Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 14
Vikublað 28.–30. mars 201714 Fréttir Erlent Hér eru ódýrustu borgir evrópu Þ að þarf ekki endilega að eyða heilum mánaðarlaunum, eða því sem næst, þegar farið er í helgarferð til áfanga- staða víða í Evrópu. Pör sem ákveða til dæmis að fara til Vilníus, höfuðborgar Litháens, geta notið alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir um það bil 40 þúsund krónur svo dæmi sé tekið. Post Office Travel Money, breskt ferðaþjónustufyrirtæki, birti á dögun- um lista yfir ódýrustu borgir Evrópu. Teknar voru saman upplýsingar um hvað dæmigerð helgarferð, frá föstudegi til sunnudags, kostar. Inni í þessari upphæð er meðal annars matur á veitingahúsi, hótelgisting og almenningssamgöngur, en hafa ber í huga að flugfargjöld eru ekki í upp- hæðinni enda geta þau verið mjög misjöfn eftir flugfélögum og hvenær er farið. Flogið er til nokkurra af þess- um áfangastöðum beint frá Íslandi en í sumum tilfellum þarf að taka tengiflug sem gæti hækkað kostnað- inn og lengt ferðalagið talsvert. Loks er rétt að geta þess að um viðmiðunarverð er að ræða og þótt hægt sé að eyða mun hærri upphæð- um gefur verðið ágæta mynd af verð- lagi í viðkomandi borgum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is n Helgarferð til útlanda þarf ekki að kosta fúlgur fjár n Paphos og Vilníus ódýrastar Fleiri ódýrar borgir: n Kaffibolli:356 krónur n Bjór: 320 krónur n Gos: 260 krónur n Vínflaska: 390 krónur n Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 4.600 kónur n Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 370 krónur n Tveggja daga almenningssamgöngukort: 1.230 krónur n Útsýnisferð í rútu um borgina: 2.000 krónur n Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Pafos Mosaics: 550 krónur n Kostnaður við að skoða safn – Ethnographical Museum: 370 krónur n Kostnaður við að skoða listasafn – Pafos Municipal Gallery: Ókeypis n Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 8.600 krónur 1 Paphos, Kýpur – 19.200 krónur Paphos er rúmlega 60 þúsund íbúa strandborg á suðvesturströnd Kýpur. Samkvæmt úttekt Post Office, sem náði til 36 evrópskra borga, er Paphos sú ódýrasta. Hægt er að komast til Paphos til dæmis frá London og fleiri stöðum í Evrópu. 2 Vilníus, Litháen – 19.344 krónurVilníus er höfuðborg Litháens og verður þessi fallega borg sífellt vinsælli meðal ferðalanga. Hægt er að komast beint til Vilníus frá Keflavík með Wizz Air. n Kaffibolli: 185 krónur n Bjór: 257 krónur n Gos: 220 krónur n Vínflaska: 294 krónur n Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 6.000 krónur n Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 160 krónur n Tveggja daga almenningssamgöngukort: 854 krónur n Útsýnisferð í rútu um borgina: 1.470 krónur n Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Church of St Anne: Ókeypis n Kostnaður við að skoða safn – Palace of the Grand Dukes: 430 krónur n Kostnaður við að skoða listasafn – National Gallery of Art: 220 krónur n Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 9.200 krónur 3 Riga, Lettland – 20.836 krónurHöfuðborg Lettlands hefur upp á svo margt að bjóða; fegurð, góðar verslanir og ýmiskonar afreyingu. Hægt er að komast beint til Riga frá Keflavík með airBaltic. n Kaffibolli: 370 krónur n Bjór: 306 krónur n Gos: 294 krónur n Vínflaska: 430 krónur n Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 7.400 krónur n Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 280 krónur n Tveggja daga almenningssamgöngukort: 1.230 krónur n Útsýnisferð í rútu um borgina: 1.840 krónur n Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Dome Cathedral: 370 krónur n Kostnaður við að skoða safn – Latvian National Museum of Arts: 430 krónur n Kostnaður við að skoða listasafn – Art Museum Riga Bourse: 430 krónur n Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 7.500 krónur 4 Varsjá, Pólland – 21.200 krónur Varsjá er vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna enda falleg borg sem hefur upp á flest að bjóða sem ferðamenn sækja í. Hægt er að fljúga beint til Varsjár, til dæmis með Wizz Air, Wow air og Icelandair. n Kaffibolli: 300 krónur n Bjór: 240 krónur n Gos: 180 krónur n Vínflaska: 450 krónur n Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 4.400 krónur n Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 260 krónur n Tveggja daga almennings- samgöngukort: 715 krónur n Útsýnisferð í rútu um borgina: 1.800 krónur n Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Royal Castle : 895 krónur n Kostnaður við að skoða safn – Warsaw Uprising Museum: 600 krónur n Kostnaður við að skoða listasafn – Zacheta Gallery: 450 krónur n Tveggja nátta gisting fyrir tvo full- orðna á þriggja stjörnu hóteli: 11.000 krónur 5 Búdapest, Ungverjaland – 21.700 krónurBúdapest er ein vinsælasta borg Evrópu meðal ferðamanna enda er hún bæði falleg og ódýr. Hægt er að komast beint til Búdapest frá Keflavík með Wizz Air. n Kaffibolli: 230 krónur n Bjór: 314 krónur n Gos: 188 krónur n Vínflaska: 500 krónur n Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 4.800 krónur n Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 295 krónur n Tveggja daga almenningssamgöngukort: 1.385 krónur n Útsýnisferð í rútu um borgina: 2.500 krónur n Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Matthíasarkirkjan: 630 krónur n Kostnaður við að skoða safn – Hungarian National Museum: 670 krónur n Kostnaður við að skoða listasafn – Hungarian National Gallery: 755 krónur n Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 9.430 krónur n Kraká, Pólland – 22.300 krónur n Lissabon, Portúgal – 22.500 krónur n Prag, Tékkland – 25.250 krónur n Aþena, Grikkland – 26.500 krónur n Palma, Mallorca – 27.200 krónur n Strasbourg, Frakkland – 27.800 krónur n Dubrovnik, Króatía – 28.700 krónur n Tallin, Eistland – 29.000 krónur n Lille, Frakkland – 29.600 krónur n Nice, Frakkland – 30.400 krónur n Moskva, Rússland – 30.600 krónur n Berlín, Þýskaland – 32.000 krónur n Madrid, Spánn – 36.200 krónur n Róm, Ítalía – 36.500 krónur n Edinborg, Skotland – 37.500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.