Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Side 12
12 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir Byrjuð að undirbúa framtíð barnanna Gunnar Ingi og Svava María takast á við veikindi tveggja barna sinna Í vikunni fyrir páska fögnuðu Gunnar Ingi Gunnarsson og Svava María Ómarsdóttir stórum áfanga. Áfanga sem markaði tíma hamingju í lífi hjónanna, en jafn- framt hryggðar. Þriðja barn þeirra kom í heiminn, drengurinn Salómon Leví. „Við förum til hans á hverjum degi. Það er engu líkt að sjá hann, hann er svo ótrúlega fallegur. En það er átakanlegt að sjá þegar hann dettur niður í súrefnismagni og blán- ar allur í framan. Og Þegar ég held á honum finn ég slappleikann í líkama hans, hvernig hendurnar lafa niður,“ segir Gunnar. Salómon Leví fæddist 11. apríl og hefur dvalist á vökudeild Barna- spítalans síðan. Hann fæddist með vökvasöfnun í höfði og vélindalok- un. Útlimir hans eru kraftminni en hjá nýfæddum börnum og heilinn er minni. Foreldrar hans hafa verið í mik- ill óvissu síðan Salómon fæddist og bíða nú eftir niðurstöðum fjölda rannsókna sem gerðar hafa ver- ið á honum. „Læknarnir vita ekki nákvæmlega hvaða fæðingargall- ar þetta eru og hvað orsakaði þá. Þeir eru að kanna vöðvana, sjá hvort þetta sé einhvers konar vöðvasjúk- dómur. Síðan er verið að rannsaka genin og miðtaugakerfið. Þetta getur verið svo margt,“ segir Svava. Gunn- ar bætir því við að allar niðurstöður hingað til hafi verið frekar neikvæð- ar. „Við erum að bíða eftir svari frá Íslenskri erfðagreiningu. Það hafa verið send sýni til bæði Danmerkur og Þýskalands. En við vitum ekkert hvenær vænta má svars, það veltur allt á því hversu hratt rannsóknirnar úti ganga fyrir sig.“ Hvernig vegnaði honum í móð- urkviði? Var meðgangan öðruvísi en hún átti að vera? „Þegar ég var ólétt tókum við eft- ir því að ég var með allt of mikið leg- vatn sem gæti útskýrt vökvasöfn- unina í höfði hans. Síðan sást að maginn á honum þandist ekki eins mikið út og eðlilegt er á meðgöngu og þá grunaði læknana að hann væri með þessa vélindalokun, sem kom á daginn þegar hann fæddist. Eftir fæðingu sendu þeir hann í ómskoðun, þá sáu þeir að heilinn hafði ekki náð að þroskast almenni- lega. Þeim brá sjálfum mjög í brún, ástandið var miklu alvarlegra en þeir bjuggust við,“ útskýrir Svava. „Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu margir hugsa hlýtt til okkar. Í kirkjum úti um allan heim er beðið fyrir Salómon og Mikael. Gunnar Ingi og Svava María „Þetta er nú þegar búið að vera mjög erfitt ár, þannig að það hefði þurft mikið til að koma okkur úr jafnvægi.“ Mynd SIGtryGGur ArI Guðmundur Bjartur Einisson ritstjorn@dv.is Lítil hetja Mikael Máni greindist með hvítblæði þegar hann var fjögurra ára. Á vökudeild Salómon Leví fæddist þann 11. apríl síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.