Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Síða 47
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 Menning 39 og „annars konar staðreyndir“ (e. al- ternative facts) hafa komið fram og deilt er um sanngildi augljósra stað- reynda. Af þessum sökum hefur verið talað um stjórnmál eftir-sannleik- ans (e. post-truth), það ástand þegar hlutlægar staðreyndir virðast skipta minna máli í mótun almennings- álitsins heldur en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Finnst þér eitthvað í þetta hugtak „eftir- sannleikur“ spunnið? „Ég held að minnsta kosti að í því sé fólgin lýsing á hlutum sem eru mjög áberandi í samtímanum. Þetta eru hlutir sem hafa svo sem alltaf átt sér stað en eru sérstaklega áber- andi núna, meðal annars vegna þess hversu öflugir miðlarnir eru orðnir – þeir eru hreinlega alls staðar. Miðl- ar samtímans eru þess eðlis að þeir eru nær óendanlega margradda. Eft- ir sem áður hvílir á þeim sú skylda að segja sannleikann, en margrödd- unin og nálægðin valda því að það verður hreinasti barnaleikur að setja sannleikann stöðugt í uppnám. Til þess þarf ekkert annað en snjall- síma, aðgang að samfélagsmiðli og tvo þumalputta. Þannig getur nánast hver sem er leikið sér að sannleikan- um eins og köttur að mús og varpað í sífellu skugga efans á einfaldar stað- reyndir. Staðreyndir eru nefnilega alls ekk- ert flókið mál. Hlutir gerast á tiltek- inn hátt og sannleikur kemur til skjal- anna þegar við förum að lýsa því sem gerðist. Lýsingin er vissulega aldrei endanleg, það er alltaf hægt að fara út í meiri smáatriði, en engu að síður hljótum við að greina á milli sannra og ósannra lýsinga á því sem gerðist – og erum alltaf að því, daginn út og inn. Annars væri tilveran tóm vitleysa! Þegar okkur líður eins og það sem er að eiga sér stað á sviði stjórnmál- anna um þessar mundir sé eins og absúrd leikrit þá er auðvitað margt til í því. En engu að síður er fáránleikinn sem hér er á ferð óneitanlega kunn- uglegur. Við könnumst til dæmis öll við það hvernig börn – eða unglingar eða bara hver sem er – þræta fyrir að hafa gert eitthvað sem þau augljós- lega gerðu. En þessa dagana horfum við upp á þrætur af þessum toga með- al helstu valdamanna mannlegs sam- félags. Við fáum nær daglega frétt- ir af staðhæfingum sem eru á borð við það þegar einhver sér hvítan fugl fljúga hjá og staðhæfir svo: „Þetta var svartur fugl!“ Vandinn er náttúrlega sá að það er illmögulegt að eiga orða- stað við fólk sem heldur fram hlutum sem eru algjörlega út í hött. Vissulega er það svo að sannleik- urinn er alltaf bitbein og einmitt þess vegna er hægt að nota umgengnina við hann sem valdatæki. Að einhverju leyti tala fulltrúar núverandi Banda- ríkjastjórnar eins og frummenn eða hrekkjusvín í grunnskóla. „Hverju ætlar þú að trúa, eigin augum eða því sem ég segi?“ spyrja þeir og munda kylfuna. Þetta er máttur hins sterka í sinni nöktustu mynd. Það sem við höf- um fyrir augunum er því einhvers kon- ar ruddaveldi. Kjarninn í því sem hér er að gerast snertir sjálft réttlætið. Ég held að eitt af því sem mannlegri hugs- andi vitundarveru þykir hvað verst er að mega ekki trúa því sem hún sér og skynjar og blasir við henni. Í því er fólgið gríðarlegt óréttlæti. Þar með er að vísu ekki sagt að mannveran eigi að fá að hafa skoðanir sínar í friði. Í því að hafa skoðanir felst sú ábyrgð að geta lagt skoðanirnar fram í skipulegri og vel meinandi rökræðu og hafa sjálfs- traust til að endurskoða þær ef þær reynast ekki vel ígrundaðar. En þessu tvennu, hreinni og beinni skynjun staðreynda annars vegar og skoðun- um hins vegar, er oft ruglað saman og látið í veðri vaka að það sé hægt að deila um augljósar staðreyndir – enda séu þær ekkert annað en skoðanir.