Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 38
Jóga „Það hefur verið draumur minn í nokkur ár að stofna jógasetur í heimabæ mínum, Grindavík,“ segir Harpa Rakel sem er með kennararéttindi í Hatha- jóga sem hún lærði í Taílandi og Kundalini-jóga og Aerial-jóga sem hún lærði í Reykjavík, einnig er hún búin með tvö námskeið í krakka- jóga. Hún hefur kennt jóga í Reykja- vík og einnig haldið námskeið í Grindavík. Núna dreymir hana um að opna jógasetur í heimabænum, en af hverju ætti fólk ekki bara að stunda jóga í Reykjavík? „Mig langar að kynna fyrir Grindvíking- um og öðrum gestum jógasetursins þann frið sem ég hef sjálf fundið með jóganu í Reykjavík, mig langar að færa hann til heimabæjarins og þeirra sem vilja stunda jóga þar. Eins og staðan er í dag þá eru engir tímar í boði hér í Grindavík, það er ein kona sem heldur námskeið í jóga,“ segir Harpa Rakel. „Í Prana jógasetri get ég haft meira úrval sem hentar flestum og fjölbreytt námskeið yrðu í boði fyrir fólk á öllum aldri, auk þess sem opið væri alla daga.“ Af hverju að leggja stund á jóga? „Jóga er aðferð sem ég hefði átt að læra þegar ég var lítil,“ segir Harpa Rakel. „Til að læra að stjórna tilfinn- ingum mínum og læra að vera ég sjálf. Það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur öllum og við gleymum að lifa í núinu.“ Hún segir jóga kenna manni innri frið, að læra að vera sáttur við sjálfan sig og að maður hafi ekki alltaf stjórn á öllu. „Lífið er ekki dans á rósum og jóga er tæki til að takast á við lífið og allt sem því fylgir, bæði gott og slæmt.“ Fjárfesti í lóð í fyrrasumar Í fyrrasumar keypti Harpa Rakel lóð undir setrið, í útjaðri Grindavíkur, þar sem að veitingastað- urinn Kaffi Grindavík var áður. „Þetta er draumalóðin, næstum 4.000 fermetrar og er umkringd yndislegri náttúru.“ En þrátt fyrir að lóðin sé fund- in, þá þarf að fjármagna fleira og ákvað Harpa Rakel því að láta reyna á söfnun á Karolina Fund. Söfnunin er opin til 2. maí næstkomandi og má styrkja með hvaða fjárhæð sem er. „Ákveðnum upphæðum fylgir eitthvað með og sem dæmi má nefna þá fylgir 10 tíma kort 15.600 króna styrk,“ segir Harpa Rakel. Ef þú átt heima í Grindavík og vilt aukið framboð af hreyfingu þar þá er tilvalið að fara inn á Karolina fund, finna Prana jógasetur og styrkja verkefnið. Ef þú á ekki heima í bænum, en vilt styrkja verkefnið og sækja jógatíma í kyrrðina í Grinda- vík eða einfaldlega styrkja verkefnið þá væri það líka velþegið. „Allir styrkir hjálpa til,“ segir Harpa Rakel. Við Breiðhöfða / Sími: 511 0000 / www.Bilalind.iS Harpa Rakel lærði jóga bæði í Reykjavík og í Taílandi og segir jóga eitthvað sem hún hefði átt að læra miklu fyrr. Í fyrrasumar keypti hún lóð í heimabænum, Grindavík, þar sem hún hyggst opna jógasetur og safnar hún fyrir því með söfnun á Karolina Fund. Harpa Rakel Hallgrímsdóttir (29) vill opna jógasetur í Grindavík: „JÓGA ER TÆKI TIL AÐ TÆKLA LÍFIÐ OG ALLT SEM ÞAÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA“ JÓGA- KENNARINN Harpa Rakel mælir með jóga fyrir alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.