Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Side 18
18 Vikublað 16.–18. maí 2017fréttir - erlent Vonast til að leysa eitt dular- fyllsta mál í sögu Noregs Þ ann 29. nóvember árið 1970 gekk faðir, ásamt tveimur dætrum sínum, fram á illa brunnið lík konu í Ísdalnum svokallaða skammt frá Bergen í Noregi. Þó að tæp 50 ár séu liðin frá þessum dularfulla líkfundi, sem greyptur er í huga margra Norðmanna, er mörgum spurningum enn ósvarað: Enn er ekki vitað hver konan er og ekki er enn vitað með vissu hvernig dauða hennar bar að. Norska ríkis­ útvarpið, NRK, og norska lögreglan hafa ákveðið að opna rannsókn málsins á nýjan leik í þeirri von að leysa málið eins og BBC fjallaði um á dögunum. Verðmæti við líkið Óhætt er að segja að lögreglan hafi ekki haft úr miklum upplýsingum að moða þegar rannsókn málsins hófst. Til að gera lögreglu erfitt fyrir hafði einhver, konan eða morðingi hennar, klippt alla merkimiða af fötum hennar og raunar hafði allt sem mögulega gæti varpað ljósi á hver konan væri verið afmáð, til dæmis merkimiðar á plastflöskum sem fundust á staðnum. Hafi kon­ an á annað borð verið myrt virðist morðinginn ekki hafa haft neinn áhuga á þeim verðmætum sem hún bar á sér; þannig fundust úr og skartgripir við hlið líksins. Í umfjöllun BBC er bent á að Ísdalurinn sé þekktur meðal sumra heimamanna undir nafninu Dauðadalurinn. Fyrr á öldum fór þangað fólk sem gefist hafði upp á lífinu og svipti sig lífi. Á sjöunda áratugnum urðu nokkur banaslys á þessari vinsælu gönguleið þegar fjallgöngumenn hröpuðu til bana í þokunni sem stundum leggst yfir dalinn. Konan sem fannst virðist ekki hafa verið á göngu á svæðinu þegar hún lést. „Þetta var úr alfaraleið og ekki á dæmigerðri gönguleið,“ segir lögreglumaðurinn Carl Halvor Aas í viðtali við BBC. Carl var einn af þeim fyrstu sem komu á vettvang þegar tilkynnt var um líkfundinn. Eins og serimónía Carl rifjar upp að hann hafi fundið mikinn óþef leggja frá líkinu og bætir við að það hafi vakið athygli lögreglumanna að líkið var aðeins brunnið að hluta. „Allur fremri hluti líkamans var brunninn, þar á meðal andlitið, en það vakti athygli okkar að aftari hlutinn var ekki brunninn,“ segir hann og bætir við að andlitið hafi verið svo illa brunnið að lög­ reglumenn hafi ekki getað ímynd­ að sér hvernig konan leit út áður en eldur var borinn að henni. Þegar lögreglu bar að var líkið orðið kalt en lögregla reyndi samt að rannsaka málið á grunni þeirra upplýsinga sem lágu fyrir. Eitt það fyrsta sem lögregla tók eftir var að verðmæti voru við hlið líksins, þar á meðal skartgripir eins og að fram­ an greinir. Brotin regnhlíf lá einnig við hlið þess og flöskur. Öllu þessu virðist hafa verið komið hagan­ lega fyrir af morðingjanum. „Það, hvernig hlutunum var komið fyrir, vakti athygli okkar – þetta leit út eins serimónía hafði farið fram,“ segir Carl við BBC. Því miður fann lögregla ekkert á vettvangi sem gat bent á af hverjum líkið væri; engin persónuskilríki, ekkert. Dularfullar töskur Eins og venja er í málum sem þess­ um biðlaði lögregla til almenn­ ings um aðstoð við að bera kennsl á konuna. Í tilkynningu frá lögreglu á sínum tíma kom fram að hún væri um 164 sentimetrar á hæð, líklega á aldrinum 25 til 40 ára, með brún augu, brúnt