Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Síða 36
36 menning - SJÓNVARP Vikublað 16.–18. maí 2017
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 Sjónvarp Símans
17.00 Í garðinum með
Gurrý (1:5)
17.25 Framapot (5:8)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Barnaefni
18.50 Krakkafréttir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.05 Framapot (6:6)
Ný íslensk þáttaröð
um þær Steineyju
og Sigurlaugu Söru
sem vita ekkert hvert
þær stefna í lífinu. Í
þáttunum kynnast
þær hvaða nám og
störf standa ungu fólki
til boða og fá nasasjón
af ýmiss konar starfs-
frama. Dagskrárgerð:
Arnór Pálmi Arnarsson.
Framleiðsla: Sagafilm.
20.35 Heimavígstöðvarnar
(2:6) (Home Fires)
Breskur myndaflokkur
um vaskar konur í litl-
um smábæ í Bretlandi
á tímum seinna stríðs.
Leikstjóri: Simon Block.
Leikarar: Clare Cal-
braith, Brian Fletcher
og Samantha Bond.
21.25 Fjölbraut (2:6) (Big
School II) Bresk gam-
anþáttaröð með David
Walliams og Catherine
Tate í aðalhlutverk-
um. Seinheppinn
efnafræðikennari
verður ástfanginn af
samkennara sínum.
Vandræðagangur hans
og samkeppni um
hylli dömunnar gera
aðfarirnar engu líkar.
Kaldhæðinn, breskur
húmor eins og hann
gerist bestur.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Lögregluvaktin (4:7)
(Chicago PD III) Lög-
regluvaktin snýr aftur
þar sem frá var horfið
í þriðju þáttaröðinni.
Þættirnir fjalla um
líf og störf lögreglu-
manna í Chicago.
Meðal leikenda eru
Sophia Bush, Jason
Beghe og Jon Seda.
23.00 Svikamylla (4:10) (Be-
drag) Vönduð, dönsk
sakamálaþáttaröð
um græðgi, siðleysi og
klækjabrögð í frumskógi
fjármálaheimsins. e.
00.00 Kastljós
00.25 Dagskrárlok
07:00 Simpson-fjölskyldan
07:25 Kalli kanína
07:50 Tommi og Jenni
08:10 The Middle (19:24)
08:35 Ellen
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 The Doctors (44:50)
10:15 Landnemarnir (5:9)
11:00 The Goldbergs (23:24)
11:25 Sælkeraferðin (4:8)
11:50 Nettir Kettir (1:10)
12:35 Nágrannar
13:00 Maggie's Plan
14:35 Nancy Drew
16:10 Tommi og Jenni
16:30 Simpson-fjölskyldan
16:55 Bold and the Beautiful
17:20 Nágrannar
17:45 Ellen
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Íþróttir
19:05 Fréttir Stöðvar 2
19:20 The Big Bang Theory
19:40 Masterchef Profes-
sionals - Australia
(18:25) Stórskemmti-
legur matreiðslu-
þáttur sem byggður
er á upprunalegu
þáttunum en hér eru
það matreiðslumeistar
sem keppast við að
vinna bragðlauka
dómnefndarinnar yfir á
sitt band.
20:25 Í eldhúsi Evu (3:8)
Frábærir nýir þættir í
umsjón Evu Laufeyjar
þar sem hún fer á
stúfana kynnir sér hina
ýmsu veitingastaði,
kaffihús, bakarí og
lærir nýjar aðferðir sem
hún vinnur svo með í
eldhúsinu heima hjá
sér. Í hverjum þætti
er sérstakt þema t.d.
baksturs, indverskt,
asískt og ítalskt svo
dæmi séu nefnd og
einnig er einn þáttur
tileinkaður matarsóun.
21:00 Prison Break (7:9)
Æsilegi flóttinn heldur
áfram en við tökum
upp þráðinn þar sem
frá var horfið í síðustu
þáttaröð. Nú sjö árum
síðar komast Lincoln
og Sara að því að
Michael er enn á lífi og
er í fangelsi í Yemen.
Nýr, ævintýralegur og
æsispennandi flótti er í
kortunum.
21:45 The Blacklist (19:22)
22:30 Animal Kingdom
23:20 The Son
00:10 Broadchurch (4:8)
01:00 Shameless (1:12)
01:55 Shameless (2:12)
02:50 X Company
08:00 Everybody Loves
Raymond (15:23)
08:25 Dr. Phil
09:05 Chasing Life (10:21)
09:50 Jane the Virgin (3:22)
10:35 The Voice USA
12:05 Dr. Phil
12:45 Survivor (12:15)
13:30 The Bachelorette
14:15 The Bachelor (1:13)
16:20 The Tonight Show
starring Jimmy
Fallon
17:00 The Late Late Show
with James Corden
17:40 Dr. Phil
18:20 King of Queens (1:22)
18:45 Arrested Develop-
ment (15:15)
19:10 How I Met Your
Mother (9:24)
19:35 Man With a Plan
(17:22) Gamanþátta-
röð með Matt LeBlanc
í aðalhlutverki. Hann
leikur verktaka sem
fær nýtt hlutverk
á heimilinu eftir að
eiginkonan fer aftur út
á vinnumarkaðinn.
20:00 Ný sýn (2:5)
20:35 The Mick (17:17) Gam-
anþáttur um óheflaða
unga konu sem slysast
til að taka við forræði
þriggja barna systur
sinnar eftir að hún flýr
land til að komast hjá
fangelsi.
