Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Qupperneq 16
16 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir Ætluðu til Edinborgar en enduðu í Póllandi Fengu að vita fjórum dögum fyrir brottför að ekki væri pláss fyrir hópinn í vélinni S tarfsmenn Stórutjarna- skóla í Þingeyjarsveit á leið til Edinborgar eftir páska í náms- og kynnisferð voru afar ósáttir þegar í ljós kom fjórum dögum fyrir brottför að ekk- ert pláss væri fyrir þá í vél á vegum ferðaskrifstofunnar Trans Atlantic. Ferðin hafði verið greidd fyrir þó nokkru síðan og starfsfólk skipulagt ferðina allan veturinn. Hópnum, sem í voru 26 manns, var í staðinn boðið að fljúga til Gdansk í Póllandi. Skólastjórinn segir að viðskiptum verði beint annað í framtíðinni. Leiguvél fór í viðhald „Framkvæmdastjóri Trans Atlantic hringdi í mig á laugardagsmorgni fyrir páska, en við áttum flug út á miðvikudeginum eftir páska, og tjáði mér að því miður kæmumst við ekki með í þessa ferð sem við vorum búin að undirbúa allan veturinn,“ segir Ólafur Arngrímsson, skóla- stjóri Stórutjarnaskóla, í samtali við DV. Hann kveðst hafa fengið þær skýringar að ferðaskrifstofan hefði verið svikin um leiguvél þar sem hún hefði þurft að fara í viðhalds- þjónustu. Ferðaskrifstofan hafi þá farið í að reyna að útvega aðra vél og feng- ið eina frá Icelandair, sem ekki hafi rúmað alla þá sem ætluðu til Edin- borgar. „Ekki veit ég um sannleiksgildið í þessu en þetta er það sem mér var sagt,“ segir Ólafur og kveðst hafa vit- að að starfsfólk Lundarskóli á Akur- eyri hafi einnig verið á leið út til Ed- inborgar í sömu erindagjörðum og fengið sæti í vélinni. „Þau komust í ferðina svo ég vildi fá að vita af hverju við hefðum ekki komist en fékk þá loðin svör sem ég efast um að hafi staðist skoðun.“ Boðin ferð til Póllands í staðinn Ljóst var að þá voru góð ráð dýr enda fyrirvarinn stuttur. Starfsfólki Stóru- tjarnaskóla var boðið upp á endur- greiðslu, eða að fara til Gdansk í Pól- landi. „Þá fór ég nú bara að hlæja, en ég dreg það til baka því Pólland er fínasta land. En hann bauð okkur að fara til Póllands og hefði sæti í flug- vél þangað. Hann væri tilbúinn að skipuleggja fyrir okkur skólaheim- sóknir sem við fengjum ókeypis,“ segir Ólafur, sem þarna, um fjórum dögum fyrir brottför, fékk það lítt öfundsverða hlutverk að hringja í starfsfólk sitt og færa því tíðindin. „Þau voru nú ekki beint ánægð með þetta, svo vægt sé til orða tekið,“ rifjar Ólafur upp. Niðurstaðan var sú að þiggja ferðina til Póllands, þótt fjórir úr upphaflega 26 manna hópn- um hafi dregið sig úr ferðinni. „Við þáðum þetta, ekki síst vegna þess að við treystum þeim ekki að endurgreiða okkur. Þegar mað- ur lendir í svona hættir maður að treysta þjónustuaðilanum og efast um að hann geti pungað út nokkrum milljónum til að endurgreiða hópi. Þeir fjórir sem hættu við fengu þó endurgreitt. Þeir stóðu þó við það.“ Ólafur segir að þau sjái ekki eft- ir því að hafa farið til Póllands enda hafi þau ákveðið að gera gott úr þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Óafsakanlegt „Ferðin út af fyrir sig var ágæt og við skoðuðum skóla í Póllandi með pólskum fararstjóra – það er ekkert vitlaust að gera það fyrir Íslendinga sem fá fullt af pólskum krökkum í skóla. Eftir stendur að það er óafsak- anlegt að verða fyrir svona löguðu. En svona nokkuð er ekki einsdæmi og gerist víst.“ Ferðin til Póllands gekk þó ekki snurðulaust fyrir sig, að sögn Ólafs. „Við áttum að fljúga út seinnipart- inn á miðvikudag en vélin kom svo ekki fyrr en um miðjan dag á fimmtu- degi. Þannig að 25% af ferðinni til Póllands varð aldrei. Þá kenndu þeir um veðurlagi, sem má vera, það var hvöss vestanátt á Akureyri þegar þetta var og Akureyrarflugvöllur vafasamur sem millilandaflugvöllur. Það má lítið út af bera í veðri til að hann sé ómögulegur til lendingar.