Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Side 30
30 menning Vikublað 16.–18. maí 2017 Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir hinni umdeildu rappsveit Reykjavíkurdætrum í sviðsverki í Borgarleikhúsinu V ið þurfum að segja og heyra nýjar sögur. Fólk í ábyrgðar­ stöðum þarf að vera með­ vitað um þetta, ekki bara fá sömu einstaklinga aftur og aftur til að segja sams konar sögur á sama sviðinu fyrir sama fólkið,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri, gjörningalistakona og rappari, sem óhætt er að segja að sé ein ferskasta listamannsrödd sinnar kynslóðar – uppátækjasöm, hæðin og óskamm­ feilin. Um þessar mundir leikstýr­ ir þessi 26 ára listakona sínu fyrsta leikverki í atvinnuleikhúsi, verki þar sem hin umdeilda rapphljómsveit Reykjavíkurdætur tekur yfir litla svið Borgar leikhússins. Í gagnrýni um sýninguna í DV í dag skrifar Bryndís Loftsdóttir að erindi sýningarinnar sé sjóðheitt og „sprengikraftur hóps­ ins kærkomin tilbreyting frá hvers­ dagslegri sýningum leikhússins.“ Kristján Guðjónsson hitti Kolfinnu á kaffihúsi í miðborginni og spjallaði við hana um rappheiminn, niðurlægjandi fund með þjóðleik­ hússtjóra, andúð hennar á femín­ isma og hryllingsmyndina Human Centipede svo eitthvað sé nefnt. Hataði Listaháskólann „Ég hef verið í leikhúsinu síðan ég var pínulítil, þetta er í fjölskyldunni. Ég elska leikhús, er algjört leikhús­ nörd og hef eiginlega séð allt sem hefur verið sett upp undanfarin 20 ár. Ég er samt tiltölulega nýbúin að uppgötva hvað ég elska þetta mikið og að þetta sé það sem ég vilji gera – að vera leikstjóri í íslensku leikhúsi,“ segir Kolfinna og réttir átta mánaða dóttur sinni, Unni, penna til að leika með. Kolfinna hefur einnig fengist við myndlist en segir að þegar hún stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík segist hún þó hafa gripið í gjörningaformið við hvert tækifæri. Í stað þess að fara í frekara myndlistar­ nám ákvað hún því að sækja um á sviðshöfundabraut í Listaháskólan­ um. Kolfinna segir það hafa verið mjög opið leikhúsnám sem hafi gefið henni hugmynd um hvað hún vildi – eða að minnsta kosti hvað hún vildi ekki gera á sviðinu. „Ég sá reyndar eftir því allan tímann að hafa valið þetta fram yfir myndlistadeildina, fannst gras­ ið alltaf grænna hinum megin. Ég þjáðist mjög mikið og hataði skól­ ann allan tímann. Ég var reið út í kennarana, svo reið yfir því að það væri verið að steypa alla í sama mót. En ég held að það sé líklega bara eðli þess að vera nemandi, maður verður að vera óánægður og benda kennur­ unum á hvað þeir eru rosalega gam­ aldags. Ef þú ert ánægður með allt, allir ánægðir með þig og þú færð rosalega háar einkunnir í listnámi þá ert þú líklega ekkert mjög góður listamaður.“ Gjörningaverk Kolfinnu eru oft á óskýrum mörkum raunveruleikans og erfitt að gera sér grein fyrir hvar gjörningnum sleppir – hún gifti sig sem hluta af gjörningi og undanfarið hefur hún haldið úti Instagram­síðu þar sem hún deilir sérstaklega kyn­ þokkafullum myndum af sjálfri sér undir mottóinu „Be sexy or die!“. „Það eru mjög misvísandi skila­ boð sem maður fær í dag. Allt sam­ félagið er að segja manni að vera sexí, annars hafi maður engan til­ vistarrétt. En á sama tíma er hálfpart­ inn bannað að vera sexí í allri þessari PC­sturlun sem er í gangi. Þetta ger­ ir að verkum að við tölum varla um kynþokka og látum eins og hann sé ekki til. Þegar ég byrja að pósta myndum af mér þar sem ég reyni að vera sexí spyr fólk af hverju ég sé að þessu, hvað sé eiginlega að mér. Ég held að þessi hræðsla sé einhver af­ leiðing af kláminu en ég held að það að vera sexí og sýna nekt sem oftast sé einmitt ágætis meðal við kláminu. Karlremba sem gerir femínískt leikhús „Ég held að mjög margir hafi haldið að ég væri alveg geðveik Á fullri ferð inn í leikhúsið Kolfinna Nikulásdóttir stefnir á frama innan íslensks leikhúsheims – og Unnur dóttir hennar fær að skutlast með henni. MyNd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.