Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Side 6
Helgarblað 7.–10. apríl 20176 Fréttir K aup fjárfestisins Eyþórs Arn- alds á 26,62% hlut útgerðar- manna í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eru gerð af nýstofnuðu félagi, Ramses II ehf., sem er að fullu í eigu Eyþórs. Kaupin eru gerð með þeim fyrirvara að aðrir hluthafar nýti ekki forkaupsrétt sinn en samkvæmt upplýsingum DV hafa þeir um tvo mánuði til að ákveða hvort þeir geri það. Ramses II kaupir 18,43% hlut Sam- herja, 6,14% hlut Síldarvinnslunnar og 2,05% hlut Vísis hf. í Þórsmörk ehf., eiganda Árvakurs. Kemur víða við Eyþór hefur á undanförnum misserum verið ansi umsvifamikill í viðskiptalíf- inu en hann á nú eða tengist með ein- um eða öðrum hætti 31 félagi. Hann situr í stjórn 30 þessara fé- laga, þar af sem stjórnarformaður í tíu þeirra, stjórnarmaður í níu, meðstjórn- andi í sjö og varamaður í fjórum. Hann er framkvæmdastjóri í sex fé- lögum, prókúruhafi í tólf auk þess sem hann hefur stofnað tvö af þessum fé- lögum; Íslensk vatnsorka hf., sem keypti virkjunarkostinn við Hagavatn árið 2011, og Timburfélagið ehf. Nýstofnað félag Ramses II ehf., sem að óbreyttu mun á næstunni verða einn stærsti eigandi Morgunblaðsins, var stofnað þann 30. janúar 2017 af lögmannsstofunni BBA Legal ehf., og hét þá BBL 81 ehf. Eyþór tók síðan við félaginu, kom inn sem stjórnarmaður og prókúruhafi með tilkynningu dagsettri 10. mars síðast- liðinn en þá var nafninu sömuleið- is breytt í Ramses II. Fjölmiðlanefnd staðfestir við DV að þetta sé félagið sem tilkynnt hafi verið um að væri að kaupa hlutinn í Árvakri og að staðfest væri að félagið væri að fullu í eigu Ey- þórs. Eyþór á einnig Ramses ehf. sem meðal annars fer með 38,5% hlut hans í Íslenskri vatnsorku hf. og fleiri félaga og fyrirtækja. Ramses ehf. skilaði tæp- lega 500 milljóna króna hagnaði árið 2015. Greiddi Eyþór sér 50 milljónir króna í arð úr félaginu árið 2016, sam- kvæmt síðasta ársreikningi félagsins fyrir árið 2015. Þorsteinn og Eyþór viðskiptafélagar í Thorsil Verkefni félaganna sem Eyþór ýmist á eða tengist eru af ýmsum toga og afar fjölbreytt. Allt frá orkustarfsemi, til um- deildra stóriðjuverkefna, ferðaþjón- ustufyrirtækja og veitingareksturs. Eitt áðurnefndra stóriðjuverkefna tengist kísilmálmverksmiðjunni Thorsil í Helguvík, sem illa hefur geng- ið að fjármagna og er útgefið starfsleyfi nú í kæruferli hjá úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál. Thorsil er í eigu Northsil (59,7%) og Strokks Silicon (40,28), sem aftur er í eigu Strokks Holding sem Ramses ehf., og þar með Eyþór Arnalds, á 13,5% hlut í. Northsil er aftur í eigu Johns Fenger, stjórnarformanns Thorsil, Hákonar Björnssonar, forstjóra fyrir- tækisins, Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja, en sá síðastnefndi er einmitt að selja Eyþóri, viðskiptafélaga sínum í Thorsil-verkefninu, 18,43% hlut sinn í Morgunblaðinu. Sjálfstæðismaður í gegn Eyþór hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að kaup hans á hlutnum í Morgunblaðinu hafi átt sér stuttan aðdraganda, sem á sér stoð í stofngögnum Ramses II. En tengsl Eyþórs við bæði Sjálfstæðis- flokkinn og ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson, ná lengra aftur. Eyþór er sem kunnugt er fyrrverandi oddviti Sjálf- stæðismanna í Árborg, þar sem hann sat í tvö