Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Side 38
Vikublað 28.–30. mars 20172 Mjóddin - Kynningarblað H alldór Þórhallsson mat- reiðslumaður hefur um árabil verið eitt af kennileit- um Mjóddarinnar í Breiðholti þar sem hann hefur síðan 1996 rekið hina vin- sælu matsölu Hjá Dóra. Hann geng- ur jafnan undir nafninu Dóri og er mönnum í hverfinu að góðu kunn- ur og jafnvel þótt út fyrir hverfið væri leitað! „Hjá okkur ríkir notalegt and- rúmsloft með allt að því heimilis- legum blæ. Matsalan nýtur mikilla og stöðugra vinsælda enda vinn ég eingöngu með gott hráefni og legg áherslu á bragðgóðan mat fyrir hagstætt verð, en selt er eftir vigt og meðalverð á máltíð um 900–1.450 krónur,“ segir Dóri. „Þótt hér í hádeginu verði oft myndarleg röð svangra viðskipta- vina þá gengur þjónustan hratt og vel fyrir sig. Því hikar fólk ekki við að bíða smá stund þar sem það veit sem er; að maturinn er gómsætur og það bregst aldrei. Ég er líka með einvala starfslið sem hefur verið lengi hjá mér,“ upplýsir Dóri glaður í bragði. Hamborgarhryggur og snitsel með tilheyrandi á föstudögum Veitingamaðurinn bendir á að við- skiptavinirnir geti ávallt gengið að sex réttum vísum. „Hér er á hverjum degi djúpsteikt ýsa, kjúklingur, kjöt- bollur, steikt lambalæri, svínahrygg- ur með puru og rifjasteik með puru. Við erum líka alltaf með tvo aðra rétti, sem eru mismunandi eftir dögum, t.d. lasanja, svínasnitsel og fiskibollur. Á föstudögum er ég oft- ast með hamborgarhrygg og snitsel með tilheyrandi,“ segir hann. Allir réttir eldaðir á staðnum „Allur matur er eldaður hér á staðn- um. Í salnum eru sæti fyrir 35 manns og er margsetið við þau í hádeginu. Vinnuhópar og iðnaðarmenn borða hér í stórum stíl og einnig fólk úr fyrirtækjunum í kring auk þess sem ýmsir sem eiga erindi í Mjóddina koma við hjá okkur og fá sér gjarn- an í svanginn. Þetta breytist aðeins þegar líður á daginn en á þeim tíma kemur fólk oft við og kaupir mat til þess að hafa með sér heim. Það er einmitt mikið um það á föstudögum þegar fólk er lúið eftir vinnuvikuna – þá finnst því gott að koma við hjá mér og kaupa tilbúinn, bragðgóðan rétt til að taka með sér heim, henda síðan bakkanum og byrja helgina.“ Dóri segir að algengt sé að eldri borgarar kaupi mat hjá honum og einnig þeir sem búa einir. „Fólk sér hagkvæmnina og tilbreytinguna í því að kaupa heitan, tilbúinn mat. Auk þess sem það sparar mörgum bæði fyrirhöfn og tíma,“ segir veitinga- maðurinn vinsæli. n Hjá Dóra Þönglabakki 1, Mjóddinni Opnunartími er virka daga 11.30–13.30 og seinnipartinn frá 17.00–19.00 Heimilismatur á góðu verði Allir réttir eldaðir á staðnum Hjá Dóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.