Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Síða 36
36 menning - SJÓNVARP Vikublað 9.–11. maí 2017
Sjónvarpsdagskrá Fimmtudagur 11. maí
RÚV Stöð 2
17.10 Ísþjóðin með Ragn-
hildi Steinunni (5:5)
(Gunnar Valdimars-
son - húðflúrari) Í
þáttunum skyggnumst
við inn í líf ungra
Íslendinga sem takast
á við krefjandi og
spennandi hluti. Í
þessari þáttarröð fylgj-
umst við meðal annars
með eina íslenska
atvinnumanninum
á brimbretti, förum í
tónleikaferðalag með
hljómsveitinni Kaleo
og kynnumst einum
færasta húðflúrara í
heimi.
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 KrakkaRÚV
17.46 Litli prinsinn (13:18)
18.10 Krakkafréttir
18.20 Fréttir
18.40 Íþróttir
18.45 Veður
19.00 Eurovision 2017
(2:3) (Eurovision 2017)
Bein útsending frá
seinni undanúrslitum í
Eurovision í Kænugarði
í Úkraínu. Kynnir er Gísli
Marteinn Baldursson.
21.05 Eurovision -
skemmtiatriði
21.25 Fjölbraut (1:6) (Big
School II) Bresk gam-
anþáttaröð með David
Walliams og Catherine
Tate í aðalhlutverk-
um. Seinheppinn
efnafræðikennari
verður ástfanginn af
samkennara sínum.
Vandræðagangur hans
og samkeppni um
hylli dömunnar gera
aðfarirnar engu líkar.
Kaldhæðinn, breskur
húmor eins og hann
gerist bestur.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Lögregluvaktin (3:7)
(Chicago PD III) Lög-
regluvaktin snýr aftur
þar sem frá var horfið
í þriðju þáttaröðinni.
Þættirnir fjalla um
líf og störf lögreglu-
manna í Chicago.
Meðal leikenda eru
Sophia Bush, Jason
Beghe og Jon Seda.
Atriði í þáttunum eru
ekki við hæfi barna.
23.05 Svikamylla (3:10)
(Bedrag) Vönduð, dönsk
sakamálaþáttaröð
um græðgi, siðleysi og
klækjabrögð í frumskógi
fjármálaheimsins. e.
00.05 Dagskrárlok
07:00 Simpson-fjölskyldan
07:25 Kalli kanína og
félagar
07:50 Tommi og Jenni
08:10 The Middle (14:24)
08:35 Ellen
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 The Doctors (43:50)
10:15 Landnemarnir (4:9)
11:00 The Goldbergs (22:24)
11:25 Sælkeraferðin (3:8)
11:50 Manstu
12:35 Nágrannar
13:00 Reach Me
14:30 Funny People
16:55 Bold and the Beautiful
17:20 Nágrannar
17:45 Ellen
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Íþróttir
19:05 Fréttir Stöðvar 2
19:20 The Big Bang Theory
19:40 Masterchef Profes-
sionals - Australia
20:25 Í eldhúsi Evu (2:8)
21:00 Prison Break (6:9)
Æsilegi flóttinn heldur
áfram en við tökum
upp þráðinn þar sem
frá var horfið í síðustu
þáttaröð. Nú sjö árum
síðar komast Lincoln
og Sara að því að
Michael er enn á lífi og
er í fangelsi í Yemen.
Nýr, ævintýralegur og
æsispennandi flótti er í
kortunum.
21:45 The Blacklist (18:22)
Fjórða spennuþátta-
röðin með James
Spader í hlutverki hins
magnaða Raymond
Reddington eða Red,
sem var efstur á lista
yfir eftirlýsta glæpa-
menn hjá bandarískum
yfirvöldum. Hann gaf
sig fram og bauðst
til að aðstoða FBI
við að hafa hendur í
hári glæpamanna og
hryðjuverkamanna.
22:30 Animal Kingdom
(2:10) Mögnuð
glæpasería sem fjallar
um ungan mann sem
flytur til ættingja
sinna eftir að móðir
hans deyr. Þar lendir
hann inní vægast sagt
vafasöm mál þar sem
fjölskyldustarfsemin er
ekki öll sem hún er séð.
23:20 Martha & Snoop's
Potluck Dinner Party
23:40 Broadchurch (3:8)
00:30 The Son
01:20 Shameless (11:12)
02:15 Shameless (12:12)
03:05 X Company (1:8)
08:00 Everybody Loves
Raymond (2:22)
08:25 Dr. Phil
09:05 Chasing Life (5:21)
09:50 Jane the Virgin
10:35 Síminn + Spotify
11:35 The Voice USA (21:28)
13:05 Dr. Phil
13:45 Difficult People (6:10)
14:10 Survivor (11:15)
14:55 The Bachelorette
16:25 The Tonight Show
starring Jimmy
Fallon
17:05 The Late Late Show
with James Corden
17:45 Dr. Phil
18:25 King of Queens
18:50 Arrested Develop-
ment (8:15)
19:15 How I Met Your
Mother (2:24)
19:40 Man With a Plan
(16:22) Gamanþátta-
röð með Matt LeBlanc
í aðalhlutverki. Hann
leikur verktaka sem
fær nýtt hlutverk
á heimilinu eftir að
eiginkonan fer aftur út
á vinnumarkaðinn.
