Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Side 10
Helgarblað 7.–10. apríl 201710 Fréttir A uðvitað á fólk í þessari stöðu að eyða peningunum sínum í eitthvað allt annað.“ Þetta segir Edda Dröfn Eggertsdóttir sem greindist með krabbamein árið 2015. Í tilfelli Eddu er sjúkdómurinn ólæknandi en með fyrirbyggjandi lyfjagjöf er hægt að halda honum í skefjum. Nú þegar hefur Edda, sem er ein- stæð móðir, borgað um 300 þúsund krónur í beinan læknis- og lyfja- kostnað vegna veikindanna. Sú upp- hæð á aðeins eftir að hækka þar sem sjúkdómur Eddu er ólæknandi. DV ræddi við Eddu Dröfn vegna um- ræðunnar sem hefur skapast síðustu daga um málefni greiðsluþátttöku krabbameinssjúkra eftir að Ástrós Rut Sigurðardóttir greindi frá því ný- verið, í átakanlegu myndskeiði, að unnusti hennar, sem er með krabba- mein á fjórða stigi, hafi nánast eytt aleigunni í lyf og lækniskostnað í stað þess að nota féð til að njóta lífs- ins á meðan hann getur. Ólæknandi sjúkdómur „Ég veiktist í október 2015 en þá fund- ust þrjú stór æxli. Við héldum fyrst að þau væru fyrirferð á eggjastokkum. Síðan kom í ljós að æxlin komu út frá smáþörmunum.“ Í framhaldinu var Edda send í aðgerð. Þá sást að krabbameinið var búið að dreifast um allt kviðarholið. Meðal annars í eggjastokkana, legið, lífhimnuna og þindina. Í skurðaðgerðinni voru öll æxli fjarlægð. Í dag er Edda með Gist-krabbamein sem hægt er að halda niðri með töflum sem hún tek- ur inn daglega auk annarra lyfja til að halda aukaverkununum niðri. Þá er lyfjameðferðinni ætlað að fyrir- byggja að meinið taki sig upp aftur. Edda segir að þótt hún taki inn fyrirbyggjandi lyf sé mikil hætta á að meinið taki sig upp aftur. „Ég verð alltaf á þessum lyfjum og er í reglulegu eftirliti. Þetta er auðvitað erfitt og reynir á en ég reyni að líta á björtu hliðarnar. Ég er allavega enn á lífi.“ Edda á 12 ára son en mæðginin búa tvö saman. Edda þarf því að halda heimili en þegar hún veiktist var hún í tveimur störfum til að láta enda ná saman. „Ég vann mína 100 prósent vinnu á daginn og svo var ég í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Núna get ég ekki lengur gert það.“ Í dag hefur Edda greitt um það bil 300 þúsund krónur í kostnað vegna læknis- og lyfjakostnaðar samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þá eru ekki meðtalin ólyfseðilskyld lyf, sjúkraþjálfun, tannlæknakostnaður og sálfræðimeðferð vegna veikindanna. Í dag er Edda í 75 prósent starfi. Auk þess sem Edda þarf að hitta krabbameinslækni sinn reglulega, og greiða fyrir rannsóknir og myndatökur, þá þarf hún að hitta sérfræðilækna á borð við kvensjúkdóma-, augn- og húðsjúkdómalækna vegna aukaverkana og borga komugjald í hvert einasta skipti. Þakklát fyrir að vera á lífi Líkt og svo margir í hennar stöðu á Edda góða að. Hlaupahópurinn hennar safnaði fyrir hana og hún hefur nýtt sjóðinn til að leggja út fyrir lækniskostnaðinum. „Það á samt ekki að vera í höndum vina og ættingja að borga undir læknis- kostnað. Auðvitað á heilbrigðis- kerfið að sjá um þetta.“ Þá segir Edda: „Áður en ég greindist hafði ég enga hugmynd um hvað kostnað- urinn er lúmskur og hvað maður þarf alltaf að vera að borga. Þetta er fljótt að safnast saman. Þetta veldur manni áhyggjum.