wendy öskra
„hættu, hættu!“. Ég gat séð Raymond
á ferli inni í íbúðinni. Síðan sá ég
hann koma út, með ungbarnið í
fanginu og leiðandi það þriggja ára.
Hann ók á brott með börnin.“ Bulai
sagðist hafa gengið upp heimreiðina
og séð Wendy liggjandi á bakinu á
gólfinu innandyra: „Ég hringdi á lög-
regluna.“ Annar nágranni hafði svip-
aða sögu að segja.
Blóðug dagrenning
Það var í dagrenningu sem Raymond
ók með börnin tvö heim til föður síns.
Hann sagði föður sínum umbúða-
laust að hann hefði banað Wendy.
Sennilega hefur lögreglan rennt í
hlaðið heima hjá Raymond um svip-
að leyti. Ekki voru áhöld um að eitt-
hvað hafði gengið á; blóðug spor um
allt hús, síminn blóðugur og Wendy
liggjandi í blóðpolli – á líkama hennar
var að finna 79 sár og hafði hún nán-
ast verið afhöfðuð. Raymond var
handtekinn og á leiðinni á lögreglu-
stöðina heyrðu lögregluþjónarnir
hann muldra: „Þetta gerðist í bræði.
Ég banaði eiginkonu minni í bræði.“
Ótrúverðugur framburður
Við réttarhöldin kvað við annan tón.
Raymond sagði að þau hjónin hefðu
deilt og Wendy hefði að endingu
gripið til hnífs. Hún hefði ógnað hon-
um og börnunum og hann ekki átt
annars úrkosti en að snúast til varn-
ar. Þeirri útskýringu var fálega tekið
og hafði dómarinn á orði að morðið
væri þeim mun hrylliegra fyrir þá sök
að Raymond hefði stungið Wendy ít-
rekað fyrir framan börnin. „Þú getur
ekki beitt börnunum fyrir þig með
það fyrir augum að hljóta miskunn
frá réttinum fyrir aðstæður sem þú
hefur sjálfur skapað,“ sagði dómar-
inn. Raymond mun dvelja á bak við
lás og slá í 18 ár hið minnsta. n
„
Þetta
gerðist í
bræði. Ég
banaði
eiginkonu
minni í
bræði.
Wendy Singh Fjárhagslegt öryggi
eldri barna hennar var henni hugleikið.
Raymond
Singh Var
ekki allur þar
sem hann var
séður.