“ Veruleiki sundurskorinn af tístum Þú virðist svartsýnn á möguleika sam- félagsmiðla til að vera vettvangur gagnlegrar pólitískrar umræðu. Held- ur þú að þeir hafi haft raunveruleg áhrif á stjórnmálin í heiminum? „Tvímælalaust – færðu þeir okkur ekki Donald Trump? Ein ástæða þess að hann vann forsetakosningarnar er að það skiptir ekki lengur höfuð- máli að orð manns myndi skiljan- lega heild, heldur er einfaldlega nóg að segja nógu margt þannig að allir fái einhvern tímann að heyra það sem þeir vilja heyra. Þú getur því kosið Trump vegna þess að hann segist ætla að reisa við kolaiðnaðinn í Vestur- Virginíu þótt þú viljir ekki loka á innflytjendur, þú getur kosið hann því þú ert á móti alþjóðlegum við- skiptasamningum þótt þú sért ekki á móti fóstureyðingum. Með samfélagsmiðlunum tókst honum að spila á þetta og búa stöðugt til nýjar „stórfréttir“ sem snerust þó ekki um neitt annað en að „Trump segi þetta“ eða „Trump segi hitt“. Smám saman tókst honum því, óneitanlega á mótsagnarkenndan hátt, að skapa sér þá áru – sem íslenskir stjórnmála- menn hafa reyndar iðulega haft í há- vegum – að hann „segi hlutina hreint út“. Þegar einhver er kominn með þá áru verður bersýnilega sú eðlisbreyting að það hættir að skipta máli nákvæm- lega hvað hann segir. Fólk ákveður að kjósa hann í fyrsta lagi vegna þess að hann segir hlutina hreint út og í öðru lagi vegna þess að hann segir ýmis- legt sem því líkar ágætlega – svo segir hann reyndar margt annað sem það er í raun ekki hrifið af en tekur ekki eftir eða tekur ekki mark á. Þetta er ný tegund af stjórnmálum sem færir okkur heim sanninn um það hversu gallaðir fjölmiðlar dagsins í dag eru – þeir elta uppi það sem menn segja en ná aldrei að miðla neinni heildarsýn. Fjölmiðlum til varnar má auðvitað segja að þetta verkefni verð- ur stöðugt erfiðara vegna þess hversu sundurskorinn veruleikinn er með öllum sínum tístum, skotum sem við fáum á okkur en eru ekkert annað og meira en innantómar staðhæfingar. Það er hreinlega ekki hægt að hugsa í slíku ástandi, hugsun krefst tíma, íhugunar og nærveru sem okkur er ekki gefinn kostur á.“ Þurfum meiri hugsun og færri skoðanir Ein þeirra hugmynda sem þú fjallar hvað mest um í Eitthvað annað er lýð- ræðið. Að mörgu leyti virðast lýðræðis- sinnar vera í varnarbaráttu um þessar mundir og stjórnmálamenn sem virða leikreglur lýðræðisins að vettugi eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum, til dæmis í Póllandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum. Af hverju telur þú að lýðræði sé ennþá sú hugsjón sem við getum helst sameinast um og ættum að stefna að á 21. öldinni? „Vissulega má lýðræðið að mörgu leyti muna fífil sinn fegri. Ýmsir heim- spekingar að fornu og nýju hafa bent á að lýðræðinu sé alltaf hætt við að steypast yfir í skrílræði og þaðan yfir í harðstjórn, og ekki verður annað séð um þessar mundir en að þessar aðvaranir hafi mikið til síns máls. En ég er engu að síður þeirrar skoðunar að lýðræðið sé eina bjargræðið sem okkur býðst. Það þýðir þó ekki að við þurfum ekki að hafa fyrir hlutun- um, þvert á móti: við sem búum í lýð- ræðissamfélagi þurfum að sinna lýð- ræðinu, hugsa um það og láta efndir fylgja orðum. Lýðræði á að vera annað og meira en einhver þrautskipulögð tilraun þeirra sem ásælast völd til að fá fólk til að gera hinar ýmsu hunda- kúnstir og merkja x við einn frekar en annan. Tæknin hefur tekið slíkum framförum – ef svo má að orði komast – að það verður æ auðveldara að stjórna því hvernig fólk hugsar og þar af leiðandi hvernig það hegðar sér í kjörklefanum. Lýðræðið útheimtir auðvitað fyrst og fremst sjálfstæða og gagnrýna hugsun, raunverulega hugsun af hálfu okk- ar allra, okkar sem eig- um að vera valdhaf- arnir í samfélaginu. Við verðum að skilja ábyrgð okkar, til dæmis sam- bandið milli ákvarð- ana manns sem kjós- anda og þess ástands sem maður býr við í samfélaginu. Lýðræðið er verkefni sem við erum ekki búin að fullvinna og þeirri spurningu hef- ur eflaust ekki verið svarað endan- lega hvað lýðræði er. Það má raunar halda því fram með ágætum rökum að raunverulegu lýðræði hafi aldrei verið komið á, það er lýðræði þar sem allir hafa ekki bara kosningarétt held- ur raunveruleg áhrif á stjórn ríkisins sem þeim er ætlað að vera valdhafar í. Lýðræðið þarf að teygja anga sína mun víðar í samfélaginu en nú tíðk- ast, fólk þarf að venjast því að hugsa og starfa lýðræðislega og taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum á ýms- um stigum þjóðfélagsins. Það er full ástæða til að vera með- vituð um að lýðræðið er ekki stöðugt og óhagganlegt ástand heldur ákaf- lega brothætt og viðkvæmt blóm sem þarf stöðugt að huga að, rétt eins og við þurfum stöðugt að halda sjálfum okkur við, afla næringar, fá svefn og svo framvegis. Við þurfum stöðugt að sinna sjálfum okkur og sama gildir um lýðræðið – það þarf að hugsa um það eins og maður hugsar um sína nánustu. En það er auðvitað fyrir- hafnarminna að láta öðrum lýðræðið eftir – það er þægilegt að vera ósjálf- ráða eins og Immanuel Kant talaði um á 18. öldinni. Okkur er tamt að gefast upp á því tilstandi sem fylgir því að standa á eigin fótum, okkur þykir ósköp þægi- legt að fá fólk í það að taka ákvarð- anir fyrir okkur. Þetta verðum við að hugsa upp á nýtt. Að koma á raun- verulegu lýðræði er algjörlega við- ráðanlegt verkefni, en við höfum af einhverjum ástæðum gert fullmikið úr því – okkur hefur verið talin trú um að það sé okkur ofvaxið. Fyrsta skrefið gæti verið í því fólgið að hugsa meira og láta vera að eyða dögunum í að hafa skoðanir á öllu – skyndiskoð- anir á hverju því sem miðlarnir skjóta á okkur. Málið er að sú stund virðist vera að renna upp þar sem við þurf- um að hrökkva eða stökkva varðandi lýðræðið, ákveða hvort það eigi sér einhverja framtíð.“ Í átt að raunverulegu lýðræði Ef lýðræðið er er stöðugt verkefni og ekki enn (og jafnvel aldrei) fullkom- lega skilgreint, þá hlýtur að liggja beint við spyrja hvernig þú telur að íslenskt samfélag eigi að stefna að lýðræðinu? „Við þurfum að efla og fjölga leið- um almennings í landinu til hafa áhrif á það hvert þjóð- félagið stefnir. Við þurfum að færa valdið nær fólkinu og vinna gegn spillingu og áhrifum peningavaldsins á samfélagið. Lýðræðislegt samfélag er samfélag allra, samfélag sem þjónar öll- um, og lýtur hagsmunum heildarinnar. Þetta mark- mið næst hins vegar ekki nema fólk taki völdin í eig- in hendur. Ég held reynd- ar að nú sé hafin óstöðv- andi þróun í þessa átt og er mjög bjartsýnn á að við munum rata rétta leið. Hér á Íslandi höfum við vissulega verið býsna lengi að vinna úr hruninu og segja má að það gangi hægt, en þetta stefnir allt í rétta átt og ég held að stjórnmálamenn viti það. Stjórnmál 21. aldarinn- ar verða öðruvísi en þau sem tíðkuðust undir lok 20. aldarinn- ar. Þrátt fyrir allar þær blikur sem eru á lofti í heimsmálunum hef ég trú á að okkur hér, á Íslandi og víðar í Evrópu og jafnvel um allan heim, takist að móta og iðka þessi nýju stjórnmál.“ Þú segist vera bjartsýnn á þróun- ina hér á landi, að við séum að stefna í lýðræðisátt. Hvaða teikn sérðu á lofti um slíkar breytingar? „Ég held að þær miklu breytingar sem hafa orðið á flokkakerfinu í ís- lenskum stjórnmálum séu merki um að slík þróun sé að eiga sér stað. Nýju flokkarnir, hvað sem annars má um þá segja, boða flestir ný vinnubrögð og ég held að það þýði á endanum, þegar upp er staðið, að til standi að breyta þjóðskipulaginu í þá átt að við fáum virkara lýðræði – alvöru, róttækt lýðræði.“ n Náttúran í ljósaskiptunum Tíu heimspekingar velta fyrir sér sambandi manns og náttúru út frá vestrænni og austrænni hugsun. Björn Þorsteinsson ritstýrir. Eitthvað annað Safn texta og ritgerða eftir Björn Þorsteinsson kom út undir lok síðasta árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.