Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Side 6
Vikublað 28.–30. mars 20176 Fréttir
Þ
essi tvö mál eru hér enn
til meðferðar,“ segir Ólafur
Þór Hauksson héraðssak-
sóknari aðspurður um rann-
sókn á kærum á hendur
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
sem embættinu bárust í fyrra vegna
Strawberries-rassíunnar svokölluðu.
Eins og fram kom í ítarlegri umfjöll-
un um eftirmála rassíunnar í helgar-
blaði DV þá liggja fyrir tvær kærur hjá
embættinu frá eiganda Strawberries
annars vegar vegna framgöngu lög-
reglumanna í aðgerðunum sjálf-
um og hins vegar vegna verðmætra
muna sem haldlagðir voru í húsleit
í þágu rannsóknarinnar en hurfu úr
hirslum lögreglu. Verðmæti þeirra
muna er sagt nema milljónum króna.
Málin hafa nú verið tekin til skoðunar
hjá nýrri nefnd um eftirlit með störf-
um lögreglu sem tók til starfa nú um
áramótin. Þá voru kærumálin komi í
ferli hjá embætti héraðssaksóknara.
Ólafur Þór segir að nefndin hafi
ákveðnu hlutverki að gegna í ferlinu
en hann kveðst ekki vita nákvæmlega
hvað nefndin sé með til meðferðar.
„Þau verða síðan í samskiptum við
okkur þegar það liggur fyrir hvort því
verði beint til embættisins hér.“
Málið fellt niður
Líkt og rifjað var upp í umfjöllun DV
var það árið 2013 sem forsvarsmenn
Strawberries sættu lögreglurannsókn,
vegna meintrar vændisstarfsemi og
mansals, sem varð til þess að eig-
andinn og fjórir aðrir starfsmenn voru
handteknir í kjölfar rassíu sem gerð
var á staðnum. Við rannsókn málsins
höfðu óeinkennisklæddir lögreglu-
menn farið inn á staðinn til að reyna
að afhjúpa hina meintu ólöglegu
starfsemi. Í kjölfarið var staðnum lok-
að, hann innsiglaður og húsleit fram-
kvæmd. Tveimur árum síðar, í júní
2015, lýsti ríkissaksóknari því yfir að
málið hefði verið fellt niður. Eina sem
stóð eftir af ítarlegri rannsókn máls-
ins voru meint skattalagabrot eiganda
staðarins, sem enn hafa ekki verið til
lykta leidd.
Sagðir ölvaðir að störfum
DV greindi frá því í maí í fyrra að
eigandinn hefði kært aðgerðir lög-
reglu til héraðssaksóknara. Í um-
ræddri kæru komu meðal annars
fram ásakanir um að lögreglumenn
hefðu setið að sumbli í tálbeituað-
gerðunum, verið drukknir við hand-
tökur sem framkvæmdar voru inni á
staðnum eftir lokun og eytt 1,1 millj-
ón króna á barnum við að reyna að
grípa konur við að bjóða þeim kynlífs-
þjónustu gegn greiðslu. Meðal gagna
sem fylgdu kærunni var myndband
úr eftirlitsmyndavélum staðarins sem
sýnir, líkt og blaðamaður DV fékk að
sannreyna, það sem fullyrt er að séu
óeinkennisklæddir lögreglumenn
að drekka ótæpilegt magn af áfengi
á staðnum í nokkra klukkutíma. Þá
má líka sjá á myndbandinu hvernig
lögreglumaður, sem hafði nýlokið
við að klára úr bjórflöskunni sinni,
gengur harkalega fram við að hand-
taka dyravörð staðarins, með þeim
afleiðingum að dyravörðurinn féll
harkalega í gólfið.
Dyraverðinum voru í síðustu viku
dæmdar 800 þúsund krónur í miska-
bætur frá íslenska ríkinu vegna gæslu-
varðhalds sem hann sætti í tengslum
við aðgerðir lögreglu.
Milljónamunir horfnir
En einn af athyglisverðari öngum
þessa máls varðar verðmætin sem
að sögn hurfu úr hirslum lögreglu.
Líkt og DV greindi frá voru Rolex-
armbandsúr, bindisnælur, hringar,
hálsmen og annað verðmætt skart,
sem sumt af hverju telst erfðagripir,
og mikið af erlendum gjaldeyri,
evrur og dollarar, haldlagt í húsleit á
Strawberries og heimili eigandans.
Fullyrt er að verðmæti þessara hluta
nemi milljónum króna. Lögmaður
eigandans, Páll Kristjánsson, staðfesti
að hvarf þessara muna úr hirslum
lögreglu hafi verið kært til embættis
héraðssaksóknara síðastliðið haust.
Vildu verðmeta munina
DV hafði heimildir fyrir því að eigand-
anum hafi fyrst verið kunngjört að
þessir munir væru glataðir þegar sak-
sóknari féll frá upptöku þeirra við
fyrirtöku á hinu meinta skattalaga-
broti fyrir dómi. Með þeim skýring-
um að umrædd verðmæti, sem átti að
láta ganga upp í skattaskuldina, væri
hvergi að finna hjá lögreglu.
Ólafur Þór Hauksson segir að hjá
héraðssaksóknara hafi komist upp að
umræddir munir væru horfnir þegar
embættið fór fram á að fá þá afhenta
til að láta verðmeta þá. Hann segir
að það sé því ekki alveg rétt að þetta
hafi ekki ratað rétt fyrir dóminn og að
upplýst hafi verið um hið dularfulla
hvarf munanna um leið og það lá fyrir.
Farið verði ofan í saumana á
þessu
Staðreyndin er eftir sem áður sú
að lögreglan sætir nú rannsókn hjá
embætti héraðssaksóknara vegna
framgöngu lögreglumanna við
Strawberries-rassíuna og vegna mun-
anna sem hurfu eftir að hafa verið
haldlagðir við húsleit. Slíkt er klárlega
rannsóknarinnar virði til að komast til
botns í því hvernig svona nokkuð ger-
ist og hvort eðlilegt geti talist og rétt sé
að lögreglumenn hafi verið drukknir
við störf á ákveðn-
um tímapunkti við
rannsókn máls-
ins líkt og haldið er
fram í kærunni og
myndir úr öryggis-
myndavélum virð-
ast staðfesta.
„Jú, það er það
vissulega og það er
hlutverk embætt-
isins að fara ofan í
saumana á því,“ seg-
ir Ólafur Þór sem
kveðst ekki geta
tjáð sig um málið að
öðru leyti. n
Ólafur Þór Hauksson Héraðssaksóknari
og embætti hans hefur kærur á hendur
lögreglu vegna Strawberries-málsins enn til
meðferðar. Mynd Sigtryggur Ari „Það er hlutverk
embættisins að
fara ofan í saumana á
því.
Embættið vildi láta verðmeta hina haldlögðu muni þegar ljóst varð að þeir voru horfnir úr hirslum lögreglu
Kærur vegna
StrawberrieS-
raSSíu enn á borði
héraðSSaKSóKnara
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
24. mars 2017