Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Qupperneq 18
18 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir - erlent Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Einkarekin fangelsi sjá fram á bjarta tíma F orsvarsmenn GEO Group, sem er einkarekið banda- rískt fyrirtæki og rek- ur meðal annars fangelsi í Bandaríkjunum, Ástralíu, Suður-Afríku og Bretlandi, eiga von á björtum tímum í rekstri vegna stefnu Donalds Trump Bandaríkja- forseta í innflytjendamálum. Þetta kom fram í máli forsvars- manna GEO Group á hluthafa- fundi sem haldinn var í vikunni og vefritið The Daily Beast fjallaði um. Talið er að um 100 þúsund fangar afpláni dóma sína í fangelsum GEO Group og tæplega helmingur þeirra er í Bandaríkjunum. Fyrir- tækið er með samning við yfirvöld í fyrrnefndum ríkjum um rekstur fangelsa og fær greitt fyrir þessa þjónustu sína. Donald Trump hét því eftir kosningarnar í haust að ætla að senda allt að þrjár milljónir innflytjenda úr landi eða í fangelsi. Nátengt Trump Í umfjöllun The Daily Beast var bent á að náin tengsl séu á milli forsvarsmanna GEO Group og þeirra sem eru í innsta hring for- setans. Þannig lét fyrirtækið 250 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 25 milljónir króna, af hendi rakna í innsetningarathöfn Trumps og annað eins til ofurkjörmanna sem voru handgengnir honum. Það eru ekki bara pólitísk tengsl GEO Group við Donald Trump og Repúblikanaflokkinn sem kom- ið hafa fyrirtækinu í umræðuna að undanförnu. Ekki er langt síð- an greint var frá gagnrýni mann- réttindasamtaka á fyrirtækið og meint brot þess á mannréttindum fanga. Nú síðast í febrúar veitti dómari hópi innflytj- enda heimild til að stefna fyrirtæk- inu. Innflytjendurnir höfðu verið í haldi í einu af fangelsum fyrirtæk- isins og var þeim gert að vinna fyrir lítil eða engin laun. Forsvarsmenn GEO Group hafa tekið til varna og sagt að ekkert sé til í þessum ásök- unum. Meiri eftirspurn Á fundinum sagði George Zoley, stjórnarformaður GEO Group, að forsetatilskipanir Trumps og nýleg ummæli Jeff Sessions dómsmála- ráðherra þess efnis að meiri þungi verði lagður í að sækja innflytjend- ur til saka, sem ekki hafa tilskilin leyfi til að dvelja í Bandaríkjunum, myndi hafa ýmis áhrif. Fleiri yrðu handteknir, fleiri yrðu settir í fang- elsi og þar af leiðandi yrði meiri eft- irspurn eftir þjónustu fyrirtækisins. Á fundinum gaf Zoley meðal annars dæmi um það hvernig fyrir- tækið hyggst græða meiri peninga fyrir hluthafa. Þannig stendur til að reisa fangelsi fyrir ólöglega inn- flytjendur í Conroe í Texas þar sem pláss verður fyrir þúsund fanga. Kostnaður við bygginguna nemur 117 milljónum dala, 12,4 milljörð- um króna, en á móti munu tekj- ur fangelsisins á hverju ári nema 44 milljónum dala, 4,7 milljörð- um króna. Ljóst má vera að fram- kvæmdirnar munu borga sig upp á örfáum árum ef fer sem horfir. Þá kom fram í máli Zoley að fangelsi fyrirtækisins gætu tekið á móti sjö þúsund fleiri föngum. Líklegri til að brjóta aftur af sér Undir lok forsetatíðar Baracks Obama tilkynnti bandaríska dóms- málaráðuneytið að það myndi ekki gera nýja samninga við fyrirtæki sem einblína á einkarekstur fang- elsa. Kveikjan að þeirri ákvörðun var skýrsla sem sýndi að fangar, sem afplánuðu í einkafangels- um, voru líklegri til að brjóta aftur af sér eftir að út er kom- ið en þeir sem afplánuðu í op- inberum fangelsum. Eftir að Jeff Sessions var útnefndur í embætti dómsmálaráðherra dró hann þessa ákvörðun til baka. n Fangelsin græða á stefnu Trumps Fangelsi Einka- rekin fangelsi í Bandaríkjunum sjá gróðavon í stefnu Donalds Trump. Donald Trump Hefur heitið því að senda allt að þrjár milljónir innflytjenda úr landi eða í fangelsi. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Telja 5.000 vígamenn hafa snúið heim Telja að hætta muni stafa af þýskum vígamönnum Íslamska ríkisins næstu ár Þ ýsk yfirvöld telja að af þeim 910 Þjóðverjum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið á síðustu árum hafi um þriðjungur snúið aft- ur til Þýskalands. Samtals er talið að 5.000 vígamenn hafi snúið aft- ur til síns heimalands í Evrópu. Yf- irvöld telja að hætta muni stafa af þessum einstaklingum næstu ára- tugi. Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegri skýrslu þýskra ör- yggisyfirvalda um þýska víga- menn Íslamska ríkisins. Banda- ríska fræðistofnunin Combating Terrorism Center tók á dögunum saman niðurstöður skýrslunnar. Meirihluti fæddur í Þýskalandi Samkvæmt skýrslunni hefur um- talsvert dregið úr því síðustu miss- eri að Þjóðverjar gangi til liðs við Íslamska ríkið og fjöldi þeirra sem reyna nú að snúa aftur hefur aukist mikið. Flestir gengu til liðs við samtökin árið 2013 en nýjum liðsmönnum fór ört fækkandi árið 2015. Í fyrra er talið að um 60 Þjóð- verjar hafi gengið til liðs við sam- tökin. Bakgrunnur vígamanna er sagður mjög fjölbreytur hvað varðar aldur, kyn, samfélagsstöðu og menntun. Nær allir áttu það þó sameiginlegt að aðhyllast sala- fista-hugmyndafræði og um 80 prósent þeirra voru með svokall- aðan innflytjendabakgrunn, það er að segja innflytjandi eða barn innflytjenda. Um 61 prósent víga- manna voru fæddir í Þýskalandi. Ná helst til smáglæpamanna Að mati þýskra yfirvalda stafar alvarleg hætta af vígamönnum sem snúa aftur til Þýskalands. Samtals er talið að um fimmtán þúsund evrópskir ríkisborgarar hafi gengið til liðs við Íslamska rík- ið og um fimm þúsund þeirra hafi nú snúið aftur til síns heimalands. Í skýrslunni er varað við því að fjöldinn sé slíkur að nær ómögu- legt sé að fylgjast með þeim öll- um. Talið er líklegt að flestir þeirra aðhyllist enn róttæka hugmynda- fræði þrátt fyrir að hafa flúið frá stríðinu í Sýrlandi. Tveir þriðju þeirra Þjóð- verja sem héldu til Sýrlands til að berjast fyrir Íslamska rík- ið áttu að baki sakarferil. Flestir höfðu verið dæmdir fyrir ofbeldi eða skemmdarverk á húsnæði. Um þriðjungur þeirra hafði ver- ið dæmdur fyrir sölu fíkniefna. Í skýrslunni er tekið fram að þess- ar tölur stemmi við þær kenningar að íslamskir öfgahópar nái helst til smáglæpamanna. Í skýrslunni er það orðað svo að það virðist sem vígamenn séu fremur öfgamenn sem taka trú en múslimar sem verða öfgakenndir. n Þriðjungur kominn heim Þýsk yfirvöld áætla að um þriðjungur þeirra sem gengu til liðs við Íslamska ríkið séu komnir aftur til Þýskalands. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.