Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Blaðsíða 20
20 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 28. apríl 2017
Sigurður Ingi tapar
trausti
Þann 22. apríl síðastliðinn höfðu
Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja
Dögg Alfreðsdóttir boðað komu
sína til Akureyrar að hitta flokks-
menn. Það vakti athygli að þang-
að mætti Sigurður Ingi einn og
ræddi við fámennan hóp í helsta
vígi Sigmundar Davíðs. Skipuleggj-
endur sögðu Lilju hafa boðað for-
föll vegna veikinda í fjölskyldunni
en margir Framsóknarmenn
tóku því með fyrirvara og telja
það tengjast átökum í flokknum.
Gunnar Bragi Sveinsson hefur sagt
stöðuna djöfullega en Lilja Dögg
bar það til baka á Eyjunni. Ljóst
er að ólga er á meðal flokks-
manna og segja innmúrað-
ir Framsóknarmenn að Sigurð-
ur Ingi tapi trausti með hverjum
degi sem líður.
Forvarnir –
ekki forræðishyggja
Óttarr Proppé situr undir mikilli
gagnrýni vegna rafrettufrum-
varps síns, en þar þykir hann
hafa gengið götu forræðishyggju
af furðulegum ákafa. Gagnrýn-
in kemur víða frá, en ekki síst frá
Pírötum. Í Morgunblaðinu var
sagt frá því að kannabisvökvi fyr-
ir rafrettur væri kominn í um-
ferð hér á landi.
Höfuðpíratinn
Birgitta Jóns dóttir
var ekki ánægð
með þann frétta-
flutning og sagði á
Facebook: „Engin
tilviljun að þetta
sé í fréttum sama dag og hand-
ónýtt frumvarp heilbrigðisráð-
herra um rafrettur fer í fyrstu um-
ræðu. Hvað svo, á að banna pípur
vegna þess að sumir reykja ekki
tóbak með þeim? Á að banna bíla
vegna þess að sumir keyra fullir?
Forvarnir skipta máli en ekki for-
ræðishyggja.“
Fullt út úr dyrum
Stofnfundur Sósíalistaflokks Ís-
lands verður haldinn 1. maí
í Tjarnarbíói en um 1.250
manns hafa
skráð sig í flokk-
inn. Á heima-
síðu Tjarnarbíós
kemur fram að
salurinn taki 200
manns í sæti og
leyfi sé fyrir 300
manns á standandi viðburðum.
Samkvæmt þessu þyrfti ekki að
vera gríðarlega fjölmennt á stofn-
fundinum til að húsið fylltist. Það
hlýtur að teljast heppilegt fyrir
stofnfélaga sem geta þá kinn-
roðalaust haldið því fram að hús-
fyllir hafi verið á fundinum.
Þetta er
algjört bruðl
Þórhallur Þorsteinsson um 20 milljóna kostnað salernishúss. – DV
Stormurinn um daginn reyndist
mínum nánustu afskaplega erfiður
Tara Margrét um svívirðingar á netinu. – DV
Mér finnst að foreldrar ættu
oftar að gera eitthvað svona
Guðný afþakkaði afmælisgjafir á eins árs afmæli dóttur sinnar. – DV
F
orsætisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, sagði á dögunum
að fjölgun ferðamanna væri
á mörkum þess sem hægt
væri að ráða við og bætti við að
samkeppnisstaða íslenskrar ferða-
þjónustu væri það síðasta sem hann
hefði áhyggjur af. Þarna er auðvelt
að vera sammála forsætisráðherra.
Það myndi ekki saka ef erlendir
ferðamenn væru nokkuð færri, þótt
einhverjir Íslendingar myndu um
leið græða ögn minna.
Á undanförnum árum hefur
vöxturinn í íslenskri ferðaþjón-
ustu verið gríðarlegur, ferðamenn
streyma til landsins og hótel og gisti-
heimili spretta upp eins og gorkúlur.
Á sama tíma lætur náttúra landsins
og vegakerfi á sjá vegna hins mikla
átroðnings. Við þessu hefur ekki
verið brugðist af þeim skörungsskap
sem þörf er á. Úrbætur á vegakerfi
kosta sitt og sömuleiðis uppbygging
á vinsælum ferðamannastöðum.
Sjálfsagt og eðlilegt er að fjármagn
til slíks komi að hluta til frá ferða-
þjónustunni sem á að greiða sinn
virðisaukaskatt í ríkiskassann en
ekki vera á þægilegri undanþágu.
Ríkisstjórnin hefur boðað hækk-
un virðisaukaskatts á ferðaþjón-
ustu, eins og sjálfsagt og eðli-
legt hlýtur að teljast. Það skipti
örugglega litlu hvort hér sæti
hægri-, miðju- eða vinstristjórn,
hvaða stjórn sem er myndi gera það
sama. Þjóðin hlýtur að vera sam-
mála um að ferðaþjónustan, þessi
öfluga grein sem aflar mestra tekna
fyrir þjóðarbúið, eigi ekki að vera
með undanþágu á virðisaukaskatti.
Það kemur hins vegar ekki á óvart
að úr flokki forsætisráðherra, Sjálf-
stæðisflokknum, heyrast hljóð
úr horni. Þar hafa einstaka þing-
menn sett sig upp á móti málinu,
en í fréttum hefur komið fram að
ættingjar sumra þeirra eiga hags-
muna að gæta þar sem þeir vinna
við ferðaþjónustu. Það hljóta að
teljast fremur neyðarlegar fréttir.
Einstaka sinnum heyrast fréttir
um fólk sem rekur fyrirtæki og stór-
græðir en greiðir skatta sína og
gjöld til samfélagsins með bros á
vör. Fréttir af þessu tagi þykja yfir-
leitt óvenjulegar og sagt er frá þeim
eins og þar séu furðufregnir á ferð.
Það hefði sannarlega verið frétt til
næsta bæjar ef menn innan ferða-
þjónustunnar hefðu brugðist við
hækkun á virðisaukaskatti með já-
kvæðum hætti. Svo varð ekki. Við-
brögðin urðu nákvæmlega eins og
búast mátti við: grátur og gnístran
tanna. Eftir fylgdu svo heimsenda-
spár um lok ferðamannagóðæris á
Íslandi.
Ekki er víst að ferðaþjónustan
njóti mikillar samúðar landsmanna
þótt menn beri sig þar illa. Hinn
venjulegi launamaður greiðir gjöld
sín og skatta og atvinnugrein sem
skilar stórgróða á að gera það líka.
Best væri ef það yrði gert möglun-
arlaust – en þá er líklega verið að
fara fram á fullmikið. n
Grátur og gnístran tanna
Dansveisla Balletskóli Sigríðar Ármann fagnaði 65 ára afmæli í vikunni með dansveislu nemenda á stóra sviði Borgarleikhússins á miðvikudagskvöld. Margur
dansarinn hefur stigið fyrstu skrefin undir handleiðslu kennara skólans og ekki var laust við að spenna væri í loftinu. MynD SIGTryGGur ArI
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Myndin
„Ekki er víst að
ferðaþjónustan
njóti mikillar samúðar
landsmanna þótt menn
beri sig þar illa.