Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 36
KENNDI DANS Á HLJÓMLIST ÁN LANDAMÆRA Kjartan Már Kjartansson (55) fiðluleikari: Tónleikarnir „Hljómlist án landamæra“ voru haldnir sumardaginn fyrsta í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta er annað árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir eru hluti af lista- hátíðinni „List án landamæra“ sem haldin var í fyrsta sinn á Evrópuári fatlaðra árið 2003. Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setti tónleikana með fið- luleik og hópdansi tónleikagesta. Þetta tókst mjög vel, frábærir tónleikar og salur fullur af fólki,“ segir Kjartan Már. „Menn skemmtu sér konunglega, en þetta er í annað sinn sem við Suðurnesjamenn bjóðum upp á þessa tónleika.“ Á tónleikunum komu fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn og skemmtu sér og öðrum enda er tónlistin án allra landamæra. Tónlistarmennirnir komu frá Akranesi, Selfossi og Suðurnesjum og á meðal þeirra sem komu fram var Baggabandið, Már Gunnarsson og söngkonurnar Karitas Harpa og Salka Sól. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélag- anna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra en er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins Skilgreinir sig sem fiðluleikara Bæjarstjórinn, sem titlar sig sem slíkan og fiðluleikara, á ja.is setti tónleikana, þar sem hann spilaði á fiðlu og kenndi dans. „Ég fékk fólk til að hreyfa sig í upphafi áður en það settist næstu tvær klukku- stundir,“ segir Kjartan Már. „Við dönsuðum einn dans sem heitir Nornadansinn og ég kenndi þeim danshreyfingarnar,“ segir hann. Kjartan Már var um fimm ára gam- all þegar hann hóf að læra á fiðlu. Hann var fiðlukennari í 18 ár og tónlistarstjóri í 13 ár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. En tekur Kjartan Már fiðluna oft upp opinberlega? „Ég hef ekki gert mikið af því, en ég spila svolítið suður frá við ýmis tækifæri, aðallega í jarðarförum,“ segir Kjartan Már sem heldur spila- mennskunni alltaf við. NORNADANSINN leIkINN Fiðluleikarinn og bæjarstjórinn spilaði og kenndi tónleikagestum Nornadansinn. Allir tóku þátt og stigu dans í upphafi tónleikanna. DANSINN DUNAR Stelpurnar eru allar að læra dans hjá Danskompaníinu í Reykjanesbæ. TÓNlIST Í HÁlFA ÖlD Már Gunnarsson, tónlistarmaður og tónskáld, hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt að hann á frama fyrir sér á tónlistarbrautinni. Kjartan Már á hins vegar um hálfa öld að baki í fiðluleiknum. ÞJÁlFARINN OG NeMANDINN Vel fór á með söngkonunum Karitas Hörpu Davíðs- dóttur, sigurvegara í The Voice Ísland nú í ár, og Sölku Sól, sem var þjálfari hennar í The Voice. FIMM FRÆkIN Eva Dögg Héðinsdóttir, Freyr Karlsson, Heiðrún Hermannsdóttir, Jón Agnars son og Stefán Trausti Rafnsson slógu á létta strengi með Baggabandinu frá Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.