Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 36
KENNDI
DANS Á
HLJÓMLIST
ÁN LANDAMÆRA
Kjartan Már
Kjartansson
(55) fiðluleikari:
Tónleikarnir „Hljómlist án landamæra“ voru haldnir sumardaginn fyrsta í Hljómahöllinni í
Reykjanesbæ. Þetta er annað árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir eru hluti af lista-
hátíðinni „List án landamæra“ sem haldin var í fyrsta sinn á Evrópuári fatlaðra árið 2003.
Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setti tónleikana með fið-
luleik og hópdansi tónleikagesta.
Þetta tókst mjög vel, frábærir tónleikar og salur fullur af fólki,“ segir Kjartan Már.
„Menn skemmtu sér konunglega,
en þetta er í annað sinn sem við
Suðurnesjamenn bjóðum upp á
þessa tónleika.“
Á tónleikunum komu fram
fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn
og skemmtu sér og öðrum enda
er tónlistin án allra landamæra.
Tónlistarmennirnir komu frá
Akranesi, Selfossi og Suðurnesjum
og á meðal þeirra sem komu fram
var Baggabandið, Már Gunnarsson
og söngkonurnar Karitas Harpa
og Salka Sól. Tónleikarnir eru
samstarfsverkefni sveitarfélag-
anna á Suðurnesjum, Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum og
Listar án landamæra en er styrkt
af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Nánari upplýsingar er að finna á
facebooksíðu verkefnisins
Skilgreinir sig sem fiðluleikara
Bæjarstjórinn, sem titlar sig sem
slíkan og fiðluleikara, á ja.is setti
tónleikana, þar sem hann spilaði
á fiðlu og kenndi dans. „Ég fékk
fólk til að hreyfa sig í upphafi áður
en það settist næstu tvær klukku-
stundir,“ segir Kjartan Már. „Við
dönsuðum einn dans sem heitir
Nornadansinn og ég kenndi þeim
danshreyfingarnar,“ segir hann.
Kjartan Már var um fimm ára gam-
all þegar hann hóf að læra á fiðlu.
Hann var fiðlukennari í 18 ár og
tónlistarstjóri í 13 ár í Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar. En tekur Kjartan
Már fiðluna oft upp opinberlega?
„Ég hef ekki gert mikið af því,
en ég spila svolítið suður frá
við ýmis tækifæri, aðallega í
jarðarförum,“ segir Kjartan Már
sem heldur spila-
mennskunni
alltaf
við.
NORNADANSINN leIkINN
Fiðluleikarinn og bæjarstjórinn spilaði
og kenndi tónleikagestum Nornadansinn.
Allir tóku þátt og stigu dans í upphafi
tónleikanna.
DANSINN DUNAR
Stelpurnar eru allar að læra dans hjá
Danskompaníinu í Reykjanesbæ.
TÓNlIST Í HÁlFA ÖlD Már
Gunnarsson, tónlistarmaður og tónskáld, hefur
þrátt fyrir ungan aldur sýnt að hann á frama
fyrir sér á tónlistarbrautinni. Kjartan Már á hins
vegar um hálfa öld að baki í fiðluleiknum.
ÞJÁlFARINN OG
NeMANDINN Vel
fór á með söngkonunum
Karitas Hörpu Davíðs-
dóttur, sigurvegara í The
Voice Ísland nú í ár, og
Sölku Sól, sem var þjálfari
hennar í The Voice.
FIMM FRÆkIN Eva Dögg Héðinsdóttir,
Freyr Karlsson, Heiðrún Hermannsdóttir, Jón
Agnars son og Stefán Trausti Rafnsson slógu á
létta strengi með Baggabandinu frá Akranesi.