20:05 Is Binge Drinking
Really That Bad?
Skemmtileg heimildar-
mynd frá BBC þar sem
tvíburabræðurnir Chris
og Xand van Tulleken
sem báðir eru læknar,
gera tilraun á eigin
skinni. Að þessu sinni
kanna þeir áhrif áfeng-
isdrykkju á líkamann.
21:00 The Catch (6:10)
Spennuþáttaröð frá
framleiðendum Grey’s
Anatomy, Scandal og
How to Get Away With
Murder. Alice Martin er
sérfræðingur í að koma
upp um svikahrappa en
núna verður hún sjálf
fórnarlamb bragðarefs
sem náði að fanga
hjarta hennar.
21:45 Scandal (11:16)
Spennandi þáttaröð
um valdabaráttuna
í Washington. Olivia
Pope og samstarfs-
menn hennar sérhæfa
sig í að bjarga þeim
sem lenda í hneykslis-
málum í Washington.
22:30 The Tonight Show
starring Jimmy
Fallon
23:10 The Late Late Show
with James Corden
23:50 Californication
00:20 24 (8:24)
01:05 Law & Order: Special
Victims Unit (6:22)
01:50 Billions (10:12)
02:35 The Catch (6:10)
Sjónvarp Símans
F
yrsta viðtal Brad Pitt eft-
ir skilnað hans og Angel-
inu Jolie er við GQ Style
tímaritið. Þar segir Pitt að
hjónaband hans og Angel-
inu Jolie hafi beðið skipbrot vegna
drykkju hans. Hann segist hafa ver-
ið atvinnumaður í drykkju og getað
drukkið hvern sem er undir borðið.
Hann segist sömuleiðis ekki hafa
sinnt börnum þeirra sex jafn vel og
hann hefði átt að gera. „Börn eru
viðkvæm. Þau soga allt í sig. Það
þarf að halda í hönd þeirra og út-
skýra hlutina fyrir þeim. Það þarf
að hlusta á þau. Þegar ég er í vinnu-
ham þá heyri ég ekki. Þarna vil ég
taka mig á því ég vil vera til staðar
fyrir þau,“ segir hann.
Í viðtalinu kemur fram að eftir
skilnaðinn hafi Pitt gengið reglu-
lega til sálfræðings og að hon-
um finnist það gera sér gott. Hann
segist nú gera sér grein fyrir því að
hann sé tilfinningalega vanþroska.
Pitt segist hafa hætt að drekka
eftir að þau Jolie slitu samvistum.
Að sögn er Pitt umhugað um að
samband þeirra Jolie verði á vin-
samlegum nótum, ekki síst barna
þeirra vegna. n
kolbrun@dv.is
Játningar Brad Pitt
Pitt og Jolie Hann kennir
drykkju sinni um skilnaðinn.
„Þarna vil ég taka
mig á því ég vil
vera til staðar fyrir þau.
É
g man eftir lesendabréfi sem
reiður sagnfræðingur skrif-
aði fyrir mörgum árum vegna
íslenskrar kvikmyndar sem
fjallaði um sögulegt efni og
taldi upp allar staðreyndavillurnar
sem þar var að finna. Þær voru ansi
margar. Í dag er ég ekki viss um að
sagnfræðingar nenni að skrifa um
allar þær sögulegu villur sem finn-
ast í kvikmyndum og sjónvarpsþátt-
um. Þeir myndu þá ekki gera mikið
annað. Ég held að þeir láti sér nægja
að súpa hveljur í einrúmi.
Á sunnudagskvöldum er sýnd-
ur á RÚV breskur framhaldsþáttur
um fyrstu árin í valdatíð Viktor-
íu drottningar. Það liggur við að
þættirnir séu skrifaðir eins og á
ferðinni sé myrkur krimmaþáttur.
Hin unga drottning þarf stöðugt að
gæta sín því hættur leynast við hvert
fótmál. Svo er hún yfir sig ástfangin
af Melbourne lávarði og forsætis-
ráðherra. Þetta er þokkaleg af-
þreying en engin sagnfræði.
Aðalleikkonan er ung, hávaxin
og fögur og minnir ekki á Viktor-
íu drottningu sem var lítil og hnell-
in og engin fegurðardís. En þetta
er sjónvarp og það þarf að laða að
áhorfendur svo aðalleikkonan þarf
að vera grönn og snotur. Leikkonan
reynir vissulega sitt besta en meinið
er að hennar besta er ekki nógu
gott. Leikur hennar er sálarlaus. Það
hefði verið til bóta ef í hlutverkið
hefði valist ung leikkona með ósköp
venjulegt útlit og nokkur aukakíló
en persónuleika sem vekti áhuga
áhorfenda. En þá er sennilega verið
að biðja um of mikið í samtíma sem
er heltekin af útlitsdýrkun. n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við tækið
Sálarlaus Viktoría
Þokkaafþreying en engin sagnfræði
Drottningin Viktoría með elstu dóttur sinni.
Jenna
Coleman
Fer með hlut-
verk Viktoríu
á unga aldri.
„Leikkonan
reynir vissulega
sitt besta en meinið
er að hennar besta er
ekki nógu gott