Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Síða 27
Helgarblað 24.–27. mars 2017 Fólk Viðtal 27 B laðamaður spyr Þórarin fyrst um uppvöxt hans. „Ég er fæddur árið 1965 og ólst upp í Kópavogi og á þessum árum ríkti þar efnahagslega séð mikil misskipting. Annars vegar var fólk sem vissi ekki aura sinna tal og bjó í suðurhlíðunum og vestur- bænum í Kópavogi og hins vegar fólk eins og fjölskylda mín sem bjó í norðurhlutanum við miklu minni fjárráð. Þetta var hálfgert úthverfi og þarna voru stórar verksmiðjur. Fyr- irtækið Málning var við hliðina á heimili foreldra minna og í grennd voru öskuhaugar sem eldar loguðu á. Við krakkarnir vorum endalaust að smíða pramma og skottast í fjör- unni. Við nutum mikils frelsis og vorum mjög athafnasöm og orku- mikil.“ Varstu bókelskt barn eða varstu bara úti að leika þér? „Ég var orðinn fluglæs áður en ég byrjaði í skóla og las feikilega mikið, svo að segja allt sem ég komst í, sér- staklega af skáldskap. Þegar ég var sex ára skilaði ég á bókasafnið stórri og þykkri bók, spennusögu úr seinni heimsstyrjöldinni sem hét Elsass- sveitirnar, og konan á bókasafninu trúði ekki að ég hefði lesið hana.“ Ég man eftir að hafa heyrt þig segja að þú værir sveitamaður. „Það er vegna þess að í níu ár var ég í sveit á Frostastöðum í Skaga- firði. Það var fjórbýli, fjórar hlöður, fjögur fjárhús, stór jörð og mökkur af duglegu og góðu fólki. Þarna var píanó í stofu og mikið til af góðum bókum. Þarna bjuggu fjórir bræð- ur, einn þeirra var Magnús Gíslason þingmaður, sem var kvæntur móð- ursystur minni og ég var í vist hjá þeim. Ég fór í sveitina seint í maí og kom heim í byrjun september. Ég var sendur með vörubílstjóra, sat beltislaus í framsætinu með full- orðnum manni sem reykti vindla og ég þekkti ekki neitt. Það tók níu til tíu klukkutíma að keyra norður. Í dag myndi enginn senda sex ára barn með ókunnum manni í langa bílferð upp í sveit, en þetta þótti sjálfsagt á þeim tíma. Það er ómetanlegt fyrir barn að vera úti í náttúrunni og æ síðan hef ég haldið tryggð við þetta svæði, það hefur verið minn heimavöllur. Ég tel mig vera Skagfirðing.“ Hvernig var skólagangan í barnaskólanum? „Meðal félaga minna þar voru Árni Páll Árnason, sem var með mér í bekk, og Arnar Guðmunds- son, Samfylkingarmaður sem var aðstoðarmaður Katrínar Júlí- usdóttur þegar hún var ráðherra. Ég var afar hægrisinnaður á þess- um árum og þeir gríðarlega mikl- ir kommar. Það er merkilegt hvað níu og tíu ára strákar geta verið póli- tískir og á þessum aldri rifumst við mikið um pólitík. Síðan hafa þeir færst til hægri og ég til vinstri. Ég er samt ennþá hægri sinnaður að því leyti að ég hef óbilandi trú á mátt einstaklingsins en að sama skapi vil ég hafa sterkt heilbrigðiskerfi og öfl- ugt menntakerfi.“ Stríð skynseminnar Þórarinn er einn fjögurra systkina. Faðir hans, Ævar Jóhannsson, er 86 ára gamall og landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt. Þórarinn er spurð- ur um þennan merkilega föður sinn. „Pabbi er úr Öxnadal í Eyjafirði og var undrabarn, óskaplega vel gefinn. Sem krakki tók hann í sund- ur bilaðar klukkur og setti saman þannig að þær fóru að ganga á ný. Um það leyti sem hann ætlaði í menntaskóla veiktist hann af berkl- um sem á þeim tíma var dauða- dómur. Skömmu seinna komu lyf við berklum á markað en vegna berklaveikinnar var pabbi aldrei heilsuhraustur. Pabbi fór að vinna við ljósmynd- un og stofnaði fyrirtækið Myndiðn. Honum fannst vont hvað litmynda- framköllun var erfið og flókið fyrir- bæri. Hann fann upp aðferð sem er notuð í heiminum í dag til að fram- kalla lit og fékk fyrir henni einkaleyfi sem kostaði stórfé. Hann veðsetti hús sitt og var í samskiptum við Agfa og Kodak sem voru stærstu fyrirtæki í heimi í ljósmyndagerð og buðu honum smánarupphæð fyrir hug- myndina sem