Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Side 30
Helgarblað 7.–10. apríl 201726 Sport Uppbygging Laugardals- vallar forgangsmál Guðna n Er að koma sér inn í starfið n Geir hjálpaði til á þingi í Helsinki Þ að eru tæpir tveir mánuðir síðan að Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ eftir að hafa átt í harðri bar­ áttu við Björn Einarsson í kosningu til formanns þessa stærsta sérsambands innan íþróttahreyf­ ingarinnar. Guðni þekkir starf KSÍ frá dögum sínum sem fyrirliði karla­ landsliðsins en að stýra því sem for­ maður á dögum sem þessum er allt annað. KSÍ er í raun risastórt fyrir­ tæki sem veltir háum fjárhæðum á ári hverju. Starf sambandsins er viðamikið og í mörg horn að líta. Á fyrstu vikum hans í starfi hefur Guðni verið að koma sér inn í starfið sem er stórt og mikið og ljóst að það mun taka Guðna meiri tíma en hann hefur nú þegar fengið til að koma sér inn í allt. „Þetta er búið að vera mjög við­ burðaríkt og ég hef haft mjög gaman af þessu. Ég hef þurft að koma mér fyrir á skrifstofunni og það hefur ver­ ið í nægu að snúast. Þetta hefur verið fjölbreytt en farið vel af stað,“ sagði Guðni við DV um byrjun sína í starf. Geir hjálpar Guðna að mynda tengsl Guðni var í vikunni á þingi á meðal Knattspyrnusambanda Evrópu (UEFA) en að mynda tengsl við formenn annarra sambanda og standa vörð um hagsmuni Íslands er eitt mikilvægasta verkefnið sem formaður KSÍ sinnir. Það gerði Geir Þorsteinsson, sem lét af störfum í febrúar, afar vel og hann var með Guðna í Helsinki í vikunni. „Maður er bara í því að setja sig inn í starfið, það er farið að styttast í knattspyrnu­ sumarið og mótastarfið er mjög stórt og mikið. Við þurfum að semja við dómara um þeirra kaup og kjör. Ég var svo í gær að koma af UEFA­þingi í Helsinki. Það þing gekk vel, þessar fyrstu vikur hafa verið góðar og ég er að starfa með góðum hópi. Svona þing eru mikilvæg til að skerpa á tengslum, Geir Þorsteinsson, heiðursforsmaður KSÍ og fyrrverandi formaður, fylgdi mér á þingið ásamt Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra. Eggert Magnússon var svo heiðurs­ gestur hérna ásamt fleirum, við vor­ um því með ágætis hóp hérna. Það var gott að hafa þau með sér hérna til að kynna mig og koma mér inn í hlutina. Ég hef auðvitað bæði farið á FIFA­fund og UEFA­fund eftir að ég tók við en það tekur eðlilega tíma að ná þessu öllu. Það var mjög gott að hafa Geir með sér í Helsinki, hann er búinn að vera hérna og starfa í 20 ár. Það var gott fyrir hann að koma hingað og kveðja allt það góða fólk sem hann hefur unnið með og líka til að kynna mig. Það er mikilvægt að skerpa á öllum tengslum okkar inn í önnur sambönd.“ Starfsfólkið vinnur mjög gott starf Guðni hefur á þessum tveimur mánuðum verið að setja sig vel inn í þá hluti sem felast í því að starfa hjá KSÍ en hjá sambandinu hefur hann starfsmenn með mikla reynslu. Guðni lofsyngur starfsfólkið sem er fáliðað miðað við starfsemi sam­ bandsins en allir eru til í að leggja hendur á plóginn. „Það hefur verið mjög fínt að vinna með fólkinu hjá KSÍ, þetta er einvala lið og góður hópur. Það hefur verið gaman að fara í vinnuna í Laugardalnum, maður er að kynna sér alla hluti og það tekur tíma. Þetta hefur verið fjölbreytilegt. Starfsfólkið hjá KSÍ er að vinna mjög gott starf, ef maður bara ber okkur saman við önnur sambönd sem eru með jafn mörg landslið og við þá erum við í kringum 20 starfsmenn en í flestum öðrum löndum er það miklu meira og yfir 100 starfsmenn hjá sumum. Við erum með stórt deildarfyrirkomulag, fimm deildir hjá körlunum og tvær hjá konunum, það er mikið starf í kringum það.