Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Blaðsíða 47
Barist í hringnum
Miss Universe-stelpurnar boxa
Stúlkurnar sem keppa í Miss Universe Iceland hittast af og til og gera eitthvað
skemmtilegt saman til að hrista
hópinn saman og kynnast betur.
Nýlega fóru þær í Hnefaleikastöð-
ina og kynntu sér boxið.
Stúlkurnar lærðu byrjenda-
handtökin í boxinu og brugðu
tvær þeirra, Arna Ýr og Enza Mar-
ey, sér í hringinn. Í hita leiksins
varð kappið mikið, en sem betur
fer meiddist nú engin.
Manuela Ósk Harðardóttir,
annar eigenda Miss Universe
Iceland, brá á leik og stillti sér
upp með boxhanska fyrir fram-
an plakat af Mike Tyson. Frægt
var hér um árið, nánar tiltekið
árið 2002, þegar Manuela var í
verslunarferð í New York með
móður sinni til að kaupa kjól fyrir
fegurðarsamkeppnir sem Manuela
tók þátt í það ár. Í ferðinni hittu
þær Mike Tyson sem gaf Manuelu
fagurrauðan kjól. Manuela var
kjörin Ungfrú Reykjavík og Ung-
frú Ísland árið 2002.
Manuela og Tyson Manuela Ósk H
arðardóttir, annar eigenda
Miss Universe Iceland, stillir sér upp fyrir fr
aman plakat af Mike Tyson.
Blá í Boxi Það var enginn byrjandabragu
r hjá Dagbjörtu Rúriksdóttur.
Boxað af krafTi
Hulda Margrét Sigurðardóttir barði púðann.
Púðinn fær að finna fyrir því Helena Hrönn Haraldsdóttir lætur púðann
vita hver ræður.
seTur sig í sTellingar Lilja Dís Kristjánsdóttir býr sig undir að láta boxpúð-
ann hafa það.