Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 46
Helgarblað 24.–27. febrúar 201738 Menning
V
ið lifum á tímum stöðugs og
óendanlegs flæðis upplýs-
inga, staðreynda jafnt sem
lyga, áróðurs og satíru. Við
endurhlöðum fréttasíðuna,
skrollum niður vegginn og á okkur
dynja fyrirsagnir í upphrópunarstíl.
Við erum hvött til að bregðast við
undir eins og án umhugsunar: líka,
tísta, deila. Hvað liggur þér á hjarta?
Segðu þína skoðun í 140 táknum.
Björn Þorsteinsson, prófessor í
heimspeki, segir sífellt erfiðara að
hugsa gagnrýnið í hinum sundur-
skorna veruleika samfélagsmiðlanna.
Innihaldslausum frösum er hampað
á kostnað heildstæðrar hugsunar
sem krefst tíma, íhugunar og nær-
veru.
Heimspeki er kannski einmitt það
sem við þurfum í dag, skipuleg tilraun
til að velta fyrir sér grundvallarspurn-
ingum um tilvist mannsins og heims-
ins, hvað maðurinn sé og hvað hon-
um beri að gera. Viðfangsefnin eru
knýjandi sem endranær: hlýnun
jarðar, aukin misskipting og hreyfing
í átt að harðstjórn.
Blaðamaður DV hitti Björn og
ræddi við hann um hugsun og
heimspeki, stöðu mannsins í ljósi
skammtafræðinnar, stjórnmál á tím-
um samfélagsmiðla, framtíð lýð-
ræðisins og „Eitthvað annað“, safn
ritgerða og texta eftir Björn Þorsteins-
son.
Skammtafræði sem heimspeki
Heimspeki og náttúruvísindi hafa
ekki alltaf verið í nánum tengslum
undanfarnar aldir og margir nálg
ast þetta tvennt eins og algjörlega
aðskilin svið. Þú sækir hins vegar í
brunn eðlis fræðinnar, nánar tiltekið
skammtafræðinnar, til að velta fyrir
þér sambandi mannsins við veruleik
ann, til dæmis í grein þinni í nýút
komnu ritgerðasafni „Náttúran í
ljósaskiptunum“.
En hvernig getur
skammta
fræðin,
eðlis
fræði
leg lýsing
á hegðun smæstu hluta heimsins,
varpað ljósi á heimspekilegar spurn
ingar um tengsl mannsins við nátt
úruna?
„Skammtafræðin er að vissu leyti
heimspekileg kenning um veruleik-
ann og má eiginlega segja að þar fall-
ist vísindi og heimspekin í faðma.
Vísindahyggju og ofurtrú á vísindin
hefur fylgt mikil áhersla á hlutlægni.
Gert er ráð fyrir að mannveran geti
skoðað veruleikann án þess að hafa
áhrif á hann um leið – að hún geti
verið hlutlaus athugandi sem skoð-
ar heiminn eins og hann væri bak við
gler.
Heimspekingar hafa hins vegar
lengi haldið því fram að þarna sjá-
ist vísindunum yfir ákveðna ráðgátu.
Ráðgátan er fólgin í því að til sé eitt-
hvað sem heitir skynjun á veruleikan-
um, að veruleikinn skuli birtast yfir-
höfuð, þannig að það sé eitthvað sem
kemur í ljós og svo sé einhver vera
sem skynjar það sem kemur í ljós.
Vísindahyggjan stillir þessu upp
eins og þetta sé tvennt aðskilið, hlut-
lægur veruleiki og huglæg skynjun.
Í fyrirbærafræði, einum anga heim-
spekinnar, er því hins vegar haldið
fram að þetta tvennt fléttist alltaf
saman, sé í einhvers konar samkrulli
ef svo má að orði komast, og verði
ekki aðskilið þegar grannt er skoðað.
Á hliðstæðan hátt heldur
skammtafræðin því fram að veruleik-
inn sé þannig gerður að þegar komið
er niður á öreindasviðið komi úr kaf-
inu að athugandinn sjálfur sé hluti
af dæminu, hann sé alltaf sjálfur
þáttur í því sem hann er að reyna
að skoða og hefur því áhrif á mæl-
inguna, truflar hana svo að segja.
Þar af leiðandi má túlka skammta-
fræðina sem verufræði-
lega kenningu sem
sýni fram á að við,
hinar skynjandi
og vitandi verur,
séum alltaf
samslungin
veruleik-
anum á afar djúptækan hátt. Að líta
svo á að við séum á einhvern hátt að-
skilin veruleikanum og njótum þar
einhverrar algjörrar og ómengaðrar
sérstöðu er eintóm „abstraksjón“,
óhlutbundin eða fræðileg afstaða. Því
má segja að bæði í skammtafræðinni
og fyrirbærafræðinni birtist sú hug-
mynd að veruleikinn sé allur einn
vefnaður sem við erum þættir í.