kjörtímabil frá 2006–2014. Þá var hann skipaður formaður leikhúsráðs Þjóðleikhússins af Illuga Gunnarssyni, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins, auk þess sem Illugi fól hon- um að leiða nefnd um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins, sem skilaði af sér umdeildri skýrslu, Eyþórsskýrsl- unni svokölluðu, í október 2015. Skýrslan var meðal annars gagnrýnd fyrir rangfærslur, var nefndin sögð hafa farið út fyrir erindisbréf sitt í úttektinni auk þess sem RÚV var dregið sund- ur og saman í skýrslunni sem fór illa í marga stuðningsmenn stofnunarinn- ar. Þykir vænt um Davíð Eyþór hefur lengi verið meðal helstu stuðningsmanna Davíðs Oddssonar og er samband þeirra sagt náið. Til marks um það þá herma heim- ildir DV að Eyþór hafi um nokkra hríð verið fastagestur á skrifstofu Dav- íðs í Hádegismóum auk þess sem Ey- þór, í félagi við Ara Edwald, forstjóra Mjólkur samsölunnar, stofnaði félagið utan um forsetaframboð Davíðs, í maí í fyrra, daginn eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt. „Mér þykir vænt um Davíð og veit að hann á erindi við fólk enda hefur honum verið vel tekið þar sem hann hefur farið,“ sagði Eyþór í samtali við DV í lok maí í fyrra. Eyþór lagði einnig hönd á plóginn við uppsetningu kosningaskrifstofu Davíðs við Grensásveg fyrir forseta- kosningarnar. Í ljósi þess hversu náið samband Eyþórs og Davíðs er, verður ekki annað séð en að ritstjórinn njóti trausts hjá hinum nýja stóra hluthafa í Morgunblaðinu. n Umsvif Eyþórs og hlutafélaga­ þátttaka Stjórnarformaður: 10 n Íslensk vatnsorka hf. n Timbur- félagið ehf. n Special Tours ehf. n Verktækni ehf. n Alur, álvinnsla ehf. n Strokkur Silicon ehf.n Hagavatnsvirkjun ehf. n Sandvíkur- setur ehf. n Strokkur metal hf. n Fasteignafélag Árborgar ehf. Stjórnarmaður: 9 n Ramses ehf. n Listmunir ehf. n Kratus ehf. n Ramses II ehf. n Hvalalíf ehf. n ST Holding ehf. n Við fjöru- borðið ehf. n Reykjavík Röst Bistro ehf. n BPI ehf. Meðstjórnandi: 7 n Thorsil ehf. n GMR Endurvinnslan ehf. n Strokkur Holding ehf. n Strokkur ehf. n Thorsil Holding hf. n Krossanes eignir ehf. n Mostly Human Entertain- ment ehf. Varamaður: 4 n Jógaloftið ehf. n P 125 ehf. n ELL 265 ehf. n Suðurljós ehf. Framkvæmdastjóri: 6 n Ramses ehf. n Listmunir ehf. n KE ehf. n Strokkur Energy ehf. n Við fjöruborðið ehf. n BPI ehf. Prókúruhafi: 12 n Ramses ehf. n Listmunir ehf. n Ramses II ehf. n Timburfélagið ehf. n Special Tours ehf. n Strokkur Holding ehf. n KE ehf. n Strokkur Energy ehf. n Við fjöruborðið ehf. n Strokkur metal hf. n BPI ehf. n Fasteignafélag Árborgar ehf. Stofnandi: 2 n Íslensk vatnsorka hf. n Timburfé- lagið ehf. Náið samband Eyþór og Davíð eru miklir félagar og hefur Eyþór lýst því yfir að honum þyki vænt um ritstjóra Morgunblaðsins. MyND SigTryggur Ari Viðskiptafélagar Eyþór keypti stærsta hlutinn í Þórsmörk, eiganda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, af Samherja Þorsteins Más Baldurssonar. Þeir eru viðskiptafélagar í Thorsil-kísilmálmverk- smiðjuverkefninu. MyND ÞorMAr VigNir guNNArSSoN „ Mér þykir vænt um Davíð MyND SigTryggur Ari JohANNSSoN Nýstofnað félag heldur utan um hlut Eyþórs í Morgunblaðinu n Ramses II ehf. keypti út útgerðarmennina n Eyþór umsvifamikill n Fjárfestirinn á eða tengist 31 félagi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.