“ Mun beina viðskiptum sínum annað Hópurinn missti því úr tæpan dag í þokkabót en Ólafur segir að það sem hópurinn fékk út úr ferðinni til Póllands hafi engu að síður verið í góðu lagi. „En aðdragandinn var sérstakur, mjög sérstakur, og fólk mjög ósátt á þeim tíma – þótt tekist hafi að gera gott úr þessu.“ Ólafur segir að um- rædd ferðaskrifstofa hafi orðið fyr- ir valinu því hún fljúgi beint frá Ak- ureyri og hópurinn viljað spara sér ferð suður til Keflavíkur. Hann segir að skólinn og starfsmenn hans muni hugsa sig tvisvar um þegar þeir velji sér ferðaskrifstofu fyrir næstu ferð. „Já, það er enginn vafi að við vit- um um eina sem við munum ekki velja. Það er alveg ljóst.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Það er óafsakan- legt að verða fyrir svona löguðu. Gdansk „Ferðin út af fyrir sig var ágæt og við skoðuðum skóla í Póllandi með pólskum fararstjóra,“ segir Ólafur. Mynd PixaBay Ólafur arngrímsson Skólastjóri Stóru- tjarnaskóla. Mynd ki.iS Gdansk Edinborg Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi Ný reglugerð um drykkjarvöru- umbúðir, sem taka á gildi 1. júní, getur sett innflutning á drykkj- arvörum í uppnám segir Félag atvinnurekenda (FA) en í reglu- gerðinni, sem samin er í um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu, er gerð sú krafa að strikamerki á drykkjarvöruumbúðum verði lóðrétt en ekki lárétt. „Þetta skapar viðskiptahindr- un, sem að mati FA er algjörlega órökstudd. Félagið hefur andmælt breytingunni og slíkt hið sama hafa evrópsk samtök áfengisfram- leiðenda gert,“ segir í frétt á vef FA. Frá og með næstu mánaðamótum er áætlað að ný reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir taki gildi. Reglugerðin er nú í kynningarferli á Evrópska efnahagssvæðinu.FA segir að kostnaður við hina furðulegu kröfu um lóðrétt strikamerki á drykkjarvöruumbúðum muni klárlega lenda á neytendum. „Strikamerki á drykkjarvöruumbúðum í dag eru ýmist lóðrétt eða lárétt; t.d. eru flestar léttvínsflöskur og flöskur með sterku áfengi með láréttu strikamerki en það er mismunandi með bjórtegundir og gosflöskur. Á þeim tegundum sem eru innfluttar sér erlendi framleiðandinn um að setja strikamerkið á vöruna. Vegna smæðar markaðarins er nánast útilokað að erlendir framleiðendur myndu fást til að sérmerkja þær vörur sem flytja ætti til Íslands svo krafa reglugerðarinnar yrði uppfyllt. Þá yrðu innflytjendur að endurmerkja allar flöskur með ærnum tilkostnaði og vinnu. Ljóst er að sá kostnaður myndi að endingu lenda á neytendum,“ segir á vef FA sem bendir á að sambærilega kröfu sé ekki að finna í Evróputilskipun eða Evrópureglugerð. Um sé að ræða „séríslenska kröfu“ sem skapa muni viðskiptahindrun á markaði. Neikvæðir gagnvart veggjöldum Íslendingar eru heldur neikvæð- ir gagnvart veggjöldum ef marka má könnun sem MMR fram- kvæmdi á dögunum. Tæp 56 pró- sent þátttakenda í könnuninni kváðust vera andvíg veggjöld- um en 25 prósent kváðust fylgj- andi. 926 einstaklingar svöruðu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11. til 26. apríl. Svo virðist vera sem karlar séu frekar andvígari en konur, en hlutfall karla sem voru andvígir veggjöldum var 60 prósent á móti 50 prósentum kvenna. Með aukn- um aldri jókst hlutfall þeirra sem kváðust fylgjandi veggjöldum. Þá reyndust íbúar á lands- byggðinni líklegri til að vera and- vígir innheimtu veggjalda, eða 63 prósent, heldur en íbúar höfuð- borgarsvæðisins þar sem hlutfall- ið var 52 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.