Þetta þýðir ekki að við getum ekki
haft góð eða slæm áhrif innan þessa
vefnaðar. Við erum í lifandi sam-
bandi við heiminn, höfum áhrif á
hann og hann hefur áhrif á okkur á
marga vegu. Við erum alltaf gerend-
ur og þolendur í senn, höfum áhrif
á vefnaðinn og hann á okkur, við
erum hluti vefnaðarins og alltaf inn-
an hans. Það má líkja þessu við það
að hreyfa sig í vatni, þegar við hreyf-
um okkur gefum við frá okkur bylgj-
ur sem dreifast í allar áttir, og á móti
berast til okkar bylgjur sem hafa áhrif
á líkama okkar, vagga honum til, ýta
honum upp og niður, eða skvettast
hreinlega framan í okkur. Við get-
um lært á þetta, lært að hreyfa okkur
í vatni, og á sama hátt þurfum við að
læra að hafast að í þeim vefnaði sem
veruleikinn er.“
Erum alltaf
menguð af öðrum
Hugmyndir okkar
um stöðu mann
skepnunnar í
veruleikanum
hljóta að hafa áhrif
á hvernig við nálg
umst umhverfi
okkar
og
skipuleggjum samfélagið. Getum við
þá sagt að uppgötvanir skammta
fræðinnar og sú verufræði sem af
henni leiðir hafi einhverjar pólitískar
afleiðingar?
„Já, ég held því fram. Ef marka má
skammtafræðina stenst að minnsta
kosti ekki sú róttæka einstaklings-
hyggja sem lítur á manneskju á sama
hátt og einfalda myndin af atómi
segir til um, það er sem kúlu sem er
lokuð um sjálfa sig og skýrt afmörk-
uð frá umhverfinu. Grunneiningar
veruleikans eru nefnilega ekki lokað-
ar kúlur heldur eru þær alltaf í opnu
flæði og virkum samskiptum. Þær
eru frekar eins og fellingar í teppi eða
klæði, bylgjur eða bungur sem standa
í sambandi við margt eða jafnvel allt
annað í veruleikanum. Frá þessu
sjónarhorni er til dæmis ljóst að
hugmyndin um að við séum fyrst og
fremst gæslumenn einhverrar skýrt
afmarkaðrar sálar sem við þurfum
að koma óskaddaðri gegnum lífið er
misskilningur – en það er misskiln-
ingur sem getur reyndar verið ansi
háskalegur.
Þessi hugsun sem ég er að lýsa
og ég held fram að eigi sér stoð
í því sem best er vitað í
vísindum samtímans
felur í sér að við
séum alltaf – hvort sem okkur líkar
betur eða verr – menguð af öðrum
og öðru. Þetta felst hreinlega í því
að vera skynjandi og hugsandi vera.
Þetta þurfum við að viðurkenna fyrir
sjálfum okkur, að við séum alltaf í
þessum opnu og lifandi tengslum
við það sem er annað en við – og að
þar með sé það sem er annað en við í
rauninni alltaf hluti af okkur sjálfum.“
Ef skammtafræðin sýnir fram á að
við höfum sjálf áhrif á veruleikann
þegar við skoðum hann eða mælum,
er þá ekki ástæða til að efast um að
yfir höfuð sé til hlutlægur veruleiki?
„Nei, vegna þess að við ráðum því
ekki hvernig hlutirnir eru. Við erum
ekki almáttug og það eru takmarkan-
ir á því hvernig við getum haft áhrif
á veruleikann – og sömuleiðis tak-
markanir á því hvernig veruleikinn
getur haft áhrif á okkur. Við þurfum
í raun að læra á veruleikann á sama
hátt og við þurfum að læra á líkama
okkar. Og eins og við vitum öll lætur
líkaminn ekki fullkomlega að stjórn
viljans, langananna eða skynseminn-
ar, hann er ekki fær um hvað sem er.
Maður þarf að gera sér grein fyrir
hvers maður er raunverulega megn-
ugur. Get ég orðið góður hástökkvari
eða góður skákmaður? Að svara
þeirri spurningu kallar á vinnu sem
er réttnefnd reynsla, þar sem ég læt
á það reyna hvað ég er raunverulega
fær um. Ekki er allt öllum mögulegt
og mannverunni er á sama hátt ekki
allt mögulegt í heiminum. En mann-
verunni er hins vegar mjög eðlilegt
að reyna sig við nánast hvað sem er.
Manneskjan er leitandi vera sem
þróar sjálfa sig með reynslu í þess-
um skilningi – reynslu sem er eins
konar skírsla í merkingunni hreinsun
og mannraun. Sú hugsun sem hér er
í húfi tengist því sem ég hef í huga
með því að kalla greinasafnið mitt
Eitthvað annað. Mannveran er alltaf
á höttunum eftir einhverju öðru en
því sem blasir við eða er innan seil-
ingar, henni er eðlislægt að koma
auga á það sem er að, það sem bet-
ur má fara, það sem kallar á „eitt-
hvað annað“. Sérstaklega þegar það
sem við blasir misbýður henni eða
stangast á við það sem hún telur
rétt og gott og satt. Því heldur hún
leitinni áfram.“
Staðreyndir eru ekki skoðanir
Hlutlægni hefur verið svolítið í um
ræðunni að undanförnu. Hugtök eins
Þurfum hugsun
frekar en skoðanir
Björn Þorsteinsson heimspekingur ræðir stjórnmál á tímum samfélagsmiðla, framtíð lýðræðisins og Eitthvað annað.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is „ Í því að hafa
skoðanir felst
sú ábyrgð að geta lagt
skoðanirnar fram í skipu-
legri og vel meinandi rök-
ræðu og hafa sjálfstraust
til að endurskoða þær
ef þær reynast ekki vel
ígrundaðar.
Dancing Horizon (1977)
Sigurður Guðmundsson.
M
y
n
D
S
iG
tr
y
G
G
u
r
A
r
i