hann þáði ekki. Hann fékk enga fyrirgreiðslu og og missti að lokum einkaleyfið. Skömmu seinna var þessi sama aðferð kom- in í notkun um allan heim. Pabbi varð ekki milljarðamæringur, sem mér fannst bara gott. Þá væri ég ekki að tala við þig heldur væri einhvers staðar kexruglaður í Kaliforníu. Ég held að það sé vafasöm lukka að fá of mikla peninga, sérstaklega ef þeir koma auðveldlega upp í hendurnar á manni. Pabbi tók mikið af ljósmyndum í eldgosunum á árunum milli 1960 og 1980, myndaði Heklugos, Surts- eyjargos og Vestmannaeyjagosin. Um daginn fann ég bréf sem fóru á milli hans og ritstjóra National Geographic. Pabba var síðan boðin vinna í Háskólanum. Þar sem hann var ómenntaður var búin til fyrir hann staða og heiti, því menn innan skólans áttuðu sig á því hversu mik- ið séní hann var. Hann vann á Raun- vísindastofnun og fékkst við tækja- hönnun og fann meðal annars upp tæki sem heitir íssjáin sem er notuð til að mæla þykkt á jöklum. Pabbi átti í mörgum stríðum og vann þau öll að lokum. Allt voru þetta stríð skynseminnar. Hann var á undan sinni samtíð. Hann varaði við því að silfurfyllingar í tönnum væru stórhættulegar og fyrir vikið varð hann fyrir harðri gagnrýni frá tannlæknum og prófessorum. Á sín- um tíma stóð til að flúorblanda vatn á Íslandi og hann var mjög duglegur við að berjast gegn því. Hann er mannvinur og það var móðir mín, Kristbjörg Þórarinsdótt- ir, sömuleiðis. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á óhefðbundnum lækningum.“ Hvernig fékk hann hugmyndina að lúpínuseyðinu? „Hann dreymdi mjög skýran draum þar sem maður kom til hans og sagði honum að taka tiltekn- ar jurtir og sjóða saman í ákveðinn tíma. Það myndi gera gagn. Vinur pabba var með krabbamein á loka- stigi og það var ákveðið að prófa seyðið á honum. Hann var að deyja en eins og hendi væri veifað hvarf krabbameinið. Þetta var byrjunin. Eitt leiddi af öðru og æ fleiri fóru að drekka seyðið. Seyðið virtist styrkja ofnæm- iskerfið og fólki fannst því líða bet- ur. Pabbi gaf alltaf seyðið, þáði ekki krónu fyrir, þetta var hugsjónastarf. Þúsundir drukku seyðið á þessum rúmlega 25 árum sem þessi fram- leiðsla stóð yfir og á endanum voru nokkur hundruð manns sem unnu að þessu með honum og framleidd- ir voru tugir tonna af seyði á ári. Hann sinnti þessu af mikilli elju þar til hann missti heilsuna. Alla mína æsku hringdi sím- inn stöðugt og á öllum tímum dags hringdi dyrabjallan, meira að segja á aðfangadag. Pabbi talaði við hvern einasta mann. Hann hélt mikið bók- hald um þetta fólk til að fylgjast með hvernig því reiddi af. Enn er á lífi fólk sem þakkar honum fyrir að hafa bætt líf sitt eða nákominna.“ Trúði pabbi þinn á æðri mátt? „Mjög. Hann var spíritisti og var í Guðspekifélaginu og Sálarrann- sóknarfélaginu. Mamma, sem nú er látin, var úr Hegranesi í Skagafirði sem á að vera ein mesta álfabyggð á landinu. Þegar ég var krakki var talað um huldufólk eins og það væri staðreynd.“ Hvað með þig, trúir þú eða ertu mjög jarðbundinn maður? „Ég hef alltaf verið efasemda- maður en trúi á almenn kristin gildi sem eru mér mjög hugleikin. Ég trúi líka á karma. Menn geta stjórn- að miklu í eigin lífi en þeir sem fara um svíkjandi og prettandi og níðast á fólki uppskera ansi oft eins og þeir sá. Þeir sem eru hreinir og beinir og koma vel fram við aðra uppskera samkvæmt því.“ Hef góðan málstað að verja „Mér finnst oft að menn séu að borga fólki alltof lágt, eins lágt og þeir komast upp með. Það er rangt. Ef fólkið er ánægt þá vinnur það betur Ævar Jóhannsson, faðir Þórarins Myndin er tekin fyrir nokkrum árum þegar hann tók við umhverfis- og samfélagsverðlaun- um Kópavogsbæjar. Neytendamál „Neytendur eiga ekki að samþykkja að það sé verið að níðast á þeim.“ MyNd Sigtryggur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.