hár og lítil eyru. Í norskum fjölmiðlum var konan nefnd Ísdalskonan þar sem enginn vissi nánari deili á henni. Nokkrum dögum eftir líkfundinn fékk lögregla vísbendingu til að vinna úr. Tvær ferðatöskur höfðu fundist á lestarstöðinni í Bergen og á annarri þeirra fundust fingra­ för konunnar. Í töskunum fund­ ust einnig föt, hárkollur, þýskir og norskir peningaseðlar og smámynt frá Belgíu, Bretlandi og Sviss. Þá fundust snyrtivörur, hárbursti, te­ skeiðar og smyrsl við húðexemi. Tormod Bønes, réttarmeina­ fræðingur í málinu, sagði að á þessum tímapunkti hafi lögregla verið bjartsýn á að leysa málið en fljótlega rakst hún þó á vegg. Þó að ýmis legt hafi fundist í töskun­ um var þar ekkert að finna sem gat bent á hver konan væri; merkimið­ ar höfðu verið rifnir af fötunum sem fundust og þá hafði merkimiði frá lækninum á smyrsltúpunni ver­ ið fjarlægður. Í töskunni fannst einnig dularfullt, dulkóðað bréf sem tók lögreglu nokkurn tíma að leysa. Síðar kom á daginn að bréfið innihélt upplýsingar um ferðalag konunnar áður en hún kom til Noregs. Hún hafði komið frá París til Noregs um það bil mánuði áður en hún lést. Loks fannst plastpoki frá skóverslun í Stavanger. Eigandi verslunarinnar mundi eftir huggulegri og vel klæddri konu sem keypti sér skó í versluninni nokkru áður sem var líklega sama kona og fannst. Konan talaði lýtalausa ensku, virtist róleg í fasi og tók sér langan tíma í velja skóna. Með þessum upplýsingum tókst lögreglu að finna hótel sem konan dvaldi á. Í ljós kom að hún notaði nafnið Fenella Lorch sem var ekki hennar rétta nafn. Á síðari stigum rannsóknarinnar kom í ljós að hún hafði dvalið á nokkrum hótelum í Noregi og notað nokkur mismunandi vegabréf sem líklega voru öll fölsuð. Hagaði sér undarlega Alvhild Rangnes var 21 árs gengil­ beina á Neptun­hótelinu sem konan dvaldi á. Í viðtali við BBC rifjar Alvhild upp að hún hafi þjónað konunni sem hafi verið örugg með sig, myndarleg og með mikla útgeislun. Lögregla komst síðar að því að konan hafði hagað sér undarlega á sumum af þeim hótelum sem hún dvaldi á og oft farið fram á að skipta um herbergi, stundum oftar en tvisvar á örfáum dögum. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir fór marga að gruna að konan væri njósnari. „Þetta var á árum Kalda stríðsins og á þeim tíma voru örugglega margir njósnarar í Noregi,“ segir Gunnar Staalesen, glæpasagnahöfundur í Bergen, í viðtali við BBC. n Illa brunnið lík konu fannst árið 1970 n Enn er margt á huldu n Hver var konan? Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Skelfileg sjón Þessa mynd hafa norskir fjölmiðlar birt. Konan var illa brunnin og hafði auk þess innbyrt mikið magn svefntafla. Opinber dánarorsök var talin vera sjálfsvíg en margir hafa dregið í efa að konan hafi svipt sig lífi. Teikning af konunni Svona ályktuðu menn að konan hefði litið út áður en hún lést. Hún talaði góða ensku og var af evrópsku bergi brotin. Ísdalurinn Ísdalurinn er skammt frá Bergen í Noregi. Hann er vinsæll meðal útivistarfólks. Lögð til hvílu Konan var jarðsett og myndir teknar úr útförinni fyrir hugsanlega ættingja konunnar. „Ef einhver nákominn henni er til í DNA-gagnabönk- um þá munum við finna samsvörun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.