Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 28. apríl 2017fréttir Ö rn Úlriksson komst fyrst í fréttir ungur að árum fyrir að stinga barnaníðinginn Stein- grím Njálsson margsinnis með tannbursta. Örn hafði slípað tannburstann þannig að hann var vel oddhvass. Síðan stakk hann Steingrím í 11 eða 12 skipti. Þetta var árið 1995 og Örn aðeins 19 ára, stadd- ur á lausaganginum í hinu alræmda Síðumúlafangelsi, sem var rifið fyrir margt löngu. Í dag er nokkuð bjart- ara yfir Erni. Hann hefur verið lokað- ur inni í fimm ár. Hann var í þrjú ár á Litla-Hrauni og var svo nauðungar- vistaður á Kleppi í tvö ár. Honum var sleppt í lok mars. Í þeim sama mánuði var úrskurðað að Örn ætti rétt á bót- um vegna ofbeldis sem átti sér stað á unglingaheimilinu að Efstasundi. Ofbeldi ríkisins hafði afleiðingar og segir Örn það hafa spunnið örlagavef sem honum tókst ekki að losa sig úr. Hvað greiðir svo ríkið Erni fyrir mis- þyrmingarnar? Ofbeldi ríkisins er metið á þrjár milljónir. Keyrði inn í lögreglustöð Örn hefur ratað í nokkur skipti í fjöl- miðla. Árið 2005 sagði í DV að Örn hefði skorið bróður sinn ítrekað með dúkahníf. Því neitar Örn en hann var sýknaður í héraðsdómi fyrir tilraun til manndráps. Í DV árið 2009 sagði frá því að hann hefði ekið inn í lögreglu- stöð eftir að hafa verið synjað um að- stoð á sjúkrahúsi. Það atvik kann- ast Örn við. Þá hefur Örn skrifað um hugðarefni sín í fjölmiðla og fengið ljóð birt hér og þar. Þegar Örn ók inn í lögreglustöðina var hann úrkula von- ar um að fá aðstoð í veikindum sín- um. Í viðtali við DV sagði Örn: „Ég ætlaði að drepa mig þetta kvöld. Ég hef engan tilgang með lífi mínu. Ég náði bara ekki að redda mér 200 milligrömmum af Contalgini til að sprauta mig út í dauðann. Það var það sem ég ætlaði að gera. En svo tók ég ákvörðun um að keyra þarna inn.“ Örn hafði þá lengi glímt við geð- raskanir og ítrekað komist í kast við lögin. Hefur hann margsinnis verið lagður inn á geðdeild. Læknar úrskurðuðu að hann glímdi við geð- klofa. Heldur Örn fram að læknar hafi dregið þá greiningu til baka og hann sé haldinn persónuleikaröskun. Hann er eins og áður segir laus af Kleppi eftir að hafa dvalið þar í tvö ár. Leiðin inn á Klepp „Þeir koma fram við mig eins og ég sé ósakhæfur,“ segir Örn og bætir við að fimm ára frelsisskerðing hafi kom- ið til vegna þess að hann kveikti í starfsmannabústað Kleppsspítala og vegna líkamsárásar á Poolstofunni á Hverfisgötu. „Ég hef alltaf verið sakhæfur. Ég hef glímt við geðræna erfiðleika og slíkt en mest er glíman vegna ofbeldis í æsku og af hendi ríkisstarfsmanna.“ Ef þú telur þig sakhæfan, er þá ekki ömurlegt hlutskipti að vera læstur inni á Kleppi í tvö ár? „Ég var vistaður í félagsskap við þroskahefta? Það er ekki skemmti- legt. Það voru engir fleiri í svipaðri stöðu og ég,“ segir Örn og kveðst ekki hafa átt neina samleið með öðr- um vistmönnum á Kleppi. Örn rekur síðan raunir sínar og kveðst hafa verið beittur ofbeldi af móður sinni, sem ekki hafi verið viðurkennt. Þá var hann aðeins 12 ára þegar hann átti hvergi höfði sínu að halla og bjó á götunni í Reykjavík. „Ég var eitt af þessum vegalausu börnum í Reykjavík og vinir mínir voru rónar.“ Þegar Örn var ellefu til tólf ára var hann á barna- og unglingageðdeild. Á aldrinum þrettán til sextán ára var hann vistaður á Efstasundi og þar var hann teipaður og höndum og fótum, beittur ofbeldi. Sögurnar af þeim stað eru sumar óhugnanlegar og DV hefur rætt við fleiri sem þar dvöldu á sínum tíma. Þar mátti beita kjallaravistun 14 daga í senn. Þá segir hann starfs- mann hafa leitað á hann og viljað misnota hann kynferðislega. Þegar Örn neitaði segist hann hafa verið barinn. Aðeins 16 ára var Örn svo kominn í fangelsi í Síðumúla. Það hafi gerst eftir að hann reyndi að verja sig á unglingaheimilinu. Þremur árum síðar átti hann eftir að stinga Stein- grím Njálsson ítrekað með tann- bursta. Þeir voru tveir saman, hann og jafnaldri hans, sem einnig var fyrst settur í tukthús 16 ára en hengdi sig nokkrum árum síðar á Litla-Hrauni. „Ætli ég hafi ekki stungið hann 12 sinnum með tannbursta sem var ekki þannig gerður að hann væri morð- vopn. Við ydduðum hann á sturtu- veggnum. Þetta var bara kjánaskap- ur, ofvirkni og hatur,“ segir Örn en málið varð frægt á sínum tíma og á kaffihúsum mátti heyra á sumum að Örn hefði unnið þjóðþrifaverk með árásinni. „Ég fékk hins vegar ekki mikið hrós hjá yfirvöldum, því það má ekki bera virðingu fyrir mér. Svona brot eru fordæmd af kerfinu. Ég fæ hvergi að vera á meðal jafningja og fæ ekki að vera með öðrum fíklum og öðrum, mér er haldið í félagsskap með geð- veikum og þroskaheftum,“ segir Örn og er mikið niðri fyrir: „Fólk var að segja að ég ætti að fá fálkaorðu og eitthvert djöfulsins kjaftæði en ég er alveg sáttur. Ég er ekki að fara á fund forseta til að fá fálkaorðu fyrir þetta en það er algjör óþarfi að láta mig í félagsskap þroskaheftra.“ Kveðst hvorki hættulegur né geðveikur Örn losnaði af Kleppi í lok síðasta mánaðar líkt og fram hefur komið. Þaðan fór hann beint á gistiskýlið fyrir utangarðsfólk á Lindargötu. Í Örn Úlriksson Loksins laus eftir fimm ár. Örn var í þrjú ár á Litla-Hrauni og fimm ár á Kleppi. Þá er ríkið búið að úrskurða að hann eigi rétt á þremur milljónum í bætur fyrir illa meðferð. Mynd Sigtryggur Ari Pressan 1994 Örn var aðeins 16 ára þegar hann var fyrst vistaður í þessu alræmda fang- elsi. Sendi hann bréf á fjölmiðla þegar hann var 18 ára og sagðist hafa gleymst inni. dV 2005 Örn var sviptur sjálfræði eftir árás á bróður sinn. Hann var síðar sýknaður. n 12 ára á götunni n Stakk Steingrím Njálsson með tannbursta n Laus af Kleppi eftir tvö ár n Ríkið borgar þrjár milljónir í bætur Erni var misþyrmt í bernsku: Fær þrjár milljónir í bætur Kristjón Kormákur guðjónsson kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.