“ Eins og fram hefur komið er Guðni að koma sér inn í hlutina eins og hann orðar það en hvern­ ig gengur honum að koma sín­ um málum inn í starf KSÍ? Guðni talaði fyrir málum eins og yfirmanni knattspyrnumála sem myndi tengja saman öll landslið. „Það má segja það þannig að ég er að kynna mér hlutina vel, ég er að setja mig inn í þá. Ég er með ákveðinn aðgerðalista sem ég er að vinna í. Ég er að koma mér inn í upp­ legg stjórnarinnar og svo fer þessi vinna öll af stað.“ Gríðarleg fagmennska í landsliðinu Guðni fór í síðasta mánuði í sína fyrstu ferð sem formaður með A­ landsliði karla. Hann sá liðið vinna afar mikilvægan sigur á Kósóvó ytra í undankeppni HM. Hann hreifst af því starfi sem hefur skilað lands­ liðinu svo góðum árangri. „Ferðin var mjög ánægjuleg og flott sem mín fyrsta upplifun að ferðast svona með landsliðinu, það var virkilega gaman að fylgjast með starfinu og hvað hópurinn er sam­ stilltur. Heimir og þjálfarateymið eru að vinna mjög gott starf svo ekki sé minnst á starfsfólkið í kringum þá og liðið sem gerir hlutina af mikilli fag­ mennsku. Það er gaman að sjá hvað leikmennirnir eru samstilltir og fag­ legir í sinni nálgun, þetta er frábær hópur og góður liðsandi. Strákarnir eru með mikinn metnað og vilja ná meiri árangri. Þeir vilja fylgja eftir þessum góða árangri síðasta sumar. Ég var mjög ánægður með þessa ferð og að kynnast þeirra starfi betur.“ Spenntur fyrir EM hjá stelpunum Sumarið í fótboltanum er stórt, strákarnir taka toppslag við Króatíu í undankeppni HM en stærsta verk­ efnið er för þeirra á EM í Hollandi. Guðni heldur til Hollands eftir helgi þar sem stelpurnar leika æfingarleik og undirbúa sig fyrir mótið. „Það bíður mín núna ferð til Hollands þar sem ég mun sjá kvennalands­ liðið spila í næstu viku, þar er Freyr að vinna mjög öflugt starf með alla í kringum sig. Ég fylgi þeim eftir þar og get svo ekki beðið eftir sumrinu hjá þeim. Við höfum verið að ná góðum árangri og það verður spennandi að sjá stelpurnar á EM í sumar.“ Uppbygging Laugardals- vallar forgangsmál Guðni leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að á Laugardalsvelli fari fram mikil uppbygging á næstu árum. Völlurinn hefur löngu sprengt starfsemina utan af sér, aðstaða fyrir leikmenn í búningsklefa er vægast sagt ömurleg, völlurinn er orðinn of lítill og svo er það hlaupabraut­ in sem pirrar marga. Á öllum helstu völlum í Evrópu eru hlaupabraut­ ir farnar, knattspyrna og frjálsar íþróttir eiga litla samleið. Til þess að KSÍ geti farið í breytingar á Laugar­ dalsvelli þarf að finna frjálsum íþróttum varanlegt heimili. „Uppbygging Laugardalsvallar er svo mál sem við verðum að skoða sterklega á næstunni, það þarf að skoða það og finna út úr því mjög fljótlega hvað skuli gera. Það er mjög mikilvægt að uppbygging Laugar­ dalsvallar eigi sér stað á næstunni. Þetta er í þeim fasa að við erum að finna bestu leiðina og að stilla upp valkostum sem við höfum. Við erum að stefna að því að klára þá vinnu með Reykjavíkurborg og ríkis valdinu í kringum leikinn við Króatíu í sumar. Við viljum vera klárir með tillögur og skoða besta kostinn um það leyti.“ n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Formaður KSÍ „Það er mjög mikil- vægt að uppbygging Laugardalsvallar eigi sér stað á næstunni,“ segir Guðni Bergsson. „Við erum að stefna að því að klára þá vinnu með Reykjavíkurborg og ríkis- valdinu í kringum leikinn við Króatíu í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.