21:00 The Catch (7:10)
Spennuþáttaröð frá
framleiðendum Grey’s
Anatomy, Scandal og
How to Get Away With
Murder. Alice Martin er
sérfræðingur í að koma
upp um svikahrappa en
núna verður hún sjálf
fórnarlamb bragðarefs
sem náði að fanga
hjarta hennar.
21:45 Scandal (12:16)
Spennandi þáttaröð
um valdabaráttuna
í Washington. Olivia
Pope og samstarfs-
menn hennar sérhæfa
sig í að bjarga þeim
sem lenda í hneykslis-
málum í Washington.
22:30 The Tonight Show
starring Jimmy
Fallon
23:10 The Late Late Show
with James Corden
23:50 Californication (3:12)
00:20 24 (9:24)
01:05 Law & Order: Special
Victims Unit (7:22)
01:50 Billions (11:12)
02:35 The Catch (7:10)
03:20 Scandal (12:16)
Fimmtudagur 18. maí
L
engi var afar kalt milli
feðginanna Angelinu Jolie og
Jon Voight en um tíma töluð-
ust þau ekki við. Kuldinn var
aldrei meiri en árið 2002 en
þá sagði Voight að dóttir sín ætti við
alvarleg andleg veikindi að glíma.
Sama ár lét Jolie fjarlægja Voight-
eftirnafn sitt úr öllum opinberum
pappírum. Smám saman skánaði
sambandið og nú bendir allt til þess
að það sé orðið ljómandi gott. Ný-
lega sáust feðginin borða saman á
sushi-stað með fjórum af sex börn-
um Jolie þar sem skipst var á gjöf-
um. Nokkrum dögum siðar sagði
Voight við blaðamann að Jolie væri
dásamleg móðir.
Jolie er dóttir Voight og Marciu
Bertrand sem var önnur eiginkona
hans. Leikarinn yfirgaf Bertrand
þegar Jolie var tæplega eins árs.
Bertrand lést 56 ára gömul eftir
margra ára baráttu við krabba-
mein. Jolie hefur ávallt haft minn-
ingu móður sinnar í heiðri, en
minna hefur farið fyrir hrifningu
hennar á föðurnum.
Jon Voight leikur í fimmtu þátta-
röðinni af Ray Donovan en sýn-
ingar hefjast í ágúst. Ný mynd
Angel inu Jolie, First They Killed My
Father, verður sýnd í haust á Netfl-
ix. Myndin var tekin upp í Kambó-
díu og er byggð á endurminningum
Loung Ung sem komu út árið 2006,
en þar segir hún frá hryllingnum
sem hún upplifði á tímum Rauðu
kmeranna. Jolie leikstýrir myndinni
og fimmtán ára sonur hennar,
Maddox, var henni til aðstoðar. n
kolbrun@dv.is
Fullar sættir hjá Jolie og Voight
Þ
au okkar sem gáfust upp á
Eurovision fyrir allmörgum
árum hljóta nú að endur-
skoða afstöðu sína eftir sigur
Portúgalans Salvador Sobral
í keppninni. Þetta var frammistaða
sem skar sig úr vegna einfaldleika og
einlægni. Meðan flestir aðrir kepp-
endur lögðu áherslu á glamúr og
glimmer og „líflega“ sviðsframkomu
stóð Salvador einn á sviðinu í látlaus-
um klæðnaði og söng einfalt en gríp-
andi lag af gríðarlegri innlifun. Hann
var hann sjálfur, var ekki að þykjast
vera neitt annað, og heillaði heims-
byggðina.
Í keppni eins og þessari reyna
keppendur af öllum mætti að vera
öðruvísi, en það er eins og þeir fái
allir sömu hugmyndina og fyrir vik-
ið eru þeir ansi svipaðir. Lögin eru
svo yfirleitt hvert öðru lík og renna
saman svo það er nánast ómögulegt
að muna eftir nokkru þeirra þegar
keppninni er lokið.
Ítalir mættu með górillu á svið
(sagt var að það ætti að minna okkur
á að við værum öll apar) sem átti víst
að vera frumlegt en varð einungis
kjánalegt. Jóðlað var í einu lagi, sem
átti sennilega líka að vera frumlegt
en hljómaði beinlínis vandræðalega.
Yfirborðsmennskan í Eurovison, sem
heillar að vísu marga, er stundum
æpandi. Það var því nánast eins og
stílbrot þegar Salvador Sobral steig á
svið og söng einfalt en melódískt lag,
eftir systur sína, á portúgölsku. Þetta
var eina ekta atriðið í Eurovision. Það
var síðan endurtekið þegar Salvador
flutti sigurlagið með systurinni á afar
áhrifamikinn hátt.
Salvador sagði sigur sinn vera
sigur tónlistarinnar og það má til
sanns vegar færa. Tónlist á að vekja
tilfinningar og það tókst í þessu fal-
lega sigurlagi. Nú má búast við því að
næsta ár leggi fjölmargir keppend-
ur upp úr einfaldleika og hugi betur
að textagerð en áður. Ekki er víst að
þeim takist jafn vel upp og Salvador,
en það má alltaf reyna. Víst er að
við sem höfum ekki haft gaman af
Eurovision hin síðari ár erum aðeins
kátari nú en áður. n
kolbrun@dv.is
Sigur einlægninnar
Angelina Jolie Hefur náð fullum sáttum við föður sinn.
Langbesta lagið vann í Eurovision Gleði í Portúgal Aðdáendur söngvarans sjást hér
fagna honum við komuna til Portúgals.
Salvador Sobral
„Þetta var eina
ekta atriðið í
Eurovision