“ Edda viðurkennir fúslega að hún sjálf sé í töluvert betri stöðu en margir sem hafa greinst með krabbamein því hún sé þó með vinnu. „Þeir sem eru á örorkubót- um eru í dag í mun verri stöðu en ég. Ég vona að þetta nýja greiðslu- þátttökukerfi muni gagnast okkur öllum. Er samt ekki viss hvað mig varðar þar sem ég er ekki öryrki.“ Að lokum vill Edda koma því á framfæri að það sé erfitt að þurfa að eyða peningunum í læknis- og lyfjakostnað. „Auðvitað er ég þakklát fyrir að vera á lífi. En ég vil líka nýta tímann sem best. Gefa syni mínum góðar minningar um mömmu sína. Maður veit ekkert hvað gerist næst.“ n Edda Dröfn gagnrýnir greiðsluþátttökukerfi krabbameinssjúkra harðlega Vill gefa syni sínum góðar minningar Kristín Clausen kristin@dv.is „Auðvitað er ég þakklát fyrir að vera á lífi. En ég vil líka nýta tímann sem best. Fúlgur fjár Edda hefur þegar greitt um 300 þúsund krónur vegna læknis- og lyfjakostnaðar. mynD Sigtryggur Ari Dísilbílar vinsælli en bensínbílar Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31. mars jókst um 29 prósent, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 4.657 á móti 3.605 á sama tímabili árið 2016. Þetta er fjölgun um 1.052 bíla. Þetta kem- ur fram í tilkynningu sem Bíl- greinasambandið sendi frá sér á fimmtudag. Þar segir að mesta aukningin sé í sölu bíla til fyrirtækja eða tæp- lega 52 prósent af heildarnýskrán- ingum. Dísilbílar eru vinsælastir með um 45 prósent af heildarný- skráningum og bensínbílar eru með 39 prósenta hlutdeild. Toyota Yaris er mest selda bílategundin á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins með 226 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia Rio með 184 bíla. Í þriðja sæti er Nissan Qashqai með 179 bíla nýskráða. Af öllum nýskráðum bílum á árinu eru 1.299 hvítir og er hvítur því vinsælasti liturinn það sem af er árinu. Bilun í sæstreng Bilun kom upp í Vestmannaeyja- streng 3 á miðvikudagskvöld, en um að ræða streng sem að stærst- um hluta liggur í sjó og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmanneyja. Á miðvikudagskvöld hófst bil- analeit og þurfti tímabundið að rjúfa allan rafmagnsflutning til Eyja vegna þess. Vararafstöðvar HS veitna sáu Vestmannaeyjum fyrir rafmagni á meðan. Í tilkynningu segir að fyrstu mælingar bendi til að staðsetning bilunar sé í sjó, um miðja vegu milli lands og Eyja. Á fimmtudag var unnið við að staðfesta bilun- arstað og er aðgerðaráætlun fyrir viðgerð hafin. Vestmannaeyjastrengur 1 sér á meðan um að flytja rafmagn til Eyja. Skemmdarverk á Snæfellsnesi Áhugaljósmyndarinn Karola Bruckner birti í vikunni mynd á samfélagsmiðlum frá Arnarstapa þar sem erlendir ferðamenn höfðu skilið eftir sár á íslenskri náttúru. Verknaðurinn hefur ver- ið fordæmdur í hvívetna. Glöggir meðlimir hópsins áttuðu sig á því að táknin til hægri þýði einfald- lega „Kína“ og því má gera ráð fyrir að um þarlenda ferðamenn sé að ræða. Þeir sem gera athugasemdir við færslu Bruckner eru allt er- lendir ferðamenn sem hugsa til ís- lenskrar náttúru með mikilli hlýju. „Þegar ég sé eitthvað þessu líkt þá verð ég afar reið út í þessa vitlausu og ábyrgðarlausu ferðamenn,“ segir Patrick Foquaert frá Belgíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.