Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 28
Ég hef hrifist af mörgu í lífinu og er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt (svo lengi sem ég er með annan fótinn á jörðinni), en það er þrennt sem mér líkar frábærlega: félagsskapur góðra vina, góður matur (sem einhver annar en ég elda) og að taka þátt í leikjum. Þetta sameinaðist fyrir stuttu þegar ég var svo heppin að vinna í Facebook-leik og átti kost á að bjóða allt að tíu vinum með mér. Vinkonurnar sem ég bauð þekktust ekki allar fyrir og sumar þeirra þekktu bara mig, en mér finnst einmitt líka mjög gaman að hrista saman fólk úr öllum áttum. Það var síðan gaman að sjá hvernig vinkonurnar röðuðust við borðið, við þrjár sem höfðum verið saman í grunnskóla settumst saman, þessar tvær sem munu búa úti á landi settust saman og svo framvegis. Einnig kom í ljós að fjórar okkar þekktu eigandann frá fyrri störfum. Úr varð hreint bráðskemmtileg kvöldstund sem ég mun minnast lengi. Og von- andi fæ ég sem fyrst tækifæri til að hrista ólíka vini mína saman. Núna þegar sumarið hefur bankað upp á samkvæmt daga- talinu, þó að veðrið haldi áfram að vera dyntótt dag frá degi og þrjóskist við að halda í kulda og snjó, hristir Séð og Heyrt af sér vetrardvalann og skellir sér í nýjan búning og framvegis mun Séð og Heyrt fylgja DV alla föstudaga. Í Séð og Heyrt verður stefnan sett á að hrista saman efni um alls konar fólk, hvort sem það er með viðtölum, viðburðum eða öðru efni. Maður er manns gaman og við ætlum að hafa það skemmti- legt saman á síðum Séð og Heyrt. Ég tek vel á móti öllum ábending- um, um viðmælendur og viðburði sem eru fróðlegir, áhugaverðir og skemmtilegir, á netfanginu ragna@dv.is. Með sumarkveðju kæru lesendur, Ragna GÓÐIR VINIR ERU BESTA MIXTÚRAN Fjör í félagsheimili Fáks SVEITA- BALL MEÐ SS SÓL Strákarnir í SS Sól voru með alvöru sveitaball í félagsheimili Fáks síðasta laugardag. Það var hiti, sviti og svakaleg stemning í húsinu fram eftir nóttu og allir skemmtu sér konunglega við kröftuga tóna SS Sól. HALLÓ, ÉG ELSKA ÞIG Þórdís Arnardóttir, kærasta Ing- ólfs Sigurðssonar, trommuleikara SS Sól, mætti með sínum manni. LEYNDARMÁL Það er ekkert leyndarmál að hestamaður- inn Fjölnir Þorgeirsson og kærasta hans, Margrét Magnúsdóttir, skrif- stofustjóri RÚV, eru flott saman. SVO MARGA DAGA Æskuvinkon- urnar Birna Jóhanns- dóttir og Karen Kjer- úlf hafa átt marga góða daga saman í gegnum árin. SYNGJUM ÓÐ Vinkonurnar Birgitta Hrönn Jónsdóttir, Auður Ása Waagfjörð, Bertha María Waag- fjörð og Rebekka Sól Stefánsdóttir skemmtu sér konung- lega á ballinu. SAMAN Á NÝ Vinkonurnar Erla Mekkín Jónsdóttir og Gígja Björg Guð- jónsdóttir eru alltaf flottar saman. lífið er betra með vinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.