Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 24
Helgarblað 24.–27. mars 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þ að lá ætíð ljóst fyrir að áhættu- samt væri fyrir Viðreisn að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Í huga stórs hluta kjósenda var og er Viðreisn útibú frá Sjálfstæðis- flokki, bara örlítið frjálslyndari út- gáfa. Viðbúið var að nokkuð færi að slá í frjálslyndið þegar flokkarnir tve- ir væru komnir í samstarf. Nú, örfá- um mánuðum eftir kosningar, sést sáralítill munur á þeim. Fyrir vik- ið eru kjósendur Viðreisnar á flótta frá flokki sem samkvæmt skoðana- könnunum er í hættu á að þurrkast út af þingi. Nú eru skoðanakannanir sannar- lega ekki það sama og kosningar. Við munum hvernig fór með fylgi Pírata, það var í hæstu hæðum lengi vel en kjósendur flokksins skiluðu sér ekki í kjörklefann í samræmi við það. Dæmi eru einnig um að flokk- ar hafi bjargað sér frá afhroði á loka- spretti kosningabaráttu. Þingmenn Viðreisnar hafa þó fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af slæmu gengi í skoðanakönnunum og líklega hef- ur sjálfstraustið eitthvað dalað. Eða hvernig á annars að skýra það að ráð- herra flokksins, Benedikt Jóhannes- son, vildi ekki mæta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í umræðum á Stöð 2? Ráðherrar eiga ekki að láta það frétt- ast að þeir hafi ekki þorað að mæta pólitískum andstæðingi. Nema þá að fjármálaráðherrann sé svo hroka- fullur að hann telji sig yfir það hafinn að mæta fyrrverandi forsætisráð- herra í kappræðum. Viðreisn er komin í tilvistar- kreppu og þingmenn flokksins verða að gyrða sig í brók ætli þeir að eiga hljómgrunn hjá þjóðinni. Vand- séð er að þeir nái að hífa upp fylgið meðan þeir starfa í skjóli Sjálfstæð- isflokksins. Staða Bjartrar framtíðar er sömuleiðis afleit. Ef flokksmenn hafa hugsað sem svo að fylgið sem þeir fengu í síðustu kosningum væri stöðugt og myndi endast hjá þeim þá er það tálsýn. Flokkurinn, sem gaf sig út fyrir að vera frjálslynd- ur flokkur, er að fá á sig það orð að vera taglhnýtingur íhaldsins. Nokk- uð má vissulega á sig leggja til að halda friðinn á stjórnarheimilinu en þetta ríkisstjórnarsamstarf kann að reynast banabiti Bjartrar framtíð- ar. Liðsmenn Bjartrar framtíðar tala iðulega um mikilvægi bjartsýninnar og vissulega er hún oft góður ferða- félagi – meðan hún er ekki á kostnað raunsæis. Þetta stjórnarsamstarf er ekki að virka fyrir Bjarta framtíð og ekkert bendir til að það muni breyt- ast. Á meðan siglir Sjálfstæðisflokkurinn lygnan sjó undir stjórn Bjarna Bene- diktssonar, manns, sem eins og köttur- inn, virðist eiga sér mörg líf. Sjálfstæð- isflokkurinn á afar sterkan hljómgrunn meðal hægri sinnaðra landsmanna, sem eru allmargir. Þeir sjá enga ástæðu til að kjósa eftirlíkingar eins og Viðreisn og Björt framtíð eiga á hættu að verða. n Flokkar í frjálsu falli Kommentin um hana [...] eru ógeðfelld Hildur Sverrisdóttir þingmaður kom Nichole Leigh Mosty til varnar. – DV.is Baráttuglaður Sigmundur Ýmsir höfðu spáð því að lífdagar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, yrðu ekki langir á þingi. Svo illa mynda hann kunna því að sitja í stjórnarandstöðu. Engin þreytu- merki virðast hins vegar á þing- manninum sem hefur látið mjög til sín taka í gagnrýni á ríkis- stjórnina og sakar hana til að mynda um að sýna vogunar- sjóðum mikla linkind. Sigmund- ur hefur verið einkar harðorð- ur vegna kaupa vogunarsjóða á hlut í Arion banka. Hann er sá þingmaður Framsóknar sem læt- ur hæst í sér heyra og sá barátt- uglaðasti meðan fátt hefur heyrst frá formanni flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni. Á því varð þó bragarbót síðastliðinn fimmtu- dag þegar formaðurinn beindi fyrirspurnum til Bjarna Benedikts- sonar um vogunarsjóðina. Fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins, Sigmundur Davíð, og sá núverandi, Sigurður Ingi, ganga því í takt í málinu, þótt framganga hins fyrrnefnda sé óneitanlega meira áberandi og nokkuð vaskari. Nichole fær stuðning frá vinnufélögum Nichole Leigh Mosty, þingmað- ur Bjartrar framtíðar, fékk yfir sig holskeflu svívirðinga á sam- skiptamiðlum eftir að hún gagn- rýndi ummæli Mikaels Torfasonar í Silfrinu á RÚV um fátækt á Ís- landi. Sjálf sagði hún að ummæli sín hefðu verið slitin úr sam- hengi og misskilin. Nichole er af erlendu bergi brotin og þar sem íslenskan er ekki auðveldasta mál til að læra er oft erfitt fyrir þann sem talar hana ekki reiprennandi að orða hugsun sína nákvæm- lega. En það er háttur sumra net- verja að dæma samstundis og meðal þess sem þeir sögðu um Nichole var að fólk sem talaði ekki íslensku og skildi hana ekki ætti ekki að sitja á þingi. Margir komu Nichole til varn- ar, þar á meðal Hildur Sverr- isdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sem sagði: „Það er hvetjandi að sjá konu vaða í slagi sem hún brennur fyrir og lætur ekki stoppa sig að orðin reynast oft erfið og setningarnar verða stundum bjagaðar.“ Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráð- herra tjáði sig einnig um málið og sagði skammarorð netverja vera þeim sem þau hefðu látið falla til minnkunar. Ég hef átt í ofboðslega flóknu sam- bandi við þetta fyrirbæri; svefn Helgi Seljan um svefn í nýútkominni bók. – Bókin Svefn Ég býst við geggjaðri stemningu Heimir Hallgrímsson um leikinn við Kósóvó. – RÚV MyND SIGTryGGur ArI Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Samgöngur Fólk hefur misjafnan hátt á því að ferðast á milli staða og margir ferðast á reiðhjólum allan veturinn. En auðvitað er hægt að fara með strætó þegar illa viðrar. MyND SIGTryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.