Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Side 16
Vikublað 28.–30. mars 201716 Fréttir Erlent
Við erum stolt af útgáfu á íslenskri tónlist
StudioNorn.is
Tíu ár síðan Robert hvarf
n Hvarf við dularfullar aðstæður á eyjunni Kish árið 2007 n Írönskum yfirvöldum stefnt
Á
dögunum voru liðin tíu ár frá
því að Bandaríkjamaðurinn
Robert Levinson hvarf við
dularfullar aðstæður á Kish-
eyju í Persaflóa undan strönd-
um Írans. Robert var tæplega sextugur
þegar hann hvarf en hann starfaði
fyrir bandarísku alríkislögregluna
(FBI) og fíkniefnalögregluna (DEA).
Fréttastofa CNN greinir frá því
að fjölskylda Roberts hafi nú stefnt
íranska ríkinu fyrir aðild að hvarfi
hans. Yfirvöld í Íran hafa þó alla tíð
þvertekið fyrir að hafa handsamað
Robert á sínum tíma og fullyrða að
þau hafi engar upplýsingar um hvar
hann sé niðurkominn.
Rannsakaði smygl
Talið er að Robert hafi verið að rann-
saka mál sem varðaði umfangsmikið
smygl á sígarettum og tóbaki þegar
hann hvarf á eyjunni Kish þann
9. mars árið 2007. Eftir hvarf hans
töldu bandarísk yfirvöld að yfirvöld
í Íran hefðu haft hendur í hári hans,
en stjórnvöld í Íran neituðu því.
Ekkert spurðist til Roberts í þrjú
ár eftir hvarfið, eða allt þar til í des-
ember 2011 að fjölskylda hans birti
myndband af honum í haldi mann-
ræningja sinna. Á myndbandinu
sést hann biðla til bandarískra yfir-
valda um að aðstoða við að koma
honum heim.
Töldu að honum yrði sleppt
Í stefnunni gegn írönskum yfirvöld-
um, sem CNN greinir frá, kemur
fram að þremur vikum eftir hvarfið
hafi ríkisfjölmiðill Írans greint frá því
að Robert hefði verið handsamaður,
en reiknað væri með að honum yrði
sleppt fljótlega.
„Þrátt fyrir þessa frétt var Robert
ekki sleppt og stjórnvöld í Íran fóru
að halda því ranglega fram að þau
hefðu engar upp-
lýsingar um hvarf-
ið.“ Þá hefðu það ver-
ið stjórnvöld sem
sendu myndböndin
til aðstandenda hans,
sannanir þess efnis
að Robert væri á lífi,
en þau látið það líta
þannig út að þau
kæmu frá ótilgreind-
um hryðjuverkasamtökum.
Var hann á vegum CIA?
Eins og að framan greinir var Robert
staddur á Kish til að rannsaka
smygl á sígarettum. Þar hitti hann
bandarískan ríkisborgara, Dawud
Salahuddin, sem var með honum
daginn sem hann hvarf. Salahuddin
sagði við Time-tímaritið árið 2011 að
írönsk löggæsluyfirvöld hefðu hand-
samað þá tvo, Salahuddin hefði ver-
ið sleppt úr haldi daginn eftir en
Robert ekki sést eftir að hann var
handtekinn.
Robert hafði sem fyrr segir starf-
að lengi fyrir FBI og DEA, en talið
er að hann hafi verið í Íran á vegum
CIA. Tilgangur ferðar hans til Kish
hafi verið sá á að fá Dawud til að ger-
ast uppljóstrari fyrir CIA, að því er
New York Times og Washington Post
greindu frá á sínum tíma.
Hafa trú á Trump
Þó að tíu ár séu liðin frá hvarfi
Roberts eru bandarísk yfirvöld ekki
búin að útiloka að hann sé enn á
lífi. Rannsakendur á vegum FBI, að
sögn CNN, segja að ef hann sé á lífi
sé líklegt að hann sé enn í Íran. Aðrir
rannsakendur hafa þó bent á að
myndböndin sem fjölskyldan fékk
send árið 2011 hafi bent til þess að
hann væri staddur í Pakistan.
Aðstandendur Roberts, eigin-
kona og börn, létu hafa eftir sér í við-
tali við CNN fyrir skömmu að þau
bæru þá von í brjósti að Donald
Trump, nýr forseti Bandaríkjanna,
geti beitt sér í málinu og Robert snúi
aftur heim, fyrr eða síðar. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Tíu ár Ekkert hefur
spurst til Roberts síðan
9. mars árið 2007.
„… stjórnvöld í
Íran fóru að halda
því ranglega fram að
þau hefðu engar upp-
lýsingar um hvarfið
L
ögregluyfirvöld í
Mexíkó leita nú sex-
tán fanga sem tókst
að flýja á athyglis-
verðan hátt úr fangelsi í
Tamaulipas-héraði við
landamærin að Banda-
ríkjunum.
Í frétt AP kemur fram
að fangarnir hafi graf-
ið fjögurra metra djúp og
þrjátíu og sex metra löng
göng úr einum af fanga-
klefum fangelsisins. Þeir komu svo
upp á yfirborðið skammt fyrir utan
fangelsið og áttu því nokkuð greiða
leið út í frelsið.
Talið er að í heildina hafi tuttugu
og níu fangar yfirgefið fangelsið með
þessum hætti en þrettán eru sagðir
hafa náðst skömmu síðar.
Göngin voru grafin í þeim hluta
fangelsisins sem fangar stjórna að
stærstum hluta. Þegar upp komst
um málið lokuðu fangelsisyfirvöld
umræddri álmu við litla hrifningu
fanga. n
Sextán fanga leitað í Mexíkó
Grófu göng og sluppu
Fangelsi í Mexíkó Myndin er úr safni.
